Erlent

Barbara Bush látin

Kjartan Kjartansson skrifar
Barbara Bush var vel liðin. Árið 1999 sögðust 63% Bandaríkjamanna hafa jákvætt viðhorf til hennar. Aðeins 3% voru neikvæðir í hennar garð.
Barbara Bush var vel liðin. Árið 1999 sögðust 63% Bandaríkjamanna hafa jákvætt viðhorf til hennar. Aðeins 3% voru neikvæðir í hennar garð. Vísir/AFP
Barbara Bush, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, er látin, 92 ára að aldri. Bush, eiginkona George W. H. Bush, 41. forseta Bandaríkjanna, hafði átt við alvarleg veikindi að stríða og ákveðið hafði verið að setja hana í líknandi meðferð.

Talsmaður Bush-fjölskyldunnar staðfesti andlát Bush í yfirlýsingu sem hann birti á Twitter í kvöld. New York Times segir að forsetafrúin síðarnefnda hafi átt við heilsubrest að stríða síðustu árin. Hún fór í uppskurð vegna magasárs árið 2008 og í hjartauppskurð fjórum mánuðum síðar. Í desember árið 2013 lagðist hún inn á sjúkrahús með lungnabólgu.

Bush var forsetafrú Bandaríkjanna frá 1989 til 1993. Hún var jafnframt móðir George W. Bush, 43. forseta Bandaríkjanna, sem gegndi embættinu frá 2001 til 2009. Hún og eiginmaður hennar fögnuðu 73 ára brúðkaupsafmæli í janúar.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×