Óttast að samstarf leiði til drápsvélmenna Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. apríl 2018 07:45 Drápsvélmennin í Terminator eru einhver þekktustu illmenni kvikmyndasögunnar. Alþjóðlegur hópur vísindmanna sem sérhæfir sig í rannsóknum á gervigreind hefur heitið því að sniðganga háskóla í Suður-Kóreu eftir að skólinn undirritaði samstarfssamning við umdeildan hergagnaframleiðanda. Vísindamennirnir óttast að samstarfið muni leiða til aukinnar notkunar gervigreindar í hernaði og verði jafnvel til þess að „drápsvélmenni“ líti dagsins ljós. Hópurinn, sem samanstendur af 50 vísindamönnum frá 30 löndum, hefur undirritað bréf þar sem vísindamennrnir heita því að vinna hvorki með Korea Advanced Institute of Science and Technology (KAIST) né hergagnaframleiðandanum Hanwha Systems. Þannig munu þeir ekki taka þátt í alþjóðlegum rannsóknum þar sem vísindamenn á vegum KAIST eru annars vegar enda óttast þeir að fyrrnefnda samstarfið muni leiða til þess að hergögn fái í auknum mæli sjálfstæðan vilja. „Það má gera frábæra hluti með gervigreind sem gæti jafnvel bjargað mannslífum, meira að segja í hernaði, en að lýsa því opinberlega yfir að markmiðið sé að hanna sjálfstjórnandi vopn og undirrita svona samstarf er gríðarlegt umhugsunarefni,“ er haft eftir Toby Walsh sem fer fyrir vísindamannahópnum. „Þetta er háttskrifaður háskóli sem ákveður að vinna með siðferðislega vafasömu fyrirtæki sem þar að auki brýtur alþjóðalög ítrekað.“ Talsmaður KAIST-háskólans segist miður sín vegna sniðgöngunnar. Háskólinn hafi ekki í hyggju að gera drápsvélmenni og segir hann að siðferði og mannréttindi séu ávallt höfð í heiðri í störfum háskólans. Sameinuðu þjóðirnar munu funda um gervigreind í hernaði í Genf í næstu viku en 20 ríki hafa þegar skrifað undir áskorun um að banna drápsvélmenni. Eins og blaðamaður Guardian orðar það óttast margir vísindamenn að upp gæti komið staða sem svipaði til Terminator-kvikmyndabálksins. Vísindmenn hafa lýst yfir miklum áhyggjum af nákvæmni slíkra sjálfstjórnandi vopna og ekki síst hvernig þeim ætti að takast að greina á milli vinveittra og óvinveittra hermanna - svo ekki sé minnst á saklausa borgara. Hanwha er einn stærsti hergagnaframleiðandi Suður-Kóreu og er hvað þekktastur fyrir framleiðslu klasasprengja sem bannaðar eru í 120 löndum heimsins. Suður-Kórea, Bandaríkin, Kína og Rússland eru ekki þeirra á meðal. Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Alþjóðlegur hópur vísindmanna sem sérhæfir sig í rannsóknum á gervigreind hefur heitið því að sniðganga háskóla í Suður-Kóreu eftir að skólinn undirritaði samstarfssamning við umdeildan hergagnaframleiðanda. Vísindamennirnir óttast að samstarfið muni leiða til aukinnar notkunar gervigreindar í hernaði og verði jafnvel til þess að „drápsvélmenni“ líti dagsins ljós. Hópurinn, sem samanstendur af 50 vísindamönnum frá 30 löndum, hefur undirritað bréf þar sem vísindamennrnir heita því að vinna hvorki með Korea Advanced Institute of Science and Technology (KAIST) né hergagnaframleiðandanum Hanwha Systems. Þannig munu þeir ekki taka þátt í alþjóðlegum rannsóknum þar sem vísindamenn á vegum KAIST eru annars vegar enda óttast þeir að fyrrnefnda samstarfið muni leiða til þess að hergögn fái í auknum mæli sjálfstæðan vilja. „Það má gera frábæra hluti með gervigreind sem gæti jafnvel bjargað mannslífum, meira að segja í hernaði, en að lýsa því opinberlega yfir að markmiðið sé að hanna sjálfstjórnandi vopn og undirrita svona samstarf er gríðarlegt umhugsunarefni,“ er haft eftir Toby Walsh sem fer fyrir vísindamannahópnum. „Þetta er háttskrifaður háskóli sem ákveður að vinna með siðferðislega vafasömu fyrirtæki sem þar að auki brýtur alþjóðalög ítrekað.“ Talsmaður KAIST-háskólans segist miður sín vegna sniðgöngunnar. Háskólinn hafi ekki í hyggju að gera drápsvélmenni og segir hann að siðferði og mannréttindi séu ávallt höfð í heiðri í störfum háskólans. Sameinuðu þjóðirnar munu funda um gervigreind í hernaði í Genf í næstu viku en 20 ríki hafa þegar skrifað undir áskorun um að banna drápsvélmenni. Eins og blaðamaður Guardian orðar það óttast margir vísindamenn að upp gæti komið staða sem svipaði til Terminator-kvikmyndabálksins. Vísindmenn hafa lýst yfir miklum áhyggjum af nákvæmni slíkra sjálfstjórnandi vopna og ekki síst hvernig þeim ætti að takast að greina á milli vinveittra og óvinveittra hermanna - svo ekki sé minnst á saklausa borgara. Hanwha er einn stærsti hergagnaframleiðandi Suður-Kóreu og er hvað þekktastur fyrir framleiðslu klasasprengja sem bannaðar eru í 120 löndum heimsins. Suður-Kórea, Bandaríkin, Kína og Rússland eru ekki þeirra á meðal.
Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira