Segir að Rússar muni svara aðgerðum Bandaríkjanna af hörku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2018 09:54 Frá rannsókn á vettvangi í Salisbury þar sem eitrað var fyrir Skripal-feðginunum. Yfir tuttugu vestræn ríki hafa gripið til þess ráðs að vísa rússneskum erindrekum úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir feðginunum. vísir/getty Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. Hann bætir þó við að rússnesk yfirvöld væru enn opin fyrir strategískum viðræðum við Bandaríkjamenn varðandi það hvernig halda megi stöðugleika í samskiptum ríkjanna. Frá því var greint í gær að Bandaríkin muni vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir Skripal-feðginunum í enska bænum Salisbury í byrjun mánaðarins.Yfir erindrekum vísað til baka til Moskvu Yfir tuttugu vestræn ríki hafa gripið til þess ráðs að vísa rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins en rússnesk yfirvald þvertaka fyrir að hafa haft eitthvað með árásina á feðginin að gera en Sergei Skripal er fyrrverandi rússneskur njósnari. Var eitrað fyrir honum og dóttur hans með taugaeitri sem Bretar hafa rakið til rússneskra yfirvalda. Alls hefur yfir 100 rússneskum erindrekum, sem talið er að séu njósnarar í vestrænum ríkjum, verið vísað til baka til Moskvu, að því er fram kemur í frétt Guardian um málið.Spyrja á Twitter hvaða bandarísku ræðisskrifstofu eigi að loka Íslendingar í þessum aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússum með því að hætta öllum tvíhliða samskiptum við Rússa auk þess sem ráðamenn héðan munu ekki mæta á heimsmeistaramótið í Rússlandi sem fram fer í sumar. Ástæða þess að íslensk stjórnvöld vísa engum rússneskum erindreka úr landi er sú að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, að það myndi lama starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu, verði einn íslenskur sendiráðsstarfsmaður rekinn frá Rússlandi, þar sem sendiráðið er svo lítið. Rússnesk yfirvöld hafa lýst aðgerðum vestrænna ríkja sem ögrandi og lofað mótaðgerðum. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, mun taka lokaákvörðunina varðandi það hvernig brugðist verði við en á Twitter hefur rússneska sendiráðið í Bandaríkjunum hlaðið í könnun þar sem spurt er hvaða bandarísku ræðisskrifstofu í Bandaríkjunum fólk vilji loka.US administration ordered the closure of the Russian Consulate in Seattle @GK_Seattle. What US Consulate General would you close in @Russia, if it was up to you to decide— Russia in USA (@RusEmbUSA) March 26, 2018 Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Ástralar vísa rússneskum erindrekum úr landi Ástralía hefur nú bæst í hóp þeirra ríkja sem reka rússneska erindreka úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir Skripal-feðginunum í bænum Salisbury á Englandi á dögunum. 27. mars 2018 08:30 Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. Hann bætir þó við að rússnesk yfirvöld væru enn opin fyrir strategískum viðræðum við Bandaríkjamenn varðandi það hvernig halda megi stöðugleika í samskiptum ríkjanna. Frá því var greint í gær að Bandaríkin muni vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir Skripal-feðginunum í enska bænum Salisbury í byrjun mánaðarins.Yfir erindrekum vísað til baka til Moskvu Yfir tuttugu vestræn ríki hafa gripið til þess ráðs að vísa rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins en rússnesk yfirvald þvertaka fyrir að hafa haft eitthvað með árásina á feðginin að gera en Sergei Skripal er fyrrverandi rússneskur njósnari. Var eitrað fyrir honum og dóttur hans með taugaeitri sem Bretar hafa rakið til rússneskra yfirvalda. Alls hefur yfir 100 rússneskum erindrekum, sem talið er að séu njósnarar í vestrænum ríkjum, verið vísað til baka til Moskvu, að því er fram kemur í frétt Guardian um málið.Spyrja á Twitter hvaða bandarísku ræðisskrifstofu eigi að loka Íslendingar í þessum aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússum með því að hætta öllum tvíhliða samskiptum við Rússa auk þess sem ráðamenn héðan munu ekki mæta á heimsmeistaramótið í Rússlandi sem fram fer í sumar. Ástæða þess að íslensk stjórnvöld vísa engum rússneskum erindreka úr landi er sú að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, að það myndi lama starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu, verði einn íslenskur sendiráðsstarfsmaður rekinn frá Rússlandi, þar sem sendiráðið er svo lítið. Rússnesk yfirvöld hafa lýst aðgerðum vestrænna ríkja sem ögrandi og lofað mótaðgerðum. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, mun taka lokaákvörðunina varðandi það hvernig brugðist verði við en á Twitter hefur rússneska sendiráðið í Bandaríkjunum hlaðið í könnun þar sem spurt er hvaða bandarísku ræðisskrifstofu í Bandaríkjunum fólk vilji loka.US administration ordered the closure of the Russian Consulate in Seattle @GK_Seattle. What US Consulate General would you close in @Russia, if it was up to you to decide— Russia in USA (@RusEmbUSA) March 26, 2018
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Ástralar vísa rússneskum erindrekum úr landi Ástralía hefur nú bæst í hóp þeirra ríkja sem reka rússneska erindreka úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir Skripal-feðginunum í bænum Salisbury á Englandi á dögunum. 27. mars 2018 08:30 Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Ástralar vísa rússneskum erindrekum úr landi Ástralía hefur nú bæst í hóp þeirra ríkja sem reka rússneska erindreka úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir Skripal-feðginunum í bænum Salisbury á Englandi á dögunum. 27. mars 2018 08:30
Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45