„Trump! Vinsamlegast gerðu eitthvað!“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. febrúar 2018 23:42 Bænastund var haldin til minningar um þá sem létust í skotárásinni. Vísir/AFP Tilfinningaþrungið viðtal bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN við móður stúlku sem lést í skotárásinni í Flórída í gær hefur vakið mikla athygli. Móðirin, Lori Alhadeff, ávarpar Donald Trump Bandaríkjaforseta beint í viðtalinu og kallar eftir aðgerðum. Hinn nítján ára Nikolas Cruz skaut sautján til bana í árás á Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Flórída í gær. Lögregla handsamaði Cruz, sem er fyrrverandi nemandi við skólann, um klukkustund eftir árásina.Sjá einnig: Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Cruz hefur verið ákærður fyrir minnst sautján morð og samkvæmt frétt BBC hefur hann játað aðild sína að árásinni. Hann er einnig talinn tengjast öfgahópum þjóðernissinna og var tvisvar tilkynntur til Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, vegna ógnandi hegðunar.„Þetta er ekki sanngjarnt“ Breska ríkisútvarpið hefur nafngreint fjögur fórnarlömb árásarinnar, þau Jamie Guttenberg, Nicholas Dworet og Alyssu Alhadeff, sem öll voru nemendur við skólann, og Aaron Feis, aðstoðarþjálfara fótboltaliðsins. Lori Alhadeff, móðir Alyssu Alhadeff, ávarpaði forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, í tilfinningaþrungnu viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN í dag. Hún kallaði eftir aðgerðum og auknu öryggi barna í bandarískum skólum en viðtalið má horfa á í spilaranum hér að neðan. „Hvernig? Hvernig getum við leyft byssumönnum að ganga inn í skóla barnanna okkar. Hvernig komast þeir í gegnum öryggishlið?“ spurði Alhadeff. „Trump, þú segir, „hvað getum við gert?“ Þú getur komið í veg fyrir að byssurnar rati í hendur þessara barna. Settu málmleitarhlið við inngang skólanna. Hvað geturðu gert? Þú getur gert margt. Þetta er ekki sanngjarnt. Fjölskyldur okkar og börn fara í skólann og eru myrt.“Alhadeff hélt áfram og beindi orðum sínum aftur að Trump. „Ég eyddi síðustu tveimur klukkutímum í að skipuleggja jarðarför 14 ára dóttur minnar. Trump! Vinsamlegast gerðu eitthvað!“Sjá einnig: Enginn vilji til aðgerða gegn skotárásum Trump vottaði aðstandendum fórnarlamba skotárásarinnar samúð sína í ávarpi í dag. Hann tileinkaði ræðuna bandarískum börnum og lagði áherslu á að aðgerða væri þörf en forðaðist þó að ræða fyrirætlanir ríkisins í þeim efnum. Forsetinn tjáði sig einnig um skotárásina á Twitter-reikningi sínum og sagði útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða. Þá sagði Trump að nauðsynlegt væri að tilkynna slíka hegðun til yfirvalda, „aftur og aftur“. Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í menntaskólum í Bandaríkjunum en sautján manns létust í árásinni og tugir manna særðust. 15. febrúar 2018 19:35 Skotárásin í Flórída: Aðstoðarþjálfari dó hetjudauða Aaron Feis, aðstoðarþjálfari fótboltaliðs Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans, kastaði sér í veg fyrir árásarmanninn og kom nemanda við skólann í öruggt skjól. 15. febrúar 2018 18:45 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Tilfinningaþrungið viðtal bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN við móður stúlku sem lést í skotárásinni í Flórída í gær hefur vakið mikla athygli. Móðirin, Lori Alhadeff, ávarpar Donald Trump Bandaríkjaforseta beint í viðtalinu og kallar eftir aðgerðum. Hinn nítján ára Nikolas Cruz skaut sautján til bana í árás á Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Flórída í gær. Lögregla handsamaði Cruz, sem er fyrrverandi nemandi við skólann, um klukkustund eftir árásina.Sjá einnig: Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Cruz hefur verið ákærður fyrir minnst sautján morð og samkvæmt frétt BBC hefur hann játað aðild sína að árásinni. Hann er einnig talinn tengjast öfgahópum þjóðernissinna og var tvisvar tilkynntur til Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, vegna ógnandi hegðunar.„Þetta er ekki sanngjarnt“ Breska ríkisútvarpið hefur nafngreint fjögur fórnarlömb árásarinnar, þau Jamie Guttenberg, Nicholas Dworet og Alyssu Alhadeff, sem öll voru nemendur við skólann, og Aaron Feis, aðstoðarþjálfara fótboltaliðsins. Lori Alhadeff, móðir Alyssu Alhadeff, ávarpaði forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, í tilfinningaþrungnu viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN í dag. Hún kallaði eftir aðgerðum og auknu öryggi barna í bandarískum skólum en viðtalið má horfa á í spilaranum hér að neðan. „Hvernig? Hvernig getum við leyft byssumönnum að ganga inn í skóla barnanna okkar. Hvernig komast þeir í gegnum öryggishlið?“ spurði Alhadeff. „Trump, þú segir, „hvað getum við gert?“ Þú getur komið í veg fyrir að byssurnar rati í hendur þessara barna. Settu málmleitarhlið við inngang skólanna. Hvað geturðu gert? Þú getur gert margt. Þetta er ekki sanngjarnt. Fjölskyldur okkar og börn fara í skólann og eru myrt.“Alhadeff hélt áfram og beindi orðum sínum aftur að Trump. „Ég eyddi síðustu tveimur klukkutímum í að skipuleggja jarðarför 14 ára dóttur minnar. Trump! Vinsamlegast gerðu eitthvað!“Sjá einnig: Enginn vilji til aðgerða gegn skotárásum Trump vottaði aðstandendum fórnarlamba skotárásarinnar samúð sína í ávarpi í dag. Hann tileinkaði ræðuna bandarískum börnum og lagði áherslu á að aðgerða væri þörf en forðaðist þó að ræða fyrirætlanir ríkisins í þeim efnum. Forsetinn tjáði sig einnig um skotárásina á Twitter-reikningi sínum og sagði útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða. Þá sagði Trump að nauðsynlegt væri að tilkynna slíka hegðun til yfirvalda, „aftur og aftur“.
Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í menntaskólum í Bandaríkjunum en sautján manns létust í árásinni og tugir manna særðust. 15. febrúar 2018 19:35 Skotárásin í Flórída: Aðstoðarþjálfari dó hetjudauða Aaron Feis, aðstoðarþjálfari fótboltaliðs Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans, kastaði sér í veg fyrir árásarmanninn og kom nemanda við skólann í öruggt skjól. 15. febrúar 2018 18:45 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45
Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í menntaskólum í Bandaríkjunum en sautján manns létust í árásinni og tugir manna særðust. 15. febrúar 2018 19:35
Skotárásin í Flórída: Aðstoðarþjálfari dó hetjudauða Aaron Feis, aðstoðarþjálfari fótboltaliðs Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans, kastaði sér í veg fyrir árásarmanninn og kom nemanda við skólann í öruggt skjól. 15. febrúar 2018 18:45