Bretar sagðir íhuga að hefta aðgengi rússneskra auðkýfinga að „Londongrad“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. mars 2018 22:38 Bresk yfirvöld velta fyrir sér aðgerðum eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnara. Vísir/Getty Breskur þingmaður hefur lagt til að aðgengi rússneskra auðjöfra að London verði heft eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi rússneskum njósnara og dóttur hans. Njósnarinn fyrrverandi heitir Sergei Skripal, 66 ára, en dóttir hans heitir Yulia, 33 ára. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk í verslunarmiðstöð í Salisbury í Wiltshire í suðurhluta Englands. Engir sjáanlegir áverkar voru á þeim. Þau liggja nú þungt haldin á sjúkrahúsi en líðan þeirra er sögð stöðug. Skripal var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir njósnir í þágu Breta í Rússlandi árið 2006. Honum var sleppt fjórum áður síðar og veitt hæli á Bretlandi. Taugaeitrið sem þeim var byrlað er af tegundinni Novichok en það var þróað í Sovétríkjunum sálugu. Theresa May, forsætisráðherra Breta, sagði á breska þinginu í gær að grunur breskra yfirvalda beindist að Rússum í þessu máli. Sagði hún afar líklegt að rússnesk yfirvöld bæru annað hvort beina ábyrgð á tilræðinu eða þá að yfirvöld þar í landi hafi komið því í kring að eitrið hafnaði í höndum tilræðismanna. Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich.Vísir/GettyBresk yfirvöld hafa gefið Vladimir Putin, forseta Rússlands, frest fram á miðnætti í kvöld til að veita útskýringar á þessari árás. Íhuga bresk yfirvöld aðgerðir gegn Rússum vegna málsins en bresk þingmaðurinn Tom Tugendhat lagði fram tillögu sem gæti gert það að verkum að aðgengi olígarka, sem stórauðugustu á einkavæðingu í Rússlandi eftir fall Sovétríkjanna, að höfuðborg Breta, London, verði heft.Greint er frá þessu á vef Reuters en þar segir að margir af þessum olígörkum hafi flutt auðæfi sín, fyrirtæki og fjölskyldur til London. Á meðal þekktra olígarka sem þar eru má nefna Roman Abramovich og Alisher Usmanov sem eru stærstu eigendur knattspyrnuliðanna Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Í frétt Reuters er London sögð hafa fengið viðurnefnið „Londongrad“ vegna vinsælda hennar hjá rússneskum auðjöfrum. Bandaríska fjármálaráðuneytið birti í janúar síðastliðnum lista yfir 96 rússneska olígarka og segir Reuters að um tíu til fimmtán prósent séu í nánum tengslum við Bretland. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57 Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Skripal og dóttir hans urðu fyrir taugaeitri Talið er að um árás hafi verið að ræða og er málið rannsakað sem morðtilraun. 7. mars 2018 17:41 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Breskur þingmaður hefur lagt til að aðgengi rússneskra auðjöfra að London verði heft eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi rússneskum njósnara og dóttur hans. Njósnarinn fyrrverandi heitir Sergei Skripal, 66 ára, en dóttir hans heitir Yulia, 33 ára. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk í verslunarmiðstöð í Salisbury í Wiltshire í suðurhluta Englands. Engir sjáanlegir áverkar voru á þeim. Þau liggja nú þungt haldin á sjúkrahúsi en líðan þeirra er sögð stöðug. Skripal var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir njósnir í þágu Breta í Rússlandi árið 2006. Honum var sleppt fjórum áður síðar og veitt hæli á Bretlandi. Taugaeitrið sem þeim var byrlað er af tegundinni Novichok en það var þróað í Sovétríkjunum sálugu. Theresa May, forsætisráðherra Breta, sagði á breska þinginu í gær að grunur breskra yfirvalda beindist að Rússum í þessu máli. Sagði hún afar líklegt að rússnesk yfirvöld bæru annað hvort beina ábyrgð á tilræðinu eða þá að yfirvöld þar í landi hafi komið því í kring að eitrið hafnaði í höndum tilræðismanna. Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich.Vísir/GettyBresk yfirvöld hafa gefið Vladimir Putin, forseta Rússlands, frest fram á miðnætti í kvöld til að veita útskýringar á þessari árás. Íhuga bresk yfirvöld aðgerðir gegn Rússum vegna málsins en bresk þingmaðurinn Tom Tugendhat lagði fram tillögu sem gæti gert það að verkum að aðgengi olígarka, sem stórauðugustu á einkavæðingu í Rússlandi eftir fall Sovétríkjanna, að höfuðborg Breta, London, verði heft.Greint er frá þessu á vef Reuters en þar segir að margir af þessum olígörkum hafi flutt auðæfi sín, fyrirtæki og fjölskyldur til London. Á meðal þekktra olígarka sem þar eru má nefna Roman Abramovich og Alisher Usmanov sem eru stærstu eigendur knattspyrnuliðanna Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Í frétt Reuters er London sögð hafa fengið viðurnefnið „Londongrad“ vegna vinsælda hennar hjá rússneskum auðjöfrum. Bandaríska fjármálaráðuneytið birti í janúar síðastliðnum lista yfir 96 rússneska olígarka og segir Reuters að um tíu til fimmtán prósent séu í nánum tengslum við Bretland.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57 Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Skripal og dóttir hans urðu fyrir taugaeitri Talið er að um árás hafi verið að ræða og er málið rannsakað sem morðtilraun. 7. mars 2018 17:41 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57
Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00
Skripal og dóttir hans urðu fyrir taugaeitri Talið er að um árás hafi verið að ræða og er málið rannsakað sem morðtilraun. 7. mars 2018 17:41