Skripal-feðginin liggja enn þungt haldin Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 10. mars 2018 18:53 Sérfræðingar að störfum á vettvangi í Salisbury. Vísir/AFP Feðginin Sergei og Yulia Skripal, sem urðu fyrir eiturefnaárás á sunnudaginn var, liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi. Ástand þeirra er þó talið stöðugt. BBC greinir frá þessu. Sergei Skripal er fyrrverandi rússneskur njósnari en hann var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa gefið leyniþjónustu Bretlands upplýsingar um útsendara Rússa í Evrópu. Sergei fannst meðvitundarlaus á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð í Salisbury á sunnudaginn var ásamt dóttur sinni, hinni 33 ára gömlu Yuliu. Lögregluþjónninn Nick Bailey, sem veiktist er hann reyndi að koma feðginunum til bjargar, er kominn til meðvitundar en ástand hans er enn alvarlegt. Amber Rudd, innanríkisráðherra Breta, á vettvangi.visir/gettyRannsókn málsins eykst að umfangi Aukið púður hefur verið sett í rannsókn málsins en um 250 starfsmenn hryðjuverkadeildar lögreglunnar leggja nú sitt af mörkum. 200 vitni hafa verið auðkennd auk þess sem verið er að rannsaka yfir 240 sönnunargögn. Cobra-öryggisráðið fundaði vegna málsins síðdegis í dag en Amber Rudd, innanríkisráðherra Breta, sagði í kjölfar fundarins að yfirvöld reyndu hvað þau gætu til þess að hafa uppi á þeim sem bera ábyrgð á tilræðinu. Jarðneskar leifar eiginkonu Skripals, Ludmilu, voru grafnar upp í gær vegna rannsóknarinnar en samkvæmt dánarvottorði var banamein hennar krabbamein. Sonur þeirra hjóna, Alexander, lést í Sankti Pétursborg í fyrra en dánarorsök hans er ókunn. Líkamsleifar hans voru brenndar og munu því ekki nýtast rannsókninni. Rússnesk yfirvöld hafa þvertekið fyrir að eiga nokkra hlutdeild í tilræðinu en Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, hefur ýjað að því að England muni mögulega draga sig úr HM í fótbolta sem fer fram í Rússlandi í sumar. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Fyrrverandi njósnari í lífshættu eftir að hafa komist í snertingu við óþekkt efni Fyrrverandi rússneskur njósnari liggur nú þungt haldinn á spítala í Bretlandi eftir að hann komst í snertingu við óþekkt efni í verslunarmiðstöð í Bretlandi í gær. 5. mars 2018 18:59 Rússar segjast ekkert vita um veikindi fyrrverandi njósnara Veikindi rússnesks njósnara í Bretlandi þykja minna á þegar eitrað var fyrir rússneskum andófsmanni þar fyrir tólf árum. 6. mars 2018 10:56 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Feðginin Sergei og Yulia Skripal, sem urðu fyrir eiturefnaárás á sunnudaginn var, liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi. Ástand þeirra er þó talið stöðugt. BBC greinir frá þessu. Sergei Skripal er fyrrverandi rússneskur njósnari en hann var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa gefið leyniþjónustu Bretlands upplýsingar um útsendara Rússa í Evrópu. Sergei fannst meðvitundarlaus á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð í Salisbury á sunnudaginn var ásamt dóttur sinni, hinni 33 ára gömlu Yuliu. Lögregluþjónninn Nick Bailey, sem veiktist er hann reyndi að koma feðginunum til bjargar, er kominn til meðvitundar en ástand hans er enn alvarlegt. Amber Rudd, innanríkisráðherra Breta, á vettvangi.visir/gettyRannsókn málsins eykst að umfangi Aukið púður hefur verið sett í rannsókn málsins en um 250 starfsmenn hryðjuverkadeildar lögreglunnar leggja nú sitt af mörkum. 200 vitni hafa verið auðkennd auk þess sem verið er að rannsaka yfir 240 sönnunargögn. Cobra-öryggisráðið fundaði vegna málsins síðdegis í dag en Amber Rudd, innanríkisráðherra Breta, sagði í kjölfar fundarins að yfirvöld reyndu hvað þau gætu til þess að hafa uppi á þeim sem bera ábyrgð á tilræðinu. Jarðneskar leifar eiginkonu Skripals, Ludmilu, voru grafnar upp í gær vegna rannsóknarinnar en samkvæmt dánarvottorði var banamein hennar krabbamein. Sonur þeirra hjóna, Alexander, lést í Sankti Pétursborg í fyrra en dánarorsök hans er ókunn. Líkamsleifar hans voru brenndar og munu því ekki nýtast rannsókninni. Rússnesk yfirvöld hafa þvertekið fyrir að eiga nokkra hlutdeild í tilræðinu en Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, hefur ýjað að því að England muni mögulega draga sig úr HM í fótbolta sem fer fram í Rússlandi í sumar.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Fyrrverandi njósnari í lífshættu eftir að hafa komist í snertingu við óþekkt efni Fyrrverandi rússneskur njósnari liggur nú þungt haldinn á spítala í Bretlandi eftir að hann komst í snertingu við óþekkt efni í verslunarmiðstöð í Bretlandi í gær. 5. mars 2018 18:59 Rússar segjast ekkert vita um veikindi fyrrverandi njósnara Veikindi rússnesks njósnara í Bretlandi þykja minna á þegar eitrað var fyrir rússneskum andófsmanni þar fyrir tólf árum. 6. mars 2018 10:56 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Fyrrverandi njósnari í lífshættu eftir að hafa komist í snertingu við óþekkt efni Fyrrverandi rússneskur njósnari liggur nú þungt haldinn á spítala í Bretlandi eftir að hann komst í snertingu við óþekkt efni í verslunarmiðstöð í Bretlandi í gær. 5. mars 2018 18:59
Rússar segjast ekkert vita um veikindi fyrrverandi njósnara Veikindi rússnesks njósnara í Bretlandi þykja minna á þegar eitrað var fyrir rússneskum andófsmanni þar fyrir tólf árum. 6. mars 2018 10:56