Arftaki SKAM var óvænt frumsýndur um helgina Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. apríl 2018 15:02 Myndirnar eru fengnar af Instagram-reikningum aðalpersónanna þriggja, Ellu, Susanne og Mats. Mynd/Samsett Norska ríkissjónvarpið NRK frumsýndi óvænt nýja þáttaröð í anda norsku vefþáttaraðarinnar SKAM aðfararnótt sunnudags nú um helgina. Mikil leynd hvíldi yfir framleiðslu þáttanna sem sýndir eru á vef NRK P3. Þáttaröðin SKAM kvaddi í fyrra á hátindi vinsælda sinna, og er áfallið aðdáendum þáttanna eflaust í fersku minni. Téðir aðdáendur geta hins vegar tekið gleði sína á ný en eins og áður sagði minnir hin nýja sería, sem ber heitið Blank, um margt á SKAM.Sjá einnig: Þetta tekur við hjá stjörnunum í SKAM Umfjöllunarefnið er, sem áður, norskir unglingar í Ósló, þó að persónurnar í Blank séu nokkuð eldri en Noora, Eva, Isak og félagar þeirra. Aðalpersóna þáttanna er hin 19 ára Ella sem hefur nýlokið námi við VGS-framhaldsskólann í Ósló, að því er fram kemur á vef NRK. Í þáttunum er fylgst með lífi Ellu og bestu vinkonu hennar, Susanne, auk Mats, kærasta Ellu. Aðdáendur geta fylgt persónunum á Instagram, líkt og boðið var upp á í SKAM. Finn 0 feil A post shared by Ella Correia Midjo (@ellamidjo) on Apr 13, 2018 at 10:16am PDT Þá er hægt að fylgjast með gangi þáttanna á heimasíðu norska ríkisútvarpsins en þar eru auk þess birtar klippur, SMS-samskipti persónanna og fleira efni úr þáttunum. Þættirnir sjálfir koma svo út á sunnudögum. Mikil leynd hvíldi yfir framleiðslu þáttanna, þeir hafa ekkert verið auglýstir, og kom útgáfa þeirra Norðmönnum í opna skjöldu, að því er fram kemur í umfjöllun NRK. Svipaður háttur var hafður á við framleiðslu SKAM á sínum tíma en aðstandendur þáttanna gáfu ekkert uppi um ferlið áður en þættirnir voru sýndir. Þá var greint frá því á dögunum að önnur unglingasería í anda SKAM yrði frumsýnd á vef NRK. Sú ber heitið Lovleg og gerist, líkt og SKAM, í menntaskóla en að þessu sinni í afskekkta bænum Sandane í Noregi. Tökur á þeim hefjast í sumar. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fylgja SKAM eftir með glænýrri seríu NRK býr til nýja unglingaseríu sem er væntanleg á árinu. 3. apríl 2018 12:25 SKAM stjarna í erótískum spennutrylli Tarjei Sandvik Moe sem fór með hlutverk Isaks í norsku unglingaþáttunum SKAM mun heldur betur bregða sér í nýtt hlutverk í erótíska spennutryllinum "Ástarsamband" 11. ágúst 2017 14:21 Hittu leikarana úr Skam Vilhjálmur og Katrín, hertogaynja af Cambrigde hittu að sjálfsögðu leikarana í vinsælasta þætti Norðmanna í ferð sinni til Osló. 2. febrúar 2018 15:00 Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Sjá meira
Norska ríkissjónvarpið NRK frumsýndi óvænt nýja þáttaröð í anda norsku vefþáttaraðarinnar SKAM aðfararnótt sunnudags nú um helgina. Mikil leynd hvíldi yfir framleiðslu þáttanna sem sýndir eru á vef NRK P3. Þáttaröðin SKAM kvaddi í fyrra á hátindi vinsælda sinna, og er áfallið aðdáendum þáttanna eflaust í fersku minni. Téðir aðdáendur geta hins vegar tekið gleði sína á ný en eins og áður sagði minnir hin nýja sería, sem ber heitið Blank, um margt á SKAM.Sjá einnig: Þetta tekur við hjá stjörnunum í SKAM Umfjöllunarefnið er, sem áður, norskir unglingar í Ósló, þó að persónurnar í Blank séu nokkuð eldri en Noora, Eva, Isak og félagar þeirra. Aðalpersóna þáttanna er hin 19 ára Ella sem hefur nýlokið námi við VGS-framhaldsskólann í Ósló, að því er fram kemur á vef NRK. Í þáttunum er fylgst með lífi Ellu og bestu vinkonu hennar, Susanne, auk Mats, kærasta Ellu. Aðdáendur geta fylgt persónunum á Instagram, líkt og boðið var upp á í SKAM. Finn 0 feil A post shared by Ella Correia Midjo (@ellamidjo) on Apr 13, 2018 at 10:16am PDT Þá er hægt að fylgjast með gangi þáttanna á heimasíðu norska ríkisútvarpsins en þar eru auk þess birtar klippur, SMS-samskipti persónanna og fleira efni úr þáttunum. Þættirnir sjálfir koma svo út á sunnudögum. Mikil leynd hvíldi yfir framleiðslu þáttanna, þeir hafa ekkert verið auglýstir, og kom útgáfa þeirra Norðmönnum í opna skjöldu, að því er fram kemur í umfjöllun NRK. Svipaður háttur var hafður á við framleiðslu SKAM á sínum tíma en aðstandendur þáttanna gáfu ekkert uppi um ferlið áður en þættirnir voru sýndir. Þá var greint frá því á dögunum að önnur unglingasería í anda SKAM yrði frumsýnd á vef NRK. Sú ber heitið Lovleg og gerist, líkt og SKAM, í menntaskóla en að þessu sinni í afskekkta bænum Sandane í Noregi. Tökur á þeim hefjast í sumar.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fylgja SKAM eftir með glænýrri seríu NRK býr til nýja unglingaseríu sem er væntanleg á árinu. 3. apríl 2018 12:25 SKAM stjarna í erótískum spennutrylli Tarjei Sandvik Moe sem fór með hlutverk Isaks í norsku unglingaþáttunum SKAM mun heldur betur bregða sér í nýtt hlutverk í erótíska spennutryllinum "Ástarsamband" 11. ágúst 2017 14:21 Hittu leikarana úr Skam Vilhjálmur og Katrín, hertogaynja af Cambrigde hittu að sjálfsögðu leikarana í vinsælasta þætti Norðmanna í ferð sinni til Osló. 2. febrúar 2018 15:00 Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Sjá meira
Fylgja SKAM eftir með glænýrri seríu NRK býr til nýja unglingaseríu sem er væntanleg á árinu. 3. apríl 2018 12:25
SKAM stjarna í erótískum spennutrylli Tarjei Sandvik Moe sem fór með hlutverk Isaks í norsku unglingaþáttunum SKAM mun heldur betur bregða sér í nýtt hlutverk í erótíska spennutryllinum "Ástarsamband" 11. ágúst 2017 14:21
Hittu leikarana úr Skam Vilhjálmur og Katrín, hertogaynja af Cambrigde hittu að sjálfsögðu leikarana í vinsælasta þætti Norðmanna í ferð sinni til Osló. 2. febrúar 2018 15:00