Sakar Vesturlönd um barnaskap og blekkingar í máli Sergei Skripal Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. apríl 2018 21:34 Sergei Lavrov er utanríkisráðherra Rússa. vísir/epa Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakar Vesturlönd um barnaskap og blekkingarleiki í máli Sergei Skripal. Hann segir að stjórnvöld í Bretlandi séu að nota málið til að beina sviðsljósinu frá eigin vandræðagangi í tengslum við Brexit. Þetta kom fram í máli utanríkisráðherrans á blaðamannafundi í dag. Samskipti Rússlands og vestrænna ríkja hafa farið versnandi síðustu vikur vegna Skripal-málsins og hafa deiluaðilar skipts á að skipta starfsmönnum sendiráða úr landi. Rússar hafa neitað öllum ásökunum í málinu og Lavrov segir Breta og Bandaríkjamenn beita lygum og blekkingum. „Eins og við sögðum þegar við vorum börn: "Sá sem byrjaði verður að vera fyrstur að hætta.“ Við viljum ekki leika okkur eins og börn gera en félagar okkar hafa einmitt stundað það,“ sagði Lavrov. Þá segir hann bresk stjórnvöld nota málið til að beina sviðsljósinu frá eigin vandræðagangi í tengslum við Brexit. „Það er hægt að skýra málið með öðrum hætti. Sérfræðingarnir tjá sig um þetta. Þeir segja að þetta geti einmitt komið sér vel fyrir sérsveitir Breta, en þær hafa einmitt verið þekktar fyrir að hafa leyfi til að drepa. Þetta gæti einnig komið sér vel fyrir bresku ríkisstjórnina, sem hefur auðvitað átt undir högg að sækja eftir að henni láðist að uppfylla óskir kjósenda um Brexit-skilyrðin.“ Um tuttugu ríki hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi vegna gruns um að rússnesk yfirvöld standi á bak við árásina á Skripal-feðginin. Yfir hundrað erindrekum hefur því verið vísað frá vestrænum ríkjum en Rússar þvertaka enn fyrir að hafa staðið á bak við árásina. Rússar hafa svarað í sömu mynt og einnig rekið fjölda erlendra erindreka úr landi. Þá var ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í Sankti Pétursborg lokað á dögunum. Sergei Skripal er fyrrverandi rússneskur njósnari en hann var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa gefið leyniþjónustu Bretlands upplýsingar um útsendara Rússa í Evrópu. Sergei Skrípal liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi og er í lífshættu en dóttir hans, Júlía Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir 59 sendiráðsstarfsmönnum til viðbótar vísað frá Rússlandi Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir af hálfu rússa vegna þátttöku Íslendinga í samstilltum aðgerðum. 30. mars 2018 19:30 Telja að eitrið hafi verið á útidyrahurðinni Breska lögreglan telur að Sergei Skripal og dóttir hans hafi fyrst komist í snertingu við taugaeitrið á útidyrahurð heimilis þeirra. 28. mars 2018 20:09 Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28 Segir Bandaríkin og Bretland reyna að neita Rússlandi um HM Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands hefur sakað Bretland og Bandaríkin um að reyna að koma í veg fyrir að Rússland fái að halda heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu sem fram fer í sumar. 1. apríl 2018 19:22 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakar Vesturlönd um barnaskap og blekkingarleiki í máli Sergei Skripal. Hann segir að stjórnvöld í Bretlandi séu að nota málið til að beina sviðsljósinu frá eigin vandræðagangi í tengslum við Brexit. Þetta kom fram í máli utanríkisráðherrans á blaðamannafundi í dag. Samskipti Rússlands og vestrænna ríkja hafa farið versnandi síðustu vikur vegna Skripal-málsins og hafa deiluaðilar skipts á að skipta starfsmönnum sendiráða úr landi. Rússar hafa neitað öllum ásökunum í málinu og Lavrov segir Breta og Bandaríkjamenn beita lygum og blekkingum. „Eins og við sögðum þegar við vorum börn: "Sá sem byrjaði verður að vera fyrstur að hætta.“ Við viljum ekki leika okkur eins og börn gera en félagar okkar hafa einmitt stundað það,“ sagði Lavrov. Þá segir hann bresk stjórnvöld nota málið til að beina sviðsljósinu frá eigin vandræðagangi í tengslum við Brexit. „Það er hægt að skýra málið með öðrum hætti. Sérfræðingarnir tjá sig um þetta. Þeir segja að þetta geti einmitt komið sér vel fyrir sérsveitir Breta, en þær hafa einmitt verið þekktar fyrir að hafa leyfi til að drepa. Þetta gæti einnig komið sér vel fyrir bresku ríkisstjórnina, sem hefur auðvitað átt undir högg að sækja eftir að henni láðist að uppfylla óskir kjósenda um Brexit-skilyrðin.“ Um tuttugu ríki hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi vegna gruns um að rússnesk yfirvöld standi á bak við árásina á Skripal-feðginin. Yfir hundrað erindrekum hefur því verið vísað frá vestrænum ríkjum en Rússar þvertaka enn fyrir að hafa staðið á bak við árásina. Rússar hafa svarað í sömu mynt og einnig rekið fjölda erlendra erindreka úr landi. Þá var ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í Sankti Pétursborg lokað á dögunum. Sergei Skripal er fyrrverandi rússneskur njósnari en hann var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa gefið leyniþjónustu Bretlands upplýsingar um útsendara Rússa í Evrópu. Sergei Skrípal liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi og er í lífshættu en dóttir hans, Júlía Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir 59 sendiráðsstarfsmönnum til viðbótar vísað frá Rússlandi Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir af hálfu rússa vegna þátttöku Íslendinga í samstilltum aðgerðum. 30. mars 2018 19:30 Telja að eitrið hafi verið á útidyrahurðinni Breska lögreglan telur að Sergei Skripal og dóttir hans hafi fyrst komist í snertingu við taugaeitrið á útidyrahurð heimilis þeirra. 28. mars 2018 20:09 Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28 Segir Bandaríkin og Bretland reyna að neita Rússlandi um HM Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands hefur sakað Bretland og Bandaríkin um að reyna að koma í veg fyrir að Rússland fái að halda heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu sem fram fer í sumar. 1. apríl 2018 19:22 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira
59 sendiráðsstarfsmönnum til viðbótar vísað frá Rússlandi Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir af hálfu rússa vegna þátttöku Íslendinga í samstilltum aðgerðum. 30. mars 2018 19:30
Telja að eitrið hafi verið á útidyrahurðinni Breska lögreglan telur að Sergei Skripal og dóttir hans hafi fyrst komist í snertingu við taugaeitrið á útidyrahurð heimilis þeirra. 28. mars 2018 20:09
Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28
Segir Bandaríkin og Bretland reyna að neita Rússlandi um HM Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands hefur sakað Bretland og Bandaríkin um að reyna að koma í veg fyrir að Rússland fái að halda heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu sem fram fer í sumar. 1. apríl 2018 19:22