Senda Rússum tóninn vegna undarlegra veikinda njósnara Samúel Karl Ólason skrifar 6. mars 2018 17:40 Sergei Skripal í dómssal árið 2006 þegar hann var fangelsaður fyrir njósnir. Vísir/EPA Yfirvöld Bretlands segjast tilbúin til að bregðast við af hörku ef í ljós kemur að Rússar hafi verið á bak við undarleg veikindi fyrrverandi rússnesks njósnara sem gekk til liðs við Breta. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, segir að Sergei Skripal, fyrrverandi yfirmaður innan GRU leyniþjónustunnar, og 33 ára gömul dóttir hans hafi fundist meðvitundarlaus á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð á sunnudaginn. Lögreglan segir þau hafa orðið fyrir áhrifum óþekkts efnis og eru þau bæði á gjörgæslu í alvarlegu ástandi. Tveir lögregluþjónar urðu einnig fyrir áhrifum efnisins en þeir eru sagðir hafa náð sér að fullu. Þar að auki er einn sjúkraflutningamaður á sjúkrahúsi.Sergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var frelsaður árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu. Johnson sagði þingmönnum í dag að enn væri ekki vitað nákvæmlega hvað hefði gerst. Hins vegar grunaði yfirvöld að Rússar stæðu að baki veikindum feðginanna. „Það er ljóst að Rússland, því miður, er nú að mörgu leyti illt og spillandi afl og Bretland er í forystu meðal þjóða heimsins í að koma í veg fyrir aðgerðir þeirra,“ sagði Johnson samkvæmt frétt Reuters.Líkindi með dauða LitvenkoJohnson, sem vitnaði í dauða njósnarans Alexander Litvenko sem dó árið 2006 eftir að eitrað hafði verið fyrir honum, sagði einnig að ef í ljós kæmi að Rússar hefðu reynt að myrða Skripal væri „erfitt að sjá“ hvernig Bretar gætu tekið þátt í Heimsmeistarakeppninni í fótbolta sem fram fer í Rússlandi í sumar „með eðlilegum hætti“. Eitrað var fyrir hinum 43 ára Litvinenko þann 1. nóvember 2006 með geislavirka efninu pólon-210, en því hafði verið komið fyrir í tebolla sem hann drakk úr. Hann lést þann 23. nóvember sama ár. Á dánarbeði sínu gaf hann frá sér tilkynningu þar sem hann ásakaði Putin um að vera að baki ódæðinu. Í skýrslu sem bresk stjórnvöld birtu árið 2016 er því haldið fram að Putin og Nikolai Patrushev, yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar hafi fyrirskipað morðið á Litvenko. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar segjast ekkert vita um veikindi fyrrverandi njósnara Veikindi rússnesks njósnara í Bretlandi þykja minna á þegar eitrað var fyrir rússneskum andófsmanni þar fyrir tólf árum. 6. mars 2018 10:56 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Yfirvöld Bretlands segjast tilbúin til að bregðast við af hörku ef í ljós kemur að Rússar hafi verið á bak við undarleg veikindi fyrrverandi rússnesks njósnara sem gekk til liðs við Breta. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, segir að Sergei Skripal, fyrrverandi yfirmaður innan GRU leyniþjónustunnar, og 33 ára gömul dóttir hans hafi fundist meðvitundarlaus á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð á sunnudaginn. Lögreglan segir þau hafa orðið fyrir áhrifum óþekkts efnis og eru þau bæði á gjörgæslu í alvarlegu ástandi. Tveir lögregluþjónar urðu einnig fyrir áhrifum efnisins en þeir eru sagðir hafa náð sér að fullu. Þar að auki er einn sjúkraflutningamaður á sjúkrahúsi.Sergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var frelsaður árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu. Johnson sagði þingmönnum í dag að enn væri ekki vitað nákvæmlega hvað hefði gerst. Hins vegar grunaði yfirvöld að Rússar stæðu að baki veikindum feðginanna. „Það er ljóst að Rússland, því miður, er nú að mörgu leyti illt og spillandi afl og Bretland er í forystu meðal þjóða heimsins í að koma í veg fyrir aðgerðir þeirra,“ sagði Johnson samkvæmt frétt Reuters.Líkindi með dauða LitvenkoJohnson, sem vitnaði í dauða njósnarans Alexander Litvenko sem dó árið 2006 eftir að eitrað hafði verið fyrir honum, sagði einnig að ef í ljós kæmi að Rússar hefðu reynt að myrða Skripal væri „erfitt að sjá“ hvernig Bretar gætu tekið þátt í Heimsmeistarakeppninni í fótbolta sem fram fer í Rússlandi í sumar „með eðlilegum hætti“. Eitrað var fyrir hinum 43 ára Litvinenko þann 1. nóvember 2006 með geislavirka efninu pólon-210, en því hafði verið komið fyrir í tebolla sem hann drakk úr. Hann lést þann 23. nóvember sama ár. Á dánarbeði sínu gaf hann frá sér tilkynningu þar sem hann ásakaði Putin um að vera að baki ódæðinu. Í skýrslu sem bresk stjórnvöld birtu árið 2016 er því haldið fram að Putin og Nikolai Patrushev, yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar hafi fyrirskipað morðið á Litvenko.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar segjast ekkert vita um veikindi fyrrverandi njósnara Veikindi rússnesks njósnara í Bretlandi þykja minna á þegar eitrað var fyrir rússneskum andófsmanni þar fyrir tólf árum. 6. mars 2018 10:56 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Rússar segjast ekkert vita um veikindi fyrrverandi njósnara Veikindi rússnesks njósnara í Bretlandi þykja minna á þegar eitrað var fyrir rússneskum andófsmanni þar fyrir tólf árum. 6. mars 2018 10:56