Pútín skrifar brunann á „glæpsamlega vanrækslu“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. mars 2018 06:40 Vladimir Pútín virti fyrir sér leikföngin sem búið er að leggja á bílastæði verslunarmiðstöðvarinnar til minningar um þá sem fórust. Flestir þeirra voru börn. Vísir/Getty Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að eldurinn sem varð 64 að bana í verslunarmiðstöð í Síberíu sé afsprengi „glæpsamlegrar vanrækslu“ Forsetinn heimsótti rústir verslunarmiðstöðvarinnar nú í morgun og var tíðrætt um hroðvirkni og viðvaningshátt þegar talið barst að öryggismálum verslunarmiðstöðvarinnar. Rannsakendur telja að búið hafi verið að slökkva á brunabjöllum og byrgja fyrir neyðarútganga þegar eldurinn braust út á sunnudag. Flestir hinna látnu voru börn sem höfðu verið að skemmta sér á leiksvæði verslunarmiðstöðvarinnar. Á myndbandsupptökum sést hvernig eldurinn breiddist út á ógnarhraða og svartur reykjarmökkur sá til þess að skyggnið innandyra var ekkert.Sjá einnig: Neyðarútgangar voru læstir og slökkt var á brunabjöllumFréttastofan Interfax segir um 300 manns hafa mótmælt við höfuðstöðvar héraðsstjórnarinnar og krafist afsagnar allra sem eiga í hlut. Þetta er ekki „stríðsverknaður eða metan-sprenging í námu,“ sagði Pútín við fréttamenn er hann stóð í rústum verslunarmiðstöðvarinnar. „Fólk, börn koma hingað til að slaka á. Við tölum um lýðfræði og allt þetta fólk lést út af hverju? Út af glæpsamlegri vanrækslu, hroðvirkni,“ sagði Pútín. Eldurinn átti upptök sín á efri hæð verslunarmiðstöðvarinnar, sem sögð var full af fólki eins og alla jafna á sunnudögum. Á upptökum úr öryggismyndavélum sést hvernig fólk fleygði sér út um glugga til að verða ekki eldinum að bráð. Rannsóknarnefnd sem kannar málið telur að öryggissérfræðingur verslunarmiðstöðvarinnar hafi slökkt á brunaviðvörunarkerfinu eftir að hafa fengið veður af eldinum. Rannsókn nefndarinnar lýtur því ekki síst að því að draga menn til ábyrgðar og hafa fimm verið handteknir vegna gruns um aðild að málinu. Tengdar fréttir Mannskæður eldsvoði í verslunarmiðstöð í Síberíu Að minnsta kosti 37 létust í eldsvoðanum. 25. mars 2018 21:39 Talið að flestir hinna látnu séu börn Að minnsta kosti 53 létust í eldsvoða í rússneskri verlunarmiðstöð sem brann í síberísku kolanámuborginni Kemerovo í gær. 26. mars 2018 08:43 Neyðarútgangar voru læstir og slökkt var á brunabjöllum Minnst 64 dóu í brunanum í Kemerovo og þar af flestir börn . 26. mars 2018 16:49 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að eldurinn sem varð 64 að bana í verslunarmiðstöð í Síberíu sé afsprengi „glæpsamlegrar vanrækslu“ Forsetinn heimsótti rústir verslunarmiðstöðvarinnar nú í morgun og var tíðrætt um hroðvirkni og viðvaningshátt þegar talið barst að öryggismálum verslunarmiðstöðvarinnar. Rannsakendur telja að búið hafi verið að slökkva á brunabjöllum og byrgja fyrir neyðarútganga þegar eldurinn braust út á sunnudag. Flestir hinna látnu voru börn sem höfðu verið að skemmta sér á leiksvæði verslunarmiðstöðvarinnar. Á myndbandsupptökum sést hvernig eldurinn breiddist út á ógnarhraða og svartur reykjarmökkur sá til þess að skyggnið innandyra var ekkert.Sjá einnig: Neyðarútgangar voru læstir og slökkt var á brunabjöllumFréttastofan Interfax segir um 300 manns hafa mótmælt við höfuðstöðvar héraðsstjórnarinnar og krafist afsagnar allra sem eiga í hlut. Þetta er ekki „stríðsverknaður eða metan-sprenging í námu,“ sagði Pútín við fréttamenn er hann stóð í rústum verslunarmiðstöðvarinnar. „Fólk, börn koma hingað til að slaka á. Við tölum um lýðfræði og allt þetta fólk lést út af hverju? Út af glæpsamlegri vanrækslu, hroðvirkni,“ sagði Pútín. Eldurinn átti upptök sín á efri hæð verslunarmiðstöðvarinnar, sem sögð var full af fólki eins og alla jafna á sunnudögum. Á upptökum úr öryggismyndavélum sést hvernig fólk fleygði sér út um glugga til að verða ekki eldinum að bráð. Rannsóknarnefnd sem kannar málið telur að öryggissérfræðingur verslunarmiðstöðvarinnar hafi slökkt á brunaviðvörunarkerfinu eftir að hafa fengið veður af eldinum. Rannsókn nefndarinnar lýtur því ekki síst að því að draga menn til ábyrgðar og hafa fimm verið handteknir vegna gruns um aðild að málinu.
Tengdar fréttir Mannskæður eldsvoði í verslunarmiðstöð í Síberíu Að minnsta kosti 37 létust í eldsvoðanum. 25. mars 2018 21:39 Talið að flestir hinna látnu séu börn Að minnsta kosti 53 létust í eldsvoða í rússneskri verlunarmiðstöð sem brann í síberísku kolanámuborginni Kemerovo í gær. 26. mars 2018 08:43 Neyðarútgangar voru læstir og slökkt var á brunabjöllum Minnst 64 dóu í brunanum í Kemerovo og þar af flestir börn . 26. mars 2018 16:49 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Mannskæður eldsvoði í verslunarmiðstöð í Síberíu Að minnsta kosti 37 létust í eldsvoðanum. 25. mars 2018 21:39
Talið að flestir hinna látnu séu börn Að minnsta kosti 53 létust í eldsvoða í rússneskri verlunarmiðstöð sem brann í síberísku kolanámuborginni Kemerovo í gær. 26. mars 2018 08:43
Neyðarútgangar voru læstir og slökkt var á brunabjöllum Minnst 64 dóu í brunanum í Kemerovo og þar af flestir börn . 26. mars 2018 16:49