Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2018 10:32 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússland. Vísir/AFP Yfirvöld Rússlands munu vísa breskum erindrekum úr landi á næstunni. Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi, sem yfirvöld Bretlands hafa sakað Rússa um.Samkvæmt frétt BBC sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, við blaðamenn þar í landi að breskum erindrekum yrði „pottþétt“ vísað úr landi og það myndi gerast brátt.Sjá einnig: Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landiYfirvöld Bretlands segja taugaeitrið hafa verið framleitt í Rússlandi. Eitrið er sagt tilheyra eiturflokknum Novichok en ekki hefur verið gefið út nánar hvaða eitur var notað.„Geðveikar“ ásakanir Rússar þvertaka fyrir að hafa komið að morðtilrauninni og hafa farið fram á að fá aðgang að sönnunargögnum Breta. Utanríkisráðuneyti Rússlands sagði í morgun að ásakanir Breta væru „geðveikar“ og þær beindust gegn allri rússnesku þjóðinni.Maria Zakharova, talskona utanríkisráðuneytisins, sagði að enn væri verið að vinna í mótaðgerðum Rússlands. Hún sakaði Breta um að neita að vinna með Rússum og að þeim hefði borist nein sönnunargögn eins og til dæmis sýni af taugaeitrinu sem notað var. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, sakaði yfirvöld Rússlands um að stæra sig af árásinni og að þeir hefðu sérstaklega notað eitur frá tímum Sovétríkjanna til að senda andstæðingum Vladimir Putin, forseta Rússlands, viðvörun.„Rússland er eina landið sem vitað er að hafi þróað þetta taugaeitur. Ég er hræddur um að sönnunargögnin bendi eindregið á Rússland,“ sagði Johnson. Þá sagði hann að kaldhæðin og sjálfumglöð svör Rússlands bentu enn fremur til sektar Rússlands. „Á sama tíma og þeir neita eru þeir að stæra sig af árásinni.“Fangelsaður í Rússlandi fyrir svik Auk þess að vísa Rússunum úr landi ætla Bretar að auka eftirlit með einkaflugum Rússa til Bretlands og tollgæslu gagnvart vörum frá Rússlandi. Að frysta eigur rússneska ríkisins sem sönnunargögn benda til að hafa verið notaðar til að ógna lífum eða eigum Breta og íbúa Bretlands. Þar að auki munu ráðherrar og konungsfjölskylda Bretlands sniðganga HM í sumar. Sergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var frelsaður árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu. Feðginin Sergei og Yulia Skripal urðu fyrir eiturefnaárás á sunnudaginn 4. mars og liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00 Corbyn gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við ásökunum gegn Rússum Leiðtogi breska Verkamannaflokksins fordæmdi ekki stjórnvöld í Kreml fyrir taugaeiturstilræði í Bretlandi þegar viðbrögð breskra stjórnvalda voru rædd í þinginu í dag. 14. mars 2018 16:27 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Yfirvöld Rússlands munu vísa breskum erindrekum úr landi á næstunni. Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi, sem yfirvöld Bretlands hafa sakað Rússa um.Samkvæmt frétt BBC sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, við blaðamenn þar í landi að breskum erindrekum yrði „pottþétt“ vísað úr landi og það myndi gerast brátt.Sjá einnig: Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landiYfirvöld Bretlands segja taugaeitrið hafa verið framleitt í Rússlandi. Eitrið er sagt tilheyra eiturflokknum Novichok en ekki hefur verið gefið út nánar hvaða eitur var notað.„Geðveikar“ ásakanir Rússar þvertaka fyrir að hafa komið að morðtilrauninni og hafa farið fram á að fá aðgang að sönnunargögnum Breta. Utanríkisráðuneyti Rússlands sagði í morgun að ásakanir Breta væru „geðveikar“ og þær beindust gegn allri rússnesku þjóðinni.Maria Zakharova, talskona utanríkisráðuneytisins, sagði að enn væri verið að vinna í mótaðgerðum Rússlands. Hún sakaði Breta um að neita að vinna með Rússum og að þeim hefði borist nein sönnunargögn eins og til dæmis sýni af taugaeitrinu sem notað var. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, sakaði yfirvöld Rússlands um að stæra sig af árásinni og að þeir hefðu sérstaklega notað eitur frá tímum Sovétríkjanna til að senda andstæðingum Vladimir Putin, forseta Rússlands, viðvörun.„Rússland er eina landið sem vitað er að hafi þróað þetta taugaeitur. Ég er hræddur um að sönnunargögnin bendi eindregið á Rússland,“ sagði Johnson. Þá sagði hann að kaldhæðin og sjálfumglöð svör Rússlands bentu enn fremur til sektar Rússlands. „Á sama tíma og þeir neita eru þeir að stæra sig af árásinni.“Fangelsaður í Rússlandi fyrir svik Auk þess að vísa Rússunum úr landi ætla Bretar að auka eftirlit með einkaflugum Rússa til Bretlands og tollgæslu gagnvart vörum frá Rússlandi. Að frysta eigur rússneska ríkisins sem sönnunargögn benda til að hafa verið notaðar til að ógna lífum eða eigum Breta og íbúa Bretlands. Þar að auki munu ráðherrar og konungsfjölskylda Bretlands sniðganga HM í sumar. Sergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var frelsaður árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu. Feðginin Sergei og Yulia Skripal urðu fyrir eiturefnaárás á sunnudaginn 4. mars og liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00 Corbyn gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við ásökunum gegn Rússum Leiðtogi breska Verkamannaflokksins fordæmdi ekki stjórnvöld í Kreml fyrir taugaeiturstilræði í Bretlandi þegar viðbrögð breskra stjórnvalda voru rædd í þinginu í dag. 14. mars 2018 16:27 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52
Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00
Corbyn gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við ásökunum gegn Rússum Leiðtogi breska Verkamannaflokksins fordæmdi ekki stjórnvöld í Kreml fyrir taugaeiturstilræði í Bretlandi þegar viðbrögð breskra stjórnvalda voru rædd í þinginu í dag. 14. mars 2018 16:27