Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. febrúar 2018 06:45 Lögregla og sérsveit fluttu nemendur burt af vettvangi. Vísir/Getty Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída í gærkvöldi er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. Hann er fyrrverandi nemendi Marjory Stoneman Douglas High skólans en 17 samnemendur hans og kennarar létust í árásinni. Lögreglan vinnur nú að því að greina hegðun Cruz á samfélagsmiðlum. Haft eftir lögreglustjóra á vef breska ríkisútvarpsins að margar færslur byssumannsins í aðdraganda árásarinnar hafi verið „mjög, mjög óhugnalegar.“ Að sögn miðla vestanhafs hafði Cruz verið vikið úr skólanum vegna hegðunarvandamála, sem þó eru ekki útskýrð nánar. Þá er haft eftir samnemendum hans að Cruz hafi áður hótað þeim öllu illu. Þeir hafi jafnvel grínast með það sín á milli að Cruz væri líklegur til þess að mæta einn daginn með sjálfvirkan riffil í skólann. Sjá einnig: Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í FlórídaByssumaðurinn er sagður hafa notað AR-15 hríðskotariffil til verksins, ekki ósvipaðan þessum hér.Vísir/GettyCruz hélt að framhaldsskólanum klukkan 20 í gærkvöldi að íslenskum tíma eða um það leyti sem flestir nemenda skólans voru á heimleið. Hann myrti þrjá fyrir utan skólann áður en hann stráfelldi 12 á göngum byggingarinnar. Þeirra á meðal var þjálfari ruðningsliðs skólans. 17 voru fluttir á sjúkrahús og létust 2 af sárum sínum þegar þangað var komið. Rúma klukkustund tók að yfirbuga Cruz sem sagður er hafa kveikt á brunavarnakerfi skólans áður en hann hleypti af. Varð það til þess eins að valda meiri glundroða að sögn vitna, sem margir töldu að um eldvarnaræfingu væri að ræða. Var það til þess að margir leituðu skjóls á svokölluðum söfnunarsvæðum þangað sem fólk skal leita í eldsvoða. Bandarískir miðlar greina frá því að Cruz sé meðal hinna særðu og að þrír séu enn taldir í lífshættu. Enn er unnið að því að nafngreina fórnarlömbin en árásin er sú mannskæðasta í bandarískum framhaldsskóla síðan árið 2012. Þá létust 26 í skotárás í Connecticut.Hér að neðan má sjá myndband BBC sem rekur atburðarásina í gær. Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída í gærkvöldi er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. Hann er fyrrverandi nemendi Marjory Stoneman Douglas High skólans en 17 samnemendur hans og kennarar létust í árásinni. Lögreglan vinnur nú að því að greina hegðun Cruz á samfélagsmiðlum. Haft eftir lögreglustjóra á vef breska ríkisútvarpsins að margar færslur byssumannsins í aðdraganda árásarinnar hafi verið „mjög, mjög óhugnalegar.“ Að sögn miðla vestanhafs hafði Cruz verið vikið úr skólanum vegna hegðunarvandamála, sem þó eru ekki útskýrð nánar. Þá er haft eftir samnemendum hans að Cruz hafi áður hótað þeim öllu illu. Þeir hafi jafnvel grínast með það sín á milli að Cruz væri líklegur til þess að mæta einn daginn með sjálfvirkan riffil í skólann. Sjá einnig: Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í FlórídaByssumaðurinn er sagður hafa notað AR-15 hríðskotariffil til verksins, ekki ósvipaðan þessum hér.Vísir/GettyCruz hélt að framhaldsskólanum klukkan 20 í gærkvöldi að íslenskum tíma eða um það leyti sem flestir nemenda skólans voru á heimleið. Hann myrti þrjá fyrir utan skólann áður en hann stráfelldi 12 á göngum byggingarinnar. Þeirra á meðal var þjálfari ruðningsliðs skólans. 17 voru fluttir á sjúkrahús og létust 2 af sárum sínum þegar þangað var komið. Rúma klukkustund tók að yfirbuga Cruz sem sagður er hafa kveikt á brunavarnakerfi skólans áður en hann hleypti af. Varð það til þess eins að valda meiri glundroða að sögn vitna, sem margir töldu að um eldvarnaræfingu væri að ræða. Var það til þess að margir leituðu skjóls á svokölluðum söfnunarsvæðum þangað sem fólk skal leita í eldsvoða. Bandarískir miðlar greina frá því að Cruz sé meðal hinna særðu og að þrír séu enn taldir í lífshættu. Enn er unnið að því að nafngreina fórnarlömbin en árásin er sú mannskæðasta í bandarískum framhaldsskóla síðan árið 2012. Þá létust 26 í skotárás í Connecticut.Hér að neðan má sjá myndband BBC sem rekur atburðarásina í gær.
Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26