Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Kjartan Kjartansson skrifar 1. apríl 2018 22:02 Hratt hefur gengið á Grænlandsjökul undanfarna áratugi eftir því sem loftið og hafið hlýnar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Vísir/AFP Ískjarnarannsóknir á vestanverðu Grænlandi benda til þess að ísinn þar bráðni nú hraðar en hann hefur gert í að minnsta kosti 450 ár og líklega í allt að þúsundir ára. Bráðnun Grænlandsjökuls hækkar yfirborð sjávar nú þegar um allt að millímetra á ári. Hópur vísindamanna frá fjórum bandarískum háskólum boruðu og tóku sjö þrjátíu metra langa ískjarna úr hluta jökulsins þar sem ísinn bráðnar á sumrin en bráðnunarvatnið rennur ekki út í sjó heldur sjatnar ofan í ísinn og frýs aftur. Þessi lög bráðnunarvatns sem hefur frosið aftur eru greinileg í ískjörnunum. Vísindamennirnir notuðu þau til þess að greina hversu mikið jökullinn hefur bráðnað og breytingar sem hafa orðið á bráðnuninni í gegnum aldirnar, að því er segir í umfjöllun Washington Post. Þegar kjarnarnir voru bornir saman við aðra sem voru teknir á 10. áratug síðustu aldar og langan kjarna sem nær allt aftur til ársins 1547 kom í ljós að önnur eins bráðnun og nú á sér stað hefur ekki sést í 450 ár. Grein um rannsóknina birtist í tímaritinu Geophysical Research Letters.Líklega ekki gerst í 7.000-8.000 árErich Osterberg, jöklafræðingur frá Dartmouth-háskóla, segir að líklega sé hraði bráðnunarinnar nú enn fordæmalausari. „Síðast þegar var eins hlýtt og nú fengum við mun meiri geislun frá sólinni vegna sporbrautar jarðarinnar og það var sennilega fyrir [7.000] eða 8.000 árum,“ segir hann. Orsakir slíkar bráðnunar virðast hafa verið óvenjuhlýr sjór umhverfis Grænland og svonefndar fyrirstöðuhæðir sem héldu hlýju lofti yfir jöklinum. Rannsókn vísindamannanna nú bendir hins vegar til þess að bráðnunin fyrr á tímum hafi ekki verið eins mikil og nú. Sú hnattræna hlýnun sem hefur átt sér stað síðustu rúmu öldina valdi hraðari bráðnun nú. Gríðarlegt magn ferskvatns er bundið í Grænlandsjökli. Bráðnaði ísinn allur hækkaði hann yfirborð sjávar um sex metra. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55 Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu er við sögulegt lágmark. Hop íssins hefur áhrif á veðurfar sunnar á jörðinni og hefur meðal annar mildað norðanáttina á Íslandi. 29. mars 2018 11:00 Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Ískjarnarannsóknir á vestanverðu Grænlandi benda til þess að ísinn þar bráðni nú hraðar en hann hefur gert í að minnsta kosti 450 ár og líklega í allt að þúsundir ára. Bráðnun Grænlandsjökuls hækkar yfirborð sjávar nú þegar um allt að millímetra á ári. Hópur vísindamanna frá fjórum bandarískum háskólum boruðu og tóku sjö þrjátíu metra langa ískjarna úr hluta jökulsins þar sem ísinn bráðnar á sumrin en bráðnunarvatnið rennur ekki út í sjó heldur sjatnar ofan í ísinn og frýs aftur. Þessi lög bráðnunarvatns sem hefur frosið aftur eru greinileg í ískjörnunum. Vísindamennirnir notuðu þau til þess að greina hversu mikið jökullinn hefur bráðnað og breytingar sem hafa orðið á bráðnuninni í gegnum aldirnar, að því er segir í umfjöllun Washington Post. Þegar kjarnarnir voru bornir saman við aðra sem voru teknir á 10. áratug síðustu aldar og langan kjarna sem nær allt aftur til ársins 1547 kom í ljós að önnur eins bráðnun og nú á sér stað hefur ekki sést í 450 ár. Grein um rannsóknina birtist í tímaritinu Geophysical Research Letters.Líklega ekki gerst í 7.000-8.000 árErich Osterberg, jöklafræðingur frá Dartmouth-háskóla, segir að líklega sé hraði bráðnunarinnar nú enn fordæmalausari. „Síðast þegar var eins hlýtt og nú fengum við mun meiri geislun frá sólinni vegna sporbrautar jarðarinnar og það var sennilega fyrir [7.000] eða 8.000 árum,“ segir hann. Orsakir slíkar bráðnunar virðast hafa verið óvenjuhlýr sjór umhverfis Grænland og svonefndar fyrirstöðuhæðir sem héldu hlýju lofti yfir jöklinum. Rannsókn vísindamannanna nú bendir hins vegar til þess að bráðnunin fyrr á tímum hafi ekki verið eins mikil og nú. Sú hnattræna hlýnun sem hefur átt sér stað síðustu rúmu öldina valdi hraðari bráðnun nú. Gríðarlegt magn ferskvatns er bundið í Grænlandsjökli. Bráðnaði ísinn allur hækkaði hann yfirborð sjávar um sex metra.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55 Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu er við sögulegt lágmark. Hop íssins hefur áhrif á veðurfar sunnar á jörðinni og hefur meðal annar mildað norðanáttina á Íslandi. 29. mars 2018 11:00 Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55
Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54
Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu er við sögulegt lágmark. Hop íssins hefur áhrif á veðurfar sunnar á jörðinni og hefur meðal annar mildað norðanáttina á Íslandi. 29. mars 2018 11:00
Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55