Hagur beykis vænkast í hlýnandi heimi á kostnað skóga Kjartan Kjartansson skrifar 27. febrúar 2018 11:20 Hlýrra og vætusamara veðurfar virðist henta beykitrjám sem hafa sótt í sig veðrið í skógum í austurhluta Bandaríkjanna. Vísir/AFP Hnattræn hlýnun og aukin úrkoma virðist hafa verið vatn á myllu beykitrjáa. Vísindamenn í Bandaríkjunum vara við því að uppgangur beykis geti haft neikvæð áhrif á vistkerfi skóga og nytjar í þeim. Niðurstöður hóps vísindamanna frá tveimur háskólum og Skógrækt Bandaríkjanna benda til þess að beyki hafi vaxið ásmegin í skógum í norðaustanverðum Bandaríkjunum frá 1983 til 2014. Á sama tíma hafi öðrum tegundum eins og hlyni og birki hnignað, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Þetta telja vísindamennirnir vandamál vegna hættunnar á útbreiðslu barkarsjúkdóma í beykinu sem veldur því að trén drepast ung. Ný tré taki við sem falli einnig fyrir sömu sjúkdómum. Þá hjálpar það beykinu að dádýr éta ekki fræ þess eins og annarra trjáa. Breytingin í samsetningu skóga getur einnig haft áhrif á timburiðnaðinn. Beyki er gjarnan notað í eldivið og er mun verðminna en byrki og hlynur sem er nýttur í húsgögn og gólfefni. „Framtíðaraðstæður virðast hygla beyki og umsjónarmenn skóga verða að finna góðar lausnir til að bæta úr því,“ segir Aaron Weiskittel, aðstoðarprófessor í skógarlífkenni og líkönum frá Háskólanum í Maine. Hann er einn höfunda rannsóknarinnar sem birtist í vísindaritinu Journal of Applied Ecology. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Hnattræn hlýnun gæti leyst kvikasilfur á norðurhjara úr læðingi Þiðnun freðmýra á norðurskautinu getur haft margþættar og grafalvarlegar afleiðingar fyrir loftslag og umhverfi jarðar. 6. febrúar 2018 11:43 Íbúum Höfðaborgar sagt að skrúfa fyrir klósettkassana Fólki er ráðlagt að geyma vatn úr uppvaski til að fylla á klósett og fara ekki oftar en tvisvar í viku í sturtu. 26. janúar 2018 18:28 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Hnattræn hlýnun og aukin úrkoma virðist hafa verið vatn á myllu beykitrjáa. Vísindamenn í Bandaríkjunum vara við því að uppgangur beykis geti haft neikvæð áhrif á vistkerfi skóga og nytjar í þeim. Niðurstöður hóps vísindamanna frá tveimur háskólum og Skógrækt Bandaríkjanna benda til þess að beyki hafi vaxið ásmegin í skógum í norðaustanverðum Bandaríkjunum frá 1983 til 2014. Á sama tíma hafi öðrum tegundum eins og hlyni og birki hnignað, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Þetta telja vísindamennirnir vandamál vegna hættunnar á útbreiðslu barkarsjúkdóma í beykinu sem veldur því að trén drepast ung. Ný tré taki við sem falli einnig fyrir sömu sjúkdómum. Þá hjálpar það beykinu að dádýr éta ekki fræ þess eins og annarra trjáa. Breytingin í samsetningu skóga getur einnig haft áhrif á timburiðnaðinn. Beyki er gjarnan notað í eldivið og er mun verðminna en byrki og hlynur sem er nýttur í húsgögn og gólfefni. „Framtíðaraðstæður virðast hygla beyki og umsjónarmenn skóga verða að finna góðar lausnir til að bæta úr því,“ segir Aaron Weiskittel, aðstoðarprófessor í skógarlífkenni og líkönum frá Háskólanum í Maine. Hann er einn höfunda rannsóknarinnar sem birtist í vísindaritinu Journal of Applied Ecology.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Hnattræn hlýnun gæti leyst kvikasilfur á norðurhjara úr læðingi Þiðnun freðmýra á norðurskautinu getur haft margþættar og grafalvarlegar afleiðingar fyrir loftslag og umhverfi jarðar. 6. febrúar 2018 11:43 Íbúum Höfðaborgar sagt að skrúfa fyrir klósettkassana Fólki er ráðlagt að geyma vatn úr uppvaski til að fylla á klósett og fara ekki oftar en tvisvar í viku í sturtu. 26. janúar 2018 18:28 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49
Hnattræn hlýnun gæti leyst kvikasilfur á norðurhjara úr læðingi Þiðnun freðmýra á norðurskautinu getur haft margþættar og grafalvarlegar afleiðingar fyrir loftslag og umhverfi jarðar. 6. febrúar 2018 11:43
Íbúum Höfðaborgar sagt að skrúfa fyrir klósettkassana Fólki er ráðlagt að geyma vatn úr uppvaski til að fylla á klósett og fara ekki oftar en tvisvar í viku í sturtu. 26. janúar 2018 18:28