Las upp nöfn fallinna skólafélaga og þagði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. mars 2018 22:51 Emma González stóð á sviðinu og þagði þangað til sex mínútur og tuttugu sekúndur voru liðnar af ræðu hennar. Vísir/Getty Emma González var ein þeirra sem steig á svið í Washington D.C. í dag eftir kröfugönguna March for Our Lives. Gonzalez lifði af skotárás í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Parkland í Flórída þann 14. febrúar síðastliðinn. Margir höfðu beðið eftir ræðu González sem hefur verið áberandi í hópi þeirra nemenda sem skipulögðu gönguna og hafa kallað eftir hertri byssulöggjöf í kjölfar árásarinnar. Ræða hennar á fjöldafundi í Flórída stuttu eftir árásina vakti til að mynda athygli um heim allan þegar hún sagði öllum stjórnmálamönnum sem þiggja fé frá Samtökum skotvopnaeigenda, NRA, að skammast sín. Ræða González í dag mun eflaust einnig vera mörgum minnisstæð. „Sex mínútur og tuttugu sekúndur,“ sagði hún í upphafi. „Á rétt rúmum sex mínútum voru 17 vinir okkar teknir frá okkur, fimmtán voru særðir og enginn í Douglas samfélaginu yrði samur á ný.“ Hún hélt áfram og sagði að klukkutímarnir sem hafi fylgt á eftir hafi verið langir, kaótískir og erfiðir þegar enginn vissi nákvæmlega hvað hefði gerst. „Enginn gat trúað að það voru lík í byggingunni sem átti eftir að bera kennsl á í meira en einn dag. Enginn vissi að þeir sem væri saknað höfðu hætt að anda löngu áður en nokkurt okkar vissi að rauð viðvörun hefði verið gefin út.“Myndi aldrei aftur heilsa á göngunum Hún sagði að enginn hefði skilið hversu miklar og alvarlegar afleiðingar árásin myndi hafa. „Sex mínútur og tuttugu sekúndur með AR-15 riffil og Carmen vinkona mín myndi aldrei kvarta aftur undan píanóæfingu.“ González hélt áfram og nefndi alla skólafélaga sína á nafn sem fórust í árásinni og að þeir myndu aldrei aftur heilsa aftur á göngunum eða mæta á hafnaboltaleiki. Þegar því var lokið starði hún út í mannmergðina og þagði í um það bil fjórar mínútur. Hundruð þúsunda voru samankomin í borginni og mannfjöldinn virtist ekki viss hvernig bregðast ætti við þögninni. Einhverjir hrópuðu og klöppuðu. Eftir smá stund byrjaði fjöldinn að kalla „Aldrei aftur! Aldrei aftur!“ Emma stóð og starði, lokaði augunum um stund og grét þar til að píp heyrðist úr pontunni. „Síðan ég kom hingað eru liðnar sex mínútur og tuttugu sekúndur,“ sagði González. „Byssumaðurinn er hættur að skjóta og mun bráðum yfirgefa riffilinn sinn og blandast inn í nemendahópinn þegar þeir komast burt og hann mun ganga frjáls í klukkutíma þangað til hann er handtekinn.“ Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Hundruð þúsunda krefjast úrbóta á byssulöggjöf Fjölmargir eru samankomnir í Washington D.C. vegna kröfugöngunnar March for Our Lives. Samskonar göngur eru víðsvegar um heiminn í dag. 24. mars 2018 16:45 Sýna kröfu bandarískra ungmenna um herta byssulöggjöf samstöðu í Reykjavík Gengið verður frá Arnarhóli að Austurvelli. Bandarísk kona búsett á Íslandi segist hafa ákveðið að efna til samstöðugöngu þegar hún heyrði af mótmælunum vestanhafs. 24. mars 2018 12:15 „Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Sjá meira
Emma González var ein þeirra sem steig á svið í Washington D.C. í dag eftir kröfugönguna March for Our Lives. Gonzalez lifði af skotárás í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Parkland í Flórída þann 14. febrúar síðastliðinn. Margir höfðu beðið eftir ræðu González sem hefur verið áberandi í hópi þeirra nemenda sem skipulögðu gönguna og hafa kallað eftir hertri byssulöggjöf í kjölfar árásarinnar. Ræða hennar á fjöldafundi í Flórída stuttu eftir árásina vakti til að mynda athygli um heim allan þegar hún sagði öllum stjórnmálamönnum sem þiggja fé frá Samtökum skotvopnaeigenda, NRA, að skammast sín. Ræða González í dag mun eflaust einnig vera mörgum minnisstæð. „Sex mínútur og tuttugu sekúndur,“ sagði hún í upphafi. „Á rétt rúmum sex mínútum voru 17 vinir okkar teknir frá okkur, fimmtán voru særðir og enginn í Douglas samfélaginu yrði samur á ný.“ Hún hélt áfram og sagði að klukkutímarnir sem hafi fylgt á eftir hafi verið langir, kaótískir og erfiðir þegar enginn vissi nákvæmlega hvað hefði gerst. „Enginn gat trúað að það voru lík í byggingunni sem átti eftir að bera kennsl á í meira en einn dag. Enginn vissi að þeir sem væri saknað höfðu hætt að anda löngu áður en nokkurt okkar vissi að rauð viðvörun hefði verið gefin út.“Myndi aldrei aftur heilsa á göngunum Hún sagði að enginn hefði skilið hversu miklar og alvarlegar afleiðingar árásin myndi hafa. „Sex mínútur og tuttugu sekúndur með AR-15 riffil og Carmen vinkona mín myndi aldrei kvarta aftur undan píanóæfingu.“ González hélt áfram og nefndi alla skólafélaga sína á nafn sem fórust í árásinni og að þeir myndu aldrei aftur heilsa aftur á göngunum eða mæta á hafnaboltaleiki. Þegar því var lokið starði hún út í mannmergðina og þagði í um það bil fjórar mínútur. Hundruð þúsunda voru samankomin í borginni og mannfjöldinn virtist ekki viss hvernig bregðast ætti við þögninni. Einhverjir hrópuðu og klöppuðu. Eftir smá stund byrjaði fjöldinn að kalla „Aldrei aftur! Aldrei aftur!“ Emma stóð og starði, lokaði augunum um stund og grét þar til að píp heyrðist úr pontunni. „Síðan ég kom hingað eru liðnar sex mínútur og tuttugu sekúndur,“ sagði González. „Byssumaðurinn er hættur að skjóta og mun bráðum yfirgefa riffilinn sinn og blandast inn í nemendahópinn þegar þeir komast burt og hann mun ganga frjáls í klukkutíma þangað til hann er handtekinn.“
Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Hundruð þúsunda krefjast úrbóta á byssulöggjöf Fjölmargir eru samankomnir í Washington D.C. vegna kröfugöngunnar March for Our Lives. Samskonar göngur eru víðsvegar um heiminn í dag. 24. mars 2018 16:45 Sýna kröfu bandarískra ungmenna um herta byssulöggjöf samstöðu í Reykjavík Gengið verður frá Arnarhóli að Austurvelli. Bandarísk kona búsett á Íslandi segist hafa ákveðið að efna til samstöðugöngu þegar hún heyrði af mótmælunum vestanhafs. 24. mars 2018 12:15 „Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Sjá meira
Hundruð þúsunda krefjast úrbóta á byssulöggjöf Fjölmargir eru samankomnir í Washington D.C. vegna kröfugöngunnar March for Our Lives. Samskonar göngur eru víðsvegar um heiminn í dag. 24. mars 2018 16:45
Sýna kröfu bandarískra ungmenna um herta byssulöggjöf samstöðu í Reykjavík Gengið verður frá Arnarhóli að Austurvelli. Bandarísk kona búsett á Íslandi segist hafa ákveðið að efna til samstöðugöngu þegar hún heyrði af mótmælunum vestanhafs. 24. mars 2018 12:15
„Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55