Segir litlar líkur á að Skripal-feðginin lifi af Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. mars 2018 09:06 Frá vettvangi í Salisbury fyrr í mánuðinum. vísir/epa Viktoria Skripal, frænka þeirra Sergei og Yuliu Skripal, segir litlar líkur á að feðginin lifi af en þau urðu fyrir taugaeitursárás í enska bænum Salisbury fyrr í mánuðinum. Viktoria segir batahorfurnar ekki góðar. „Af 99 prósent er von mín kannski eitt prósent. Hvað sem eitrið var þá eru lífslíkur þeirra litlar og þau munu verða örkumla svo lengi sem þau lifa,“ sagði Viktoria í samtali við BBC en fjallað er um málið á vef Guardian. Hún greindi jafnframt frá því að móður Sergei Skripal hefði ekki verið sagt frá málinu. Þau hafi viljað vernda hana og því passað að hún myndi hvorki heyra né sjá neitt um málið. Eins og greint hefur verið frá hafa um tuttugu ríki vísað rússneskum erindrekum úr landi vegna gruns um að rússnesk yfirvöld standi á bak við árásina á Skripal-feðginin. Eitrið sem notað var í árásinni má rekja til Rússa að sögn breskra yfirvalda. Yfirvöld í Rússlandi þvertaka fyrir að hafa haft eitthvað með árásina að gera. Hefur yfir 100 erindrekum verið vísað frá vestrænum ríkjum en Rússar hafa heitið því að svara aðgerðunum af fullri hörku. Íslendingar taka þátt í þessum aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússum með því að hætta öllum tvíhliða samskiptum við Rússa auk þess sem ráðamenn héðan munu ekki mæta á heimsmeistaramótið í Rússlandi sem fram fer í sumar. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Vilja reka rússneska njósnara úr landi en finna enga Forsætisráðherra Nýja Sjálands segir það ekki koma sér á óvart að landið sé ekki ofarlega á lista Rússa. 27. mars 2018 10:50 Aðgerðir Íslendinga gegn Rússum í samræmi við stærð ríkisins Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. 27. mars 2018 06:00 BNA kúgi bandamenn sína til að reka Rússa á dyr Rússar eru óhressir með að rúmlega hundrað erindrekar þurfi að snúa aftur til síns heima. Lavrov segir Bandaríkjamenn hafa þvingað bandamenn sína til þess að vísa Rússum úr landi en þessir sömu bandamenn séu hins vegar að biðja Rússa afsökunar í laumi. Fjölmiðlar Rússa taka undir með yfirvöldum. 28. mars 2018 06:00 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Viktoria Skripal, frænka þeirra Sergei og Yuliu Skripal, segir litlar líkur á að feðginin lifi af en þau urðu fyrir taugaeitursárás í enska bænum Salisbury fyrr í mánuðinum. Viktoria segir batahorfurnar ekki góðar. „Af 99 prósent er von mín kannski eitt prósent. Hvað sem eitrið var þá eru lífslíkur þeirra litlar og þau munu verða örkumla svo lengi sem þau lifa,“ sagði Viktoria í samtali við BBC en fjallað er um málið á vef Guardian. Hún greindi jafnframt frá því að móður Sergei Skripal hefði ekki verið sagt frá málinu. Þau hafi viljað vernda hana og því passað að hún myndi hvorki heyra né sjá neitt um málið. Eins og greint hefur verið frá hafa um tuttugu ríki vísað rússneskum erindrekum úr landi vegna gruns um að rússnesk yfirvöld standi á bak við árásina á Skripal-feðginin. Eitrið sem notað var í árásinni má rekja til Rússa að sögn breskra yfirvalda. Yfirvöld í Rússlandi þvertaka fyrir að hafa haft eitthvað með árásina að gera. Hefur yfir 100 erindrekum verið vísað frá vestrænum ríkjum en Rússar hafa heitið því að svara aðgerðunum af fullri hörku. Íslendingar taka þátt í þessum aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússum með því að hætta öllum tvíhliða samskiptum við Rússa auk þess sem ráðamenn héðan munu ekki mæta á heimsmeistaramótið í Rússlandi sem fram fer í sumar.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Vilja reka rússneska njósnara úr landi en finna enga Forsætisráðherra Nýja Sjálands segir það ekki koma sér á óvart að landið sé ekki ofarlega á lista Rússa. 27. mars 2018 10:50 Aðgerðir Íslendinga gegn Rússum í samræmi við stærð ríkisins Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. 27. mars 2018 06:00 BNA kúgi bandamenn sína til að reka Rússa á dyr Rússar eru óhressir með að rúmlega hundrað erindrekar þurfi að snúa aftur til síns heima. Lavrov segir Bandaríkjamenn hafa þvingað bandamenn sína til þess að vísa Rússum úr landi en þessir sömu bandamenn séu hins vegar að biðja Rússa afsökunar í laumi. Fjölmiðlar Rússa taka undir með yfirvöldum. 28. mars 2018 06:00 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Vilja reka rússneska njósnara úr landi en finna enga Forsætisráðherra Nýja Sjálands segir það ekki koma sér á óvart að landið sé ekki ofarlega á lista Rússa. 27. mars 2018 10:50
Aðgerðir Íslendinga gegn Rússum í samræmi við stærð ríkisins Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. 27. mars 2018 06:00
BNA kúgi bandamenn sína til að reka Rússa á dyr Rússar eru óhressir með að rúmlega hundrað erindrekar þurfi að snúa aftur til síns heima. Lavrov segir Bandaríkjamenn hafa þvingað bandamenn sína til þess að vísa Rússum úr landi en þessir sömu bandamenn séu hins vegar að biðja Rússa afsökunar í laumi. Fjölmiðlar Rússa taka undir með yfirvöldum. 28. mars 2018 06:00
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila