Sex reknir frá hjálparsamtökum BBC Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. febrúar 2018 06:32 Samtökin bera nafn breska ríkisútvarpsins. VÍSIR/GETTY Hjálparsamtökin BBC Media Action, sem eru lauslega tengd breska ríkisútvarpinu, hafa rekið sex starfsmenn samtakanna vegna gruns um að þeir hafi beitt samstarfsmenn sína kynferðislegu ofbeldi eða horft á klám í vinnutölvum. Í frétt á vef BBC kemur fram að brotin hafi átt sér stað síðastliðinn áratug og að enginn hinna brotlegu sé breskur ríkisborgari. Samtökin, sem þjálfar fréttamenn og styður við bakið á þáttagerð um víða veröld, hefur hlotið um milljarð úr opinberum sjóðum breska ríkisins síðastliðin 5 ár. Nefskatturinn sem rennur til breska ríkisútvarpsins er þó ekki sagður fjármagna samtökin. Eftir að upp komst um Oxfam-hneykslið svokallaða, sem fræðast má um hér, hefur hið breska þróunarmálaráðuneyti hert reglur er lúta að starfsmönnum hjálparsamtaka. Nú verða samtökin að senda reglulegar sannanir þess efnis að þau fylgi siðareglum ráðuneytisins hvar sem þau starfa í heiminum. Í orðsendingu BBC Media Action til ráðuneytisins kemur fram að samtökin hafi yfirfarið öll mál sem kunna að tengjast kynferðislegri áreitni á ofbeldi síðastliðinn áratug. Þau hafi alls verið 6 talsins og segja samtökin að öll hafi verið rannsökuð á sínum tíma. Í tveimur tilfellum var starfsmönnunum sagt upp en í hinum fjórum var þeim gerð önnur refsing meðfram uppsögninni. Það er þó ekki útskýrt nánar í frétt breska ríkisútvarpsins. Tengdar fréttir Vændisskandall skekur ein stærstu góðgerðarsamtök Bretlands Ein stærstu og þekktustu góðgerðarsamtök Bretlands, Oxfam, gætu misst fjárframlög sín frá breska ríkinu vegna skandals sem kominn er upp innan samtakanna. 12. febrúar 2018 14:15 Segir skilið við Oxfam eftir vændishneykslið Leikkonan Minnie Driver hefur ákveðið að hætta sem sendiherra hjálparsamtakanna Oxfam. 14. febrúar 2018 08:12 Starfsmenn Rauða krossins greiddu fyrir kynlífsþjónustu Alþjóðleg hjálparsamtök hafa verið í kastljósinu undanfarið eftir uppljóstranir um kynferðislegt misferli starfsmanna þeirra. 24. febrúar 2018 18:04 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Hjálparsamtökin BBC Media Action, sem eru lauslega tengd breska ríkisútvarpinu, hafa rekið sex starfsmenn samtakanna vegna gruns um að þeir hafi beitt samstarfsmenn sína kynferðislegu ofbeldi eða horft á klám í vinnutölvum. Í frétt á vef BBC kemur fram að brotin hafi átt sér stað síðastliðinn áratug og að enginn hinna brotlegu sé breskur ríkisborgari. Samtökin, sem þjálfar fréttamenn og styður við bakið á þáttagerð um víða veröld, hefur hlotið um milljarð úr opinberum sjóðum breska ríkisins síðastliðin 5 ár. Nefskatturinn sem rennur til breska ríkisútvarpsins er þó ekki sagður fjármagna samtökin. Eftir að upp komst um Oxfam-hneykslið svokallaða, sem fræðast má um hér, hefur hið breska þróunarmálaráðuneyti hert reglur er lúta að starfsmönnum hjálparsamtaka. Nú verða samtökin að senda reglulegar sannanir þess efnis að þau fylgi siðareglum ráðuneytisins hvar sem þau starfa í heiminum. Í orðsendingu BBC Media Action til ráðuneytisins kemur fram að samtökin hafi yfirfarið öll mál sem kunna að tengjast kynferðislegri áreitni á ofbeldi síðastliðinn áratug. Þau hafi alls verið 6 talsins og segja samtökin að öll hafi verið rannsökuð á sínum tíma. Í tveimur tilfellum var starfsmönnunum sagt upp en í hinum fjórum var þeim gerð önnur refsing meðfram uppsögninni. Það er þó ekki útskýrt nánar í frétt breska ríkisútvarpsins.
Tengdar fréttir Vændisskandall skekur ein stærstu góðgerðarsamtök Bretlands Ein stærstu og þekktustu góðgerðarsamtök Bretlands, Oxfam, gætu misst fjárframlög sín frá breska ríkinu vegna skandals sem kominn er upp innan samtakanna. 12. febrúar 2018 14:15 Segir skilið við Oxfam eftir vændishneykslið Leikkonan Minnie Driver hefur ákveðið að hætta sem sendiherra hjálparsamtakanna Oxfam. 14. febrúar 2018 08:12 Starfsmenn Rauða krossins greiddu fyrir kynlífsþjónustu Alþjóðleg hjálparsamtök hafa verið í kastljósinu undanfarið eftir uppljóstranir um kynferðislegt misferli starfsmanna þeirra. 24. febrúar 2018 18:04 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Vændisskandall skekur ein stærstu góðgerðarsamtök Bretlands Ein stærstu og þekktustu góðgerðarsamtök Bretlands, Oxfam, gætu misst fjárframlög sín frá breska ríkinu vegna skandals sem kominn er upp innan samtakanna. 12. febrúar 2018 14:15
Segir skilið við Oxfam eftir vændishneykslið Leikkonan Minnie Driver hefur ákveðið að hætta sem sendiherra hjálparsamtakanna Oxfam. 14. febrúar 2018 08:12
Starfsmenn Rauða krossins greiddu fyrir kynlífsþjónustu Alþjóðleg hjálparsamtök hafa verið í kastljósinu undanfarið eftir uppljóstranir um kynferðislegt misferli starfsmanna þeirra. 24. febrúar 2018 18:04