Utanríkisráðherra Rússa segir Bandaríkin kúga bandalagsríki sín Gunnar Reynir Valþórsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 27. mars 2018 13:30 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, var ómyrkur í máli í morgun og sagði augljóst að bandalagsríki Breta og Bandaríkjamanna væru í þessum aðgerðum af hálfum hug, einum eða tveimur erindrekum væri vísað úr landi um leið og beðist sé afsökunar á málinu þegar menn ræði saman undir fjögur augu. vísir/getty Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. Hann sakar Bandaríkjamenn um að standa að baki þeim aðgerðum sem aðrar vestrænar þjóðir hafa ráðist í til að mótmæla meintri framgöngu Rússa í Skripal málinu svokallaða. Frá því var greint í gær að Bandaríkin muni vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir Skripal-feðginunum í enska bænum Salisbury í byrjun mánaðarins. Yfir tuttugu vestræn ríki hafa gripið til þess ráðs að vísa rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins en rússnesk yfirvald þvertaka fyrir að hafa haft eitthvað með árásina á feðginin að gera. Var eitrað fyrir honum og dóttur hans með taugaeitri sem Bretar segjast hafa rakið til rússneskra yfirvalda. Alls hefur yfir 100 rússneskum erindrekum, verið sagt að hafa sig á brott. Íslendingar taka þátt í þessum aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússum með því að hætta öllum tvíhliða samskiptum við Rússa auk þess sem ráðamenn héðan munu ekki mæta á heimsmeistaramótið í Rússlandi sem fram fer í sumar. Lavrov sagði í morgun að Bandaríkin stæðu nú í risastórum kúgunaraðgerðum gagnvart bandalagsríkjum sínum og að Rússar muni bregðast við, annað væri óhugsandi. Lavrov var ómyrkur í máli og sagði augljóst að bandalagsríki Breta og Bandaríkjamanna væru í þessum aðgerðum af hálfum hug; einum eða tveimur erindrekum væri vísað úr landi um leið og beðist væri afsökunar á málinu þegar menn ræði saman undir fjögur augu, að því er ráðherrann fullyrti. Hann bætti því síðan við að atburðarás undanfarinnar dagi renni stoðum undir þær fullyrðingar Rússa að sjálfstæðum ríkjum í Evrópu fari ört fækkandi. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Vilja reka rússneska njósnara úr landi en finna enga Forsætisráðherra Nýja Sjálands segir það ekki koma sér á óvart að landið sé ekki ofarlega á lista Rússa. 27. mars 2018 10:50 „Skiptum okkur ekki af alþjóðlegum stjórnmálum“ Aldrei komið til greina að draga íslenska liðið úr keppni á HM af hálfu KSÍ. 27. mars 2018 11:30 Bretar hafa skilning á takmörkunum aðgerða Íslendinga gegn Rússum Sendiherra Bretlands á Íslandi segir að ákvörðun íslenskra ráðamanna um að mæta ekki á HM í Rússlandi í sumar sýni hversu mikla áherslu Ísland leggi á að verja lýðræðissamfélög heims. 27. mars 2018 12:45 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. Hann sakar Bandaríkjamenn um að standa að baki þeim aðgerðum sem aðrar vestrænar þjóðir hafa ráðist í til að mótmæla meintri framgöngu Rússa í Skripal málinu svokallaða. Frá því var greint í gær að Bandaríkin muni vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir Skripal-feðginunum í enska bænum Salisbury í byrjun mánaðarins. Yfir tuttugu vestræn ríki hafa gripið til þess ráðs að vísa rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins en rússnesk yfirvald þvertaka fyrir að hafa haft eitthvað með árásina á feðginin að gera. Var eitrað fyrir honum og dóttur hans með taugaeitri sem Bretar segjast hafa rakið til rússneskra yfirvalda. Alls hefur yfir 100 rússneskum erindrekum, verið sagt að hafa sig á brott. Íslendingar taka þátt í þessum aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússum með því að hætta öllum tvíhliða samskiptum við Rússa auk þess sem ráðamenn héðan munu ekki mæta á heimsmeistaramótið í Rússlandi sem fram fer í sumar. Lavrov sagði í morgun að Bandaríkin stæðu nú í risastórum kúgunaraðgerðum gagnvart bandalagsríkjum sínum og að Rússar muni bregðast við, annað væri óhugsandi. Lavrov var ómyrkur í máli og sagði augljóst að bandalagsríki Breta og Bandaríkjamanna væru í þessum aðgerðum af hálfum hug; einum eða tveimur erindrekum væri vísað úr landi um leið og beðist væri afsökunar á málinu þegar menn ræði saman undir fjögur augu, að því er ráðherrann fullyrti. Hann bætti því síðan við að atburðarás undanfarinnar dagi renni stoðum undir þær fullyrðingar Rússa að sjálfstæðum ríkjum í Evrópu fari ört fækkandi.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Vilja reka rússneska njósnara úr landi en finna enga Forsætisráðherra Nýja Sjálands segir það ekki koma sér á óvart að landið sé ekki ofarlega á lista Rússa. 27. mars 2018 10:50 „Skiptum okkur ekki af alþjóðlegum stjórnmálum“ Aldrei komið til greina að draga íslenska liðið úr keppni á HM af hálfu KSÍ. 27. mars 2018 11:30 Bretar hafa skilning á takmörkunum aðgerða Íslendinga gegn Rússum Sendiherra Bretlands á Íslandi segir að ákvörðun íslenskra ráðamanna um að mæta ekki á HM í Rússlandi í sumar sýni hversu mikla áherslu Ísland leggi á að verja lýðræðissamfélög heims. 27. mars 2018 12:45 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Vilja reka rússneska njósnara úr landi en finna enga Forsætisráðherra Nýja Sjálands segir það ekki koma sér á óvart að landið sé ekki ofarlega á lista Rússa. 27. mars 2018 10:50
„Skiptum okkur ekki af alþjóðlegum stjórnmálum“ Aldrei komið til greina að draga íslenska liðið úr keppni á HM af hálfu KSÍ. 27. mars 2018 11:30
Bretar hafa skilning á takmörkunum aðgerða Íslendinga gegn Rússum Sendiherra Bretlands á Íslandi segir að ákvörðun íslenskra ráðamanna um að mæta ekki á HM í Rússlandi í sumar sýni hversu mikla áherslu Ísland leggi á að verja lýðræðissamfélög heims. 27. mars 2018 12:45