Byssueigendur reyna að fella niður ný skotvopnalög í Flórída Samúel Karl Ólason skrifar 9. mars 2018 23:44 Lögin voru samin í kjölfar þess að sautján manns létu lífið í skotárás í skóla í Flórída í síðasta mánuði. Vísir/GETTY Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, National Rifle Association, hafa höfðað mál til að reyna að koma í veg fyrir ný skotvopnalög í Flórída. Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, skrifaði nú í kvöld undir lög sem meðal annars gera byssukaup aðila undir 21 árs aldri ólögleg. Í lögsókninni er því haldið fram að lögin brjóti gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna og geri ungum konum sérstaklega erfitt að verja sig með því að takmarka aðgang þeirra að skotvopnum.Farið er fram á að dómarar felli lögin úr gildi. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hækka lögin aldurstakmark við kaup skotvopna, lengja biðtíma kaupenda skotvopna og banna byssuskefti sem gera notendum auðvelt að skjóta skotum úr hálfsjálfvirkum rifflum með gífurlegum hraða.Lögin hafa þó verið gagnrýnd fyrir að skapa svokallað „verndara“ verkefni sem felur í sér að kennarar og starfsmenn skóla megi bera skotvopn í vinnu sinni. Það geta þau gert eftir umtalsverða þjálfun og því fylgir einnig regluleg geðheilbrigðispróf. Lögin voru samin í kjölfar þess að sautján manns létu lífið í skotárás í skóla í Flórída í síðasta mánuði. Myndband frá blaðamannafundi Rick Scott þegar hann skrifaði undir lögin í dag. Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Í lögreglufylgd á fyrsta degi skólahalds eftir skotárás Nemendur menntaskólans í Parkland láta í sér heyra og krefjast þess að breytingar verði gerðar á byssulöggjöf. 28. febrúar 2018 13:59 Trump hvetur þingmenn til að endurskoða skotvopnalög Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatti þingmenn úr báðum flokkum til þess að endurskoða skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna í kjölf mannskæðrar skotárásar í skóla Flórída þar sem 17 létust. 28. febrúar 2018 23:30 Tilbáðu hríðskotabyssur í fjöldabrúðkaupi Athöfnin var á vegum söfnuðarins World Peace and Unification Sanctuary. 1. mars 2018 10:30 Breytingar á skotvopnalögum einni undirskrift frá veruleika Ný skotvopnalöggjöf í Flórída-ríki er einu skrefi nær því að líta dagsins ljós eftir að fulltrúadeild ríkisþingsins samþykkti frumvarp þess efnis í gærkvöldi. 8. mars 2018 06:20 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, National Rifle Association, hafa höfðað mál til að reyna að koma í veg fyrir ný skotvopnalög í Flórída. Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, skrifaði nú í kvöld undir lög sem meðal annars gera byssukaup aðila undir 21 árs aldri ólögleg. Í lögsókninni er því haldið fram að lögin brjóti gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna og geri ungum konum sérstaklega erfitt að verja sig með því að takmarka aðgang þeirra að skotvopnum.Farið er fram á að dómarar felli lögin úr gildi. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hækka lögin aldurstakmark við kaup skotvopna, lengja biðtíma kaupenda skotvopna og banna byssuskefti sem gera notendum auðvelt að skjóta skotum úr hálfsjálfvirkum rifflum með gífurlegum hraða.Lögin hafa þó verið gagnrýnd fyrir að skapa svokallað „verndara“ verkefni sem felur í sér að kennarar og starfsmenn skóla megi bera skotvopn í vinnu sinni. Það geta þau gert eftir umtalsverða þjálfun og því fylgir einnig regluleg geðheilbrigðispróf. Lögin voru samin í kjölfar þess að sautján manns létu lífið í skotárás í skóla í Flórída í síðasta mánuði. Myndband frá blaðamannafundi Rick Scott þegar hann skrifaði undir lögin í dag.
Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Í lögreglufylgd á fyrsta degi skólahalds eftir skotárás Nemendur menntaskólans í Parkland láta í sér heyra og krefjast þess að breytingar verði gerðar á byssulöggjöf. 28. febrúar 2018 13:59 Trump hvetur þingmenn til að endurskoða skotvopnalög Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatti þingmenn úr báðum flokkum til þess að endurskoða skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna í kjölf mannskæðrar skotárásar í skóla Flórída þar sem 17 létust. 28. febrúar 2018 23:30 Tilbáðu hríðskotabyssur í fjöldabrúðkaupi Athöfnin var á vegum söfnuðarins World Peace and Unification Sanctuary. 1. mars 2018 10:30 Breytingar á skotvopnalögum einni undirskrift frá veruleika Ný skotvopnalöggjöf í Flórída-ríki er einu skrefi nær því að líta dagsins ljós eftir að fulltrúadeild ríkisþingsins samþykkti frumvarp þess efnis í gærkvöldi. 8. mars 2018 06:20 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Í lögreglufylgd á fyrsta degi skólahalds eftir skotárás Nemendur menntaskólans í Parkland láta í sér heyra og krefjast þess að breytingar verði gerðar á byssulöggjöf. 28. febrúar 2018 13:59
Trump hvetur þingmenn til að endurskoða skotvopnalög Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatti þingmenn úr báðum flokkum til þess að endurskoða skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna í kjölf mannskæðrar skotárásar í skóla Flórída þar sem 17 létust. 28. febrúar 2018 23:30
Tilbáðu hríðskotabyssur í fjöldabrúðkaupi Athöfnin var á vegum söfnuðarins World Peace and Unification Sanctuary. 1. mars 2018 10:30
Breytingar á skotvopnalögum einni undirskrift frá veruleika Ný skotvopnalöggjöf í Flórída-ríki er einu skrefi nær því að líta dagsins ljós eftir að fulltrúadeild ríkisþingsins samþykkti frumvarp þess efnis í gærkvöldi. 8. mars 2018 06:20