Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2018 12:03 Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands. Vísir/AFP Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa og að þolinmæðin væri á þrotum gagnvart Vladimir Putin, forseta Rússlands. Bretar hafa sakað Rússa um að hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara, sem sveik Rússland og starfaði með Bretum, með taugaeitri í Bretlandi. Rússinn, Sergei Skripal, og dóttir hans liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi eftir árásina sem gerð var þann 4. mars. Rússar segjast ekki hafa komið að árásinni á nokkurn hátt og saka Breta um „herferð“ gegn Rússlandi. Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins hafa lýst yfir stuðningi við niðurstöðu Breta um að Rússar hafi komið að árásinni og ákváðu að grípa til refsiaðgerða vegna málsins. Þar að auki hefur ríkisstjórn Donald Trump lýst yfir stuðningi við Breta og Trump er sagður íhuga að vísa rússneskum erindrekum úr landi . Williamson, sem staddur er í Eistlandi, sagði samstöðuna til marks um það að þolinmæði gagnvart Putin væri á þrotum. Hann sagði ríkisstjórn Putin hafa reynt að reka fleyg á milli ríkja Evrópu og Atlantshafsbandalagsins og að núverandi samstaða ríkjanna ætti að senda forsetanum rússneska skýr skilaboð.Samkvæmt frétt BBC hafa sendiherrar Rússlands víða um Evrópu verið kallaðir á teppið og er talið að erindrekar verði víða sendir heim til Rússlands. Von er á yfirlýsingum um málið í dag. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sagði á föstudaginn að líklegast myndu ekki öll ríki ESB vísa rússneskum erindrekum úr landi en ljóst væri að einhverjir myndu gera það. Eistland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segja ummæli Boris viðurstyggð Rússneskir stjórnmálamenn eru æfir yfir samlíkingum Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, á HM í Rússlandi við Ólympíuleikana í Þýskalandi nasismans árið 1936 22. mars 2018 18:45 Trump íhugar að vísa rússneskum erindrekum úr landi Donald Trump íhugar að grípa til aðgerða til að sýna Bretum samstöðu í verki vegna taugaeiturárásarinnar 25. mars 2018 22:34 Novichok í höndum rússneskra gengja Rússneskur miðill, gagnrýninn á ríkisstjórnina, segir taugaeitrið sem notað var á Sergei Skrípal í höndum glæpagengja. Magnið sé nægilegt til að drepa hundruð. 24. mars 2018 07:15 Mögulega með heilaskaða Sergei Skrípal, fyrrverandi gagnnjósnari, og Júlía dóttir hans eru mögulega með heilaskaða eftir að ráðist var á þau með svokölluðu novichok-taugaeitri í Salisbury fyrr í mánuðinum. 23. mars 2018 06:00 Sendiherra Evrópusambandsins í Moskvu kallaður heim til ráðagerða Ástæðurnar eru ásakanir á hendur rússneskum stjórnvöldum að þau hafi staðið að eiturefnaárásinni sem gerð var á gagnnjósnarann Sergei Skripal og dóttur hans á Englandi. 23. mars 2018 08:39 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa og að þolinmæðin væri á þrotum gagnvart Vladimir Putin, forseta Rússlands. Bretar hafa sakað Rússa um að hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara, sem sveik Rússland og starfaði með Bretum, með taugaeitri í Bretlandi. Rússinn, Sergei Skripal, og dóttir hans liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi eftir árásina sem gerð var þann 4. mars. Rússar segjast ekki hafa komið að árásinni á nokkurn hátt og saka Breta um „herferð“ gegn Rússlandi. Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins hafa lýst yfir stuðningi við niðurstöðu Breta um að Rússar hafi komið að árásinni og ákváðu að grípa til refsiaðgerða vegna málsins. Þar að auki hefur ríkisstjórn Donald Trump lýst yfir stuðningi við Breta og Trump er sagður íhuga að vísa rússneskum erindrekum úr landi . Williamson, sem staddur er í Eistlandi, sagði samstöðuna til marks um það að þolinmæði gagnvart Putin væri á þrotum. Hann sagði ríkisstjórn Putin hafa reynt að reka fleyg á milli ríkja Evrópu og Atlantshafsbandalagsins og að núverandi samstaða ríkjanna ætti að senda forsetanum rússneska skýr skilaboð.Samkvæmt frétt BBC hafa sendiherrar Rússlands víða um Evrópu verið kallaðir á teppið og er talið að erindrekar verði víða sendir heim til Rússlands. Von er á yfirlýsingum um málið í dag. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sagði á föstudaginn að líklegast myndu ekki öll ríki ESB vísa rússneskum erindrekum úr landi en ljóst væri að einhverjir myndu gera það.
Eistland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segja ummæli Boris viðurstyggð Rússneskir stjórnmálamenn eru æfir yfir samlíkingum Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, á HM í Rússlandi við Ólympíuleikana í Þýskalandi nasismans árið 1936 22. mars 2018 18:45 Trump íhugar að vísa rússneskum erindrekum úr landi Donald Trump íhugar að grípa til aðgerða til að sýna Bretum samstöðu í verki vegna taugaeiturárásarinnar 25. mars 2018 22:34 Novichok í höndum rússneskra gengja Rússneskur miðill, gagnrýninn á ríkisstjórnina, segir taugaeitrið sem notað var á Sergei Skrípal í höndum glæpagengja. Magnið sé nægilegt til að drepa hundruð. 24. mars 2018 07:15 Mögulega með heilaskaða Sergei Skrípal, fyrrverandi gagnnjósnari, og Júlía dóttir hans eru mögulega með heilaskaða eftir að ráðist var á þau með svokölluðu novichok-taugaeitri í Salisbury fyrr í mánuðinum. 23. mars 2018 06:00 Sendiherra Evrópusambandsins í Moskvu kallaður heim til ráðagerða Ástæðurnar eru ásakanir á hendur rússneskum stjórnvöldum að þau hafi staðið að eiturefnaárásinni sem gerð var á gagnnjósnarann Sergei Skripal og dóttur hans á Englandi. 23. mars 2018 08:39 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Segja ummæli Boris viðurstyggð Rússneskir stjórnmálamenn eru æfir yfir samlíkingum Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, á HM í Rússlandi við Ólympíuleikana í Þýskalandi nasismans árið 1936 22. mars 2018 18:45
Trump íhugar að vísa rússneskum erindrekum úr landi Donald Trump íhugar að grípa til aðgerða til að sýna Bretum samstöðu í verki vegna taugaeiturárásarinnar 25. mars 2018 22:34
Novichok í höndum rússneskra gengja Rússneskur miðill, gagnrýninn á ríkisstjórnina, segir taugaeitrið sem notað var á Sergei Skrípal í höndum glæpagengja. Magnið sé nægilegt til að drepa hundruð. 24. mars 2018 07:15
Mögulega með heilaskaða Sergei Skrípal, fyrrverandi gagnnjósnari, og Júlía dóttir hans eru mögulega með heilaskaða eftir að ráðist var á þau með svokölluðu novichok-taugaeitri í Salisbury fyrr í mánuðinum. 23. mars 2018 06:00
Sendiherra Evrópusambandsins í Moskvu kallaður heim til ráðagerða Ástæðurnar eru ásakanir á hendur rússneskum stjórnvöldum að þau hafi staðið að eiturefnaárásinni sem gerð var á gagnnjósnarann Sergei Skripal og dóttur hans á Englandi. 23. mars 2018 08:39