Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 10:41 Cameron Kasky og öldungardeildarþingmaðurinn Marco Rubio í Flórída í gær. Vísir/Getty Nemendur Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans í Flórída hafa tröllriðið fjölmiðlum vestanhaf undanfarna daga. Cameron Kasky, einn þeirra nemenda sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. Rubio, sem er öldungardeildarþingmaður fyrir Flórída þar sem skotárásin átti sér stað fyrir rúmri viku síðan, sat fyrir svörum í útsendingu á sjónvarpsstöðinni CNN í gær. Eftirlifendur og aðstandendur fórnarlamba árásarinnar spurðu Rubio m.a. út í afstöðu hans til hertrar byssulöggjafar og fjárframlaga frá Samtökum skotvopnaeigenda, National Rifle Association (NRA).Þjarmað að Rubio Cameron Kasky, nemandi Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans, var sérstaklega aðgangsharður. „Getur þú sagt mér núna að þú munir ekki þiggja eina greiðslu til viðbótar frá Samtökum skotvopnaeigenda?“ spurði Kasky. „Afstaða mín í málum byssulöggjafarinnar er sú sama og fyrsta daginn sem ég varð kjörinn embættismaður Miami-borgar,“ svaraði Rubio og bætti við að aðrir létu heillast af málflutningi sínum og að þetta væri ekki spurning um peninga. „Ég styð hverja þá löggjöf sem kemur í veg fyrir að byssur rati í hendur sturlaðs morðingja,“ sagði Rubio enn fremur. Áhorfendur virtust mjög óánægðir með svör Rubio, sem gat ekki svarað því hreint út hvort hann hygðist hafna frekari greiðslum frá NRA. Samræður Kasky og Rubio má sjá í spilaranum hér að neðan.Hugmyndin um vopnaða kennara óþægileg Í svörum Rubio við öðrum fyrirspurnum kom m.a. fram að hann væri ósammála þeim breytingum sem Bandaríkjaforseti, Donald Trump, boðaði á svokölluðum „áheyrnarfundi“ með nemendum Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans og aðstandendum þeirra í gær. Þar lagði Trump til að kennarar í bandarískum skólum byrjuðu að bera vopn við kennslu til að fyrirbyggja skotárásir. „Mér þykir hugmyndin um að börnin mín gangi í skóla með kennurum sem bera vopn óþægileg,“ sagði Rubio í gær.Sjá einnig: Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Þá vildi hann hækka lágmarksaldur til kaupa á rifflum úr 18 ára og nefndi 21 árs aldur sem mögulegt nýtt viðmið. Rubio var auk þess opinn fyrir því að endurskoða löglega stærð á skothylkjum í byssur, sem hinn almenni Bandaríkjamaður getur keypt sér í verslunum. Rubio var auk þess hrósað fyrir að hafa yfir höfuð látið sjá sig á fundinum en bæði Donald Trump og Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, höfnuðu boði CNN um að sitja fyrir svörum. Sautján létust í skotárás við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland á Flórída á miðvikudag í síðustu viku. Eftirlifandi nemendur hafa vakið mikla athygli fyrir vaska framgöngu sína í baráttu fyrir hertri byssulöggjöf og hafa til að mynda skipulagt fjöldagöngu í nafni málefnisins undir yfirskriftinni March For Our Lives. Gangan fer fram í Washington D.C. og fleiri borgum Bandaríkjanna þann 24. mars næstkomandi. Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Hökkuðu samsæriskenningar um blekkingar nemendanna í sig Helstu spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum komu eftirlifendum skotárásarinnar í skóla í Parkland í Flórída til varnar í þáttum þeirra í gær. 22. febrúar 2018 10:30 Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45 Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fái borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. 21. febrúar 2018 14:21 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Nemendur Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans í Flórída hafa tröllriðið fjölmiðlum vestanhaf undanfarna daga. Cameron Kasky, einn þeirra nemenda sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. Rubio, sem er öldungardeildarþingmaður fyrir Flórída þar sem skotárásin átti sér stað fyrir rúmri viku síðan, sat fyrir svörum í útsendingu á sjónvarpsstöðinni CNN í gær. Eftirlifendur og aðstandendur fórnarlamba árásarinnar spurðu Rubio m.a. út í afstöðu hans til hertrar byssulöggjafar og fjárframlaga frá Samtökum skotvopnaeigenda, National Rifle Association (NRA).Þjarmað að Rubio Cameron Kasky, nemandi Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans, var sérstaklega aðgangsharður. „Getur þú sagt mér núna að þú munir ekki þiggja eina greiðslu til viðbótar frá Samtökum skotvopnaeigenda?“ spurði Kasky. „Afstaða mín í málum byssulöggjafarinnar er sú sama og fyrsta daginn sem ég varð kjörinn embættismaður Miami-borgar,“ svaraði Rubio og bætti við að aðrir létu heillast af málflutningi sínum og að þetta væri ekki spurning um peninga. „Ég styð hverja þá löggjöf sem kemur í veg fyrir að byssur rati í hendur sturlaðs morðingja,“ sagði Rubio enn fremur. Áhorfendur virtust mjög óánægðir með svör Rubio, sem gat ekki svarað því hreint út hvort hann hygðist hafna frekari greiðslum frá NRA. Samræður Kasky og Rubio má sjá í spilaranum hér að neðan.Hugmyndin um vopnaða kennara óþægileg Í svörum Rubio við öðrum fyrirspurnum kom m.a. fram að hann væri ósammála þeim breytingum sem Bandaríkjaforseti, Donald Trump, boðaði á svokölluðum „áheyrnarfundi“ með nemendum Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans og aðstandendum þeirra í gær. Þar lagði Trump til að kennarar í bandarískum skólum byrjuðu að bera vopn við kennslu til að fyrirbyggja skotárásir. „Mér þykir hugmyndin um að börnin mín gangi í skóla með kennurum sem bera vopn óþægileg,“ sagði Rubio í gær.Sjá einnig: Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Þá vildi hann hækka lágmarksaldur til kaupa á rifflum úr 18 ára og nefndi 21 árs aldur sem mögulegt nýtt viðmið. Rubio var auk þess opinn fyrir því að endurskoða löglega stærð á skothylkjum í byssur, sem hinn almenni Bandaríkjamaður getur keypt sér í verslunum. Rubio var auk þess hrósað fyrir að hafa yfir höfuð látið sjá sig á fundinum en bæði Donald Trump og Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, höfnuðu boði CNN um að sitja fyrir svörum. Sautján létust í skotárás við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland á Flórída á miðvikudag í síðustu viku. Eftirlifandi nemendur hafa vakið mikla athygli fyrir vaska framgöngu sína í baráttu fyrir hertri byssulöggjöf og hafa til að mynda skipulagt fjöldagöngu í nafni málefnisins undir yfirskriftinni March For Our Lives. Gangan fer fram í Washington D.C. og fleiri borgum Bandaríkjanna þann 24. mars næstkomandi.
Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Hökkuðu samsæriskenningar um blekkingar nemendanna í sig Helstu spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum komu eftirlifendum skotárásarinnar í skóla í Parkland í Flórída til varnar í þáttum þeirra í gær. 22. febrúar 2018 10:30 Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45 Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fái borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. 21. febrúar 2018 14:21 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Hökkuðu samsæriskenningar um blekkingar nemendanna í sig Helstu spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum komu eftirlifendum skotárásarinnar í skóla í Parkland í Flórída til varnar í þáttum þeirra í gær. 22. febrúar 2018 10:30
Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45
Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fái borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. 21. febrúar 2018 14:21