Hefja leit að fjarreikistjörnum í bakgarði okkar Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2018 17:00 Teikning af Tess. Vísir/NASA Geimvísindastofnun Bandaríkjanna og SpaceX munu í kvöld skjóta sjónaukanum Transiting Exoplanet Survey Satellite eða Tess á braut um Jörðu. Sjónauka þessum er ætlað að finna fjarreikistjörnur í öðrum sólkerfum sem eru stjarnfræðilega nærri okkar eigin. Tess mun byggja á gögnum sem aflað hefur verið með Kepler sjónaukanum og gæti hleypt nýju lífi í leit okkar að lífi út í geimnum. Áætlað er að verkefnið muni taka um tvö ár og á þeim tíma mun Tess skoða þúsundir plánetna, bæði plánetur sem vitað er um núna og sömuleiðis nýjar.Tess verður skotið út í geim með Falcon 9 eldflaug SpaceX frá Cape Canaveral í Flórída. Þegar Kepler sjónaukanum var skotið á loft árið 2009 vissu vísindamenn ekki hve algengt væri að reikistjörnur væru á braut um fjarlægar stjörnur og þá í hvaða magni. Einn vísindamaður sem unnið hefur að Kepler verkefninu í tuttugu ár sagði í samtali við Space.com að það hefði komið öllum á óvart hve algengar stórar fjarreikistjörnur væru. „Kepler gerði okkur ljóst að fjarreikistjörnur eru eins algengar og símastaurar,“ sagði annar vísindamaður.Munurinn á Kepler og Tess er sá að sá fyrrnefndi skoðaði stjörnur sólkerfi í 500 til 1.500 ljósára fjarlægð. Tess mun skoða okkar nálægustu sólkerfi. Útskýringarmyndband NASA um Tess.Tess er ekki sérstaklega hannaður til að leita að plánetum sem gætu borið líf en hægt verður að sjá hvort að reikistjörnur séu innan lífbeltis stjarna. Það er að þær séu ekki svo nálægt stjörnum að allt vatn myndi gufa upp og ekki svo langt frá þeim að allt vatn myndi frjósa. Þar að auki eru fjarreikistjörnurnar sem um ræðir það nálægt okkur að hægt væri að litrófsgreina þær og komast að því úr hverju andrúmsloft þeirra eru gerð. Það gæti varpað ljósi á hvort að líf sé að finna á þeim reikistjörnum.Tess verður skotið á loft klukkan hálf ellefu í kvöld. Útsendingin hefst um klukkan tíu. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni á vef NASA. Veðurspá er góð fyrir geimskotið. SpaceX Vísindi Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Geimvísindastofnun Bandaríkjanna og SpaceX munu í kvöld skjóta sjónaukanum Transiting Exoplanet Survey Satellite eða Tess á braut um Jörðu. Sjónauka þessum er ætlað að finna fjarreikistjörnur í öðrum sólkerfum sem eru stjarnfræðilega nærri okkar eigin. Tess mun byggja á gögnum sem aflað hefur verið með Kepler sjónaukanum og gæti hleypt nýju lífi í leit okkar að lífi út í geimnum. Áætlað er að verkefnið muni taka um tvö ár og á þeim tíma mun Tess skoða þúsundir plánetna, bæði plánetur sem vitað er um núna og sömuleiðis nýjar.Tess verður skotið út í geim með Falcon 9 eldflaug SpaceX frá Cape Canaveral í Flórída. Þegar Kepler sjónaukanum var skotið á loft árið 2009 vissu vísindamenn ekki hve algengt væri að reikistjörnur væru á braut um fjarlægar stjörnur og þá í hvaða magni. Einn vísindamaður sem unnið hefur að Kepler verkefninu í tuttugu ár sagði í samtali við Space.com að það hefði komið öllum á óvart hve algengar stórar fjarreikistjörnur væru. „Kepler gerði okkur ljóst að fjarreikistjörnur eru eins algengar og símastaurar,“ sagði annar vísindamaður.Munurinn á Kepler og Tess er sá að sá fyrrnefndi skoðaði stjörnur sólkerfi í 500 til 1.500 ljósára fjarlægð. Tess mun skoða okkar nálægustu sólkerfi. Útskýringarmyndband NASA um Tess.Tess er ekki sérstaklega hannaður til að leita að plánetum sem gætu borið líf en hægt verður að sjá hvort að reikistjörnur séu innan lífbeltis stjarna. Það er að þær séu ekki svo nálægt stjörnum að allt vatn myndi gufa upp og ekki svo langt frá þeim að allt vatn myndi frjósa. Þar að auki eru fjarreikistjörnurnar sem um ræðir það nálægt okkur að hægt væri að litrófsgreina þær og komast að því úr hverju andrúmsloft þeirra eru gerð. Það gæti varpað ljósi á hvort að líf sé að finna á þeim reikistjörnum.Tess verður skotið á loft klukkan hálf ellefu í kvöld. Útsendingin hefst um klukkan tíu. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni á vef NASA. Veðurspá er góð fyrir geimskotið.
SpaceX Vísindi Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira