Kína tilbúið í „blóðuga bardaga“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. mars 2018 07:01 Staða forsetans er óhemjusterk. Vísir/aFP Forseti Kína, Xi Jinping hélt í nótt ræðu á ársþingi miðnefndar kínverska kommúnistaflokksins sem mörkuð var af þjóðernishyggju og varúðarorðum í garð nágrannaríkja og í raun heimsins alls. Xi hét því að kínverska þjóðin myndi „taka þann sess í heiminum sem hún á skilið“ og sagðist reiðubúinn að berjast í blóðugum bardögum gegn óvinum ríkisins, að því er Guardian hermir. Kína myndi þó ekki taka upp vopn að fyrra bragði en bregðast við af hörku ef ríkinu yrði ógnað. Kínverjar mættu jafnframt ekki sofna á verðinum að mati Xi og taka ævintýralegum uppgangi ríkisins sem gefnum hlut. Þvert á móti stæði Kína á krossgötum og að eina leiðin til að takast á við áskoranir framtíðarinnar væri að hafa sósíalismann að leiðarljósi. Forsetinn valdamikli lofaði því að Kína muni ganga í endurnýjun lífdaga sinna og varaði sterklega við því að reynt verði að skemma samstöðu þjóðarinnar. Beindi hann orðum sínum ekki síst að sjálfstæðistilraunum Taívans og ítrekaði hann að eining kínverska ríkisins yrði ekki rofin. Stjórnmálaskýrendur telja að Xi hafi með ræðu sinni ekki síst reynt að höfða til landa sinna og eigin flokksmanna. Margir þeirra óttast að viðskiptastríð við Bandaríkin sé í vændum og að það muni hægjast á uppgangi kínverska efnahagskerfisins. Því hafi Xi ákveðið að slá þjóðernishyggjutón í ræðu sinni og stilla sér upp sem leiðtoganum sem Kínverjar þurfi á þessum umbrotatímum.Sjá einnig: Kommúnistaflokkurinn leggur línurnar fyrir lengri valdatíð Xi Jinping Ræða Xi var lokapunkturinn á þinginu en áður hafði verið samþykkt að afnema reglur um hversu lengi forseti geti setið á valdastóli. Kínverski kommúnistaflokkurinn lagði nýlega til að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá landsins sem takmarkar setu einstaklings á forsetastóli við tvö fimm ára kjörtímabil. Breytingin var samþykkt nær einróma og gera stjórnmálaskýrendur því ráð fyrir að Xi muni sitja á forsetastól ævilangt. Þrátt fyrir að breytingin hafi notið yfirgnæfandi stuðnings á hún þó að hafa farið öfugt ofan í nokkra nafntogaða meðlimi kommúnistaflokksins. Ræða Xi á þinginu er því jafnframt sögð hafa verið til þess fallin að friða þessar fáu en háværu óánægjuraddir. Xi er nú þegar orðinn öflugasti leiðtogi kínverska alþýðulýðveldisins síðan Mao Tse-tung var og hét. Stjórnmálaspeki Xi var til að mynda undir lok október í fyrra fest í lög Kommúnistaflokksins. Tengdar fréttir Leiðin greið fyrir Xi Jinping Leiðin er greið fyrir Xi Jinping, forseta Kína, til þess að sitja á forsetatól út ævina eftir að kínverska þingið samþykkti að afnema ákvæði úr stjórnarskrá landsins um hversu lengi forseti landsins getur verið við völd. 11. mars 2018 09:34 Trump hrósaði Xi Jinping fyrir ótakmarkaða setu í embætti: „Kannski getum við látið reyna á þetta einhvern tímann“ Trump viðraði þessa skoðun sína í ræðu sem hann hélt við fjáröflunarviðburð Repúblikanaflokksins í Flórída í gær. 4. mars 2018 07:26 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Forseti Kína, Xi Jinping hélt í nótt ræðu á ársþingi miðnefndar kínverska kommúnistaflokksins sem mörkuð var af þjóðernishyggju og varúðarorðum í garð nágrannaríkja og í raun heimsins alls. Xi hét því að kínverska þjóðin myndi „taka þann sess í heiminum sem hún á skilið“ og sagðist reiðubúinn að berjast í blóðugum bardögum gegn óvinum ríkisins, að því er Guardian hermir. Kína myndi þó ekki taka upp vopn að fyrra bragði en bregðast við af hörku ef ríkinu yrði ógnað. Kínverjar mættu jafnframt ekki sofna á verðinum að mati Xi og taka ævintýralegum uppgangi ríkisins sem gefnum hlut. Þvert á móti stæði Kína á krossgötum og að eina leiðin til að takast á við áskoranir framtíðarinnar væri að hafa sósíalismann að leiðarljósi. Forsetinn valdamikli lofaði því að Kína muni ganga í endurnýjun lífdaga sinna og varaði sterklega við því að reynt verði að skemma samstöðu þjóðarinnar. Beindi hann orðum sínum ekki síst að sjálfstæðistilraunum Taívans og ítrekaði hann að eining kínverska ríkisins yrði ekki rofin. Stjórnmálaskýrendur telja að Xi hafi með ræðu sinni ekki síst reynt að höfða til landa sinna og eigin flokksmanna. Margir þeirra óttast að viðskiptastríð við Bandaríkin sé í vændum og að það muni hægjast á uppgangi kínverska efnahagskerfisins. Því hafi Xi ákveðið að slá þjóðernishyggjutón í ræðu sinni og stilla sér upp sem leiðtoganum sem Kínverjar þurfi á þessum umbrotatímum.Sjá einnig: Kommúnistaflokkurinn leggur línurnar fyrir lengri valdatíð Xi Jinping Ræða Xi var lokapunkturinn á þinginu en áður hafði verið samþykkt að afnema reglur um hversu lengi forseti geti setið á valdastóli. Kínverski kommúnistaflokkurinn lagði nýlega til að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá landsins sem takmarkar setu einstaklings á forsetastóli við tvö fimm ára kjörtímabil. Breytingin var samþykkt nær einróma og gera stjórnmálaskýrendur því ráð fyrir að Xi muni sitja á forsetastól ævilangt. Þrátt fyrir að breytingin hafi notið yfirgnæfandi stuðnings á hún þó að hafa farið öfugt ofan í nokkra nafntogaða meðlimi kommúnistaflokksins. Ræða Xi á þinginu er því jafnframt sögð hafa verið til þess fallin að friða þessar fáu en háværu óánægjuraddir. Xi er nú þegar orðinn öflugasti leiðtogi kínverska alþýðulýðveldisins síðan Mao Tse-tung var og hét. Stjórnmálaspeki Xi var til að mynda undir lok október í fyrra fest í lög Kommúnistaflokksins.
Tengdar fréttir Leiðin greið fyrir Xi Jinping Leiðin er greið fyrir Xi Jinping, forseta Kína, til þess að sitja á forsetatól út ævina eftir að kínverska þingið samþykkti að afnema ákvæði úr stjórnarskrá landsins um hversu lengi forseti landsins getur verið við völd. 11. mars 2018 09:34 Trump hrósaði Xi Jinping fyrir ótakmarkaða setu í embætti: „Kannski getum við látið reyna á þetta einhvern tímann“ Trump viðraði þessa skoðun sína í ræðu sem hann hélt við fjáröflunarviðburð Repúblikanaflokksins í Flórída í gær. 4. mars 2018 07:26 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Leiðin greið fyrir Xi Jinping Leiðin er greið fyrir Xi Jinping, forseta Kína, til þess að sitja á forsetatól út ævina eftir að kínverska þingið samþykkti að afnema ákvæði úr stjórnarskrá landsins um hversu lengi forseti landsins getur verið við völd. 11. mars 2018 09:34
Trump hrósaði Xi Jinping fyrir ótakmarkaða setu í embætti: „Kannski getum við látið reyna á þetta einhvern tímann“ Trump viðraði þessa skoðun sína í ræðu sem hann hélt við fjáröflunarviðburð Repúblikanaflokksins í Flórída í gær. 4. mars 2018 07:26