Þögn frá vesturveldunum vegna sigurs Pútíns Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. mars 2018 11:16 Vladimir Pútín hefur verið við völd í Rússlandi, meira og minna frá árinu 2000. Vísir/AFP Leiðtogar víða um heim hafa óskað Vladimir Pútín, forseta Rússlands, til hamingju með sigurinn í forsetakosningunum þar í landi. Leiðtogar vestrænna ríkja hafa hins vegar ekki enn tjáð sig um úrslit kosninganna. BBC greinir frá. Sigur Pútín var afgerandi og hlaut hann 76 prósent atvæða í kosningunum. Vakið hefur athygli að sigur Pútín nú er stærri en árið 2012 þegar síðast var kosið. Þá hlaut hann 64 prósent atkvæða. Xi Jinping, forseti Kína, óskaði kollega sínum í Rússlandi innilega til hamingju með sigurinn og lagði áherslu á að samband Kína og Rússland hafi aldrei verið betra en nú. Leiðtogar Hvíta-Rússlands, Bolívíu, Venesúela, og Kúbu óskuðu Pútín einnig til hamingju með sigurinn. Leiðtogar vestrænna ríkja hafa sem fyrr ekki tjáð sig um úrslitin en vaxandi spenna er í samskiptum vestrænna ríkja við Rússland, ekki síst eftir meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Þá hafa Rússar einnig verið sakaðir um að hafa staðið að baki taugaeitursárás á Sergei Skripal, og dóttur hans, en Skripal starfaði á árum áður sem rússneskur njósnari.Vísir/GraphicnewsFederica Mogherini, utanríkismálastjóri ESB, vildi ekki tjá sig um úrslit kosninganna er hún mætti á fund utanríkisráðherra ESB í Brussel í dag. Þess í stað fordæmdi hún taugaeitursárásina á Skripal og dóttur hans. Úrslit kosninganna í Rússlandi koma ekki á óvart en fastlega var gert ráð fyrir öruggum sigri Pútín. Næsti andstæðingur hans hlaut þrettán prósent. Lögmæti kosninganna hefur verið dregin í efa en myndbönd frá kjörstöðum gefa til kynna að ekki hafi allt verið með felldu. Golos, sjálfstæður eftirlitsaðili með kosningunum, hefur bent á hundruð dæma sem þykja sýna að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað. Meðal þess er þetta myndband sem tekið var á kjörstað þar sem sjá má blöðrur fara fyrir myndavél sem beint var að talningarmönnum á kjörstað. Ella Pamfilova, formaður yfirkjörstjórnar Rússlands, segir þó að fjöldi kvartanna sé helmingi færri en síðast þegar kosið var, og enginn þeirra teljist alvarleg.Комиссия №268 в Кемерово решила, что шарики - хороший способ закрыть видеокамеру и спокойно приступить к подсчету https://t.co/zJSNxoH8i5 pic.twitter.com/qMwJCkTZO1— Движение Голос (@golosinfo) March 18, 2018 Kína Kúba Tengdar fréttir Pútín endurkjörinn forseti Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bar sigur úr sigur í býtum í forsetakosningum þar í landi sem haldnar voru í dag. 18. mars 2018 18:35 Rússar standi ekki að baki árásinni: „þvaður, blaður, og vitleysa“ Pútín þvertekur fyrir að Rússar hafi staðið að morðtilræðinu. 18. mars 2018 22:29 Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Leiðtogar víða um heim hafa óskað Vladimir Pútín, forseta Rússlands, til hamingju með sigurinn í forsetakosningunum þar í landi. Leiðtogar vestrænna ríkja hafa hins vegar ekki enn tjáð sig um úrslit kosninganna. BBC greinir frá. Sigur Pútín var afgerandi og hlaut hann 76 prósent atvæða í kosningunum. Vakið hefur athygli að sigur Pútín nú er stærri en árið 2012 þegar síðast var kosið. Þá hlaut hann 64 prósent atkvæða. Xi Jinping, forseti Kína, óskaði kollega sínum í Rússlandi innilega til hamingju með sigurinn og lagði áherslu á að samband Kína og Rússland hafi aldrei verið betra en nú. Leiðtogar Hvíta-Rússlands, Bolívíu, Venesúela, og Kúbu óskuðu Pútín einnig til hamingju með sigurinn. Leiðtogar vestrænna ríkja hafa sem fyrr ekki tjáð sig um úrslitin en vaxandi spenna er í samskiptum vestrænna ríkja við Rússland, ekki síst eftir meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Þá hafa Rússar einnig verið sakaðir um að hafa staðið að baki taugaeitursárás á Sergei Skripal, og dóttur hans, en Skripal starfaði á árum áður sem rússneskur njósnari.Vísir/GraphicnewsFederica Mogherini, utanríkismálastjóri ESB, vildi ekki tjá sig um úrslit kosninganna er hún mætti á fund utanríkisráðherra ESB í Brussel í dag. Þess í stað fordæmdi hún taugaeitursárásina á Skripal og dóttur hans. Úrslit kosninganna í Rússlandi koma ekki á óvart en fastlega var gert ráð fyrir öruggum sigri Pútín. Næsti andstæðingur hans hlaut þrettán prósent. Lögmæti kosninganna hefur verið dregin í efa en myndbönd frá kjörstöðum gefa til kynna að ekki hafi allt verið með felldu. Golos, sjálfstæður eftirlitsaðili með kosningunum, hefur bent á hundruð dæma sem þykja sýna að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað. Meðal þess er þetta myndband sem tekið var á kjörstað þar sem sjá má blöðrur fara fyrir myndavél sem beint var að talningarmönnum á kjörstað. Ella Pamfilova, formaður yfirkjörstjórnar Rússlands, segir þó að fjöldi kvartanna sé helmingi færri en síðast þegar kosið var, og enginn þeirra teljist alvarleg.Комиссия №268 в Кемерово решила, что шарики - хороший способ закрыть видеокамеру и спокойно приступить к подсчету https://t.co/zJSNxoH8i5 pic.twitter.com/qMwJCkTZO1— Движение Голос (@golosinfo) March 18, 2018
Kína Kúba Tengdar fréttir Pútín endurkjörinn forseti Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bar sigur úr sigur í býtum í forsetakosningum þar í landi sem haldnar voru í dag. 18. mars 2018 18:35 Rússar standi ekki að baki árásinni: „þvaður, blaður, og vitleysa“ Pútín þvertekur fyrir að Rússar hafi staðið að morðtilræðinu. 18. mars 2018 22:29 Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Pútín endurkjörinn forseti Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bar sigur úr sigur í býtum í forsetakosningum þar í landi sem haldnar voru í dag. 18. mars 2018 18:35
Rússar standi ekki að baki árásinni: „þvaður, blaður, og vitleysa“ Pútín þvertekur fyrir að Rússar hafi staðið að morðtilræðinu. 18. mars 2018 22:29