Skripal og dóttir hans urðu fyrir taugaeitri Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2018 17:41 Lögregluþjónar standa vörð við heimili Skripal. Vísir/AFP Fyrrverandi rússneski njósnarinn Sergei Skripal og dóttir hans urðu fyrir taugaeitri samkvæmt lögreglu og liggja þau þungt haldin á gjörgæslu. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð á sunnudaginn. Talið er að um árás hafi verið að ræða og er málið rannsakað sem morðtilraun. Tveir lögregluþjónar og sjúkraflutningamaður urðu einnig fyrir áhrifum efnisins. Annar lögregluþjónninn er í alvarlegu ástandi. Lögreglan hefur ekki gefið upp um hvers konar taugaeitur sé að ræða.Vísir/GraphicNewsSergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var frelsaður árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eitur er byrlað fyrir Rússneskum aðila í Bretlandi og gruna yfirvöld Bretlands þegar að yfirvöld Rússlands hafi komið að árásinni. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, gaf í skyn í gær að England myndi mögulega ekki taka þátt í HM í Rússlandi í sumar vegna málsins.Sjá einnig: Senda Rússum tóninn vegna undarlegra veikinda njósnaraSamkvæmt umfjöllun Guardian er lögreglan í Bretlandi meðal annars að rannsaka hver framkvæmdi árásina, hvort meira sé af taugaeitri í Bretlandi og hvaðan það kom.Efnavopnasérfræðingar segja Guardian að nánast sé ómögulegt að framleiða taugaeitur án mikillar þekkingar og þjálfunar. Þar að auki þurfi sérstakan búnað.If Russia found responsible then US will have to impose new sanctions under the 1991 Chemical and Biological Weapons Control Act--we just slapped those on North Korea for the use of VX to assassinate Kiim Jong Namhttps://t.co/VXn58bBxcl— Gregory Koblentz (@gregkoblentz) March 7, 2018 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Fyrrverandi rússneski njósnarinn Sergei Skripal og dóttir hans urðu fyrir taugaeitri samkvæmt lögreglu og liggja þau þungt haldin á gjörgæslu. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð á sunnudaginn. Talið er að um árás hafi verið að ræða og er málið rannsakað sem morðtilraun. Tveir lögregluþjónar og sjúkraflutningamaður urðu einnig fyrir áhrifum efnisins. Annar lögregluþjónninn er í alvarlegu ástandi. Lögreglan hefur ekki gefið upp um hvers konar taugaeitur sé að ræða.Vísir/GraphicNewsSergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var frelsaður árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eitur er byrlað fyrir Rússneskum aðila í Bretlandi og gruna yfirvöld Bretlands þegar að yfirvöld Rússlands hafi komið að árásinni. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, gaf í skyn í gær að England myndi mögulega ekki taka þátt í HM í Rússlandi í sumar vegna málsins.Sjá einnig: Senda Rússum tóninn vegna undarlegra veikinda njósnaraSamkvæmt umfjöllun Guardian er lögreglan í Bretlandi meðal annars að rannsaka hver framkvæmdi árásina, hvort meira sé af taugaeitri í Bretlandi og hvaðan það kom.Efnavopnasérfræðingar segja Guardian að nánast sé ómögulegt að framleiða taugaeitur án mikillar þekkingar og þjálfunar. Þar að auki þurfi sérstakan búnað.If Russia found responsible then US will have to impose new sanctions under the 1991 Chemical and Biological Weapons Control Act--we just slapped those on North Korea for the use of VX to assassinate Kiim Jong Namhttps://t.co/VXn58bBxcl— Gregory Koblentz (@gregkoblentz) March 7, 2018
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira