Fölsk játning gerði hann gráhærðan Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. apríl 2018 06:43 Um 99% allra sem dregnir eru fyrir dóm í Kína eru að lokum dæmdir. Flest málanna byggja á játningum. Guardian Hið minnsta 45 kínverskir fangar hafa verið neyddir til að játa á sig brot fyrir framan sjónvarpsmyndavélar frá árinu 2013. Að mati mannréttindasamtakanna Safeguard Defenders verða kínversk stjórnvöld að hætta þessari iðju sinni og biðla samtökin til alþjóðasamfélagsins að bregðast við. Í skýrslu samtakanna, sem reifuð er á vef Guardian, kemur fram að kínverskir lögreglumenn hafi látið tugi fanga fá í hendurnar handrit sem þeim er gert að leggja á minnið. Ekki aðeins þurfa fangarnir að læra textann heldur skal hann fluttur á sannfærandi máta. Lögreglumenn segja því föngunum hvar skuli taka pásur, horfa í myndavélina og jafnvel gráta. Þá séu fangarnir einnig klæddir upp af lögreglumönnunum og jafnvel farðaðir í einhverju tifellum. Einn fanganna lýsir því hvernig allt ferlið hafi tekið um sjö klukkustundir, frá því að hann fékk handritið í hendurnar og þangað til lögregluleikstjórinn slökkti á vélinni. Lokaafurðin hafi verið nokkurra mínútna, samanklippt myndskeið. Aðrir fangar lýsa fjölmörgum tökum eftir að lögreglumenn höfðu lýst yfir óánægju sína með flutning fanganna á handritinu. „Lögreglan hótaði því að ef ég væri ekki samvinnuþýður myndi ég fá langan fangelsisdóm. Ég myndi missa vinnuna, fjölskyldan myndi yfirgefa mig og ég myndi glata orðspori mínu fyrir lífstíð. Ég var aðeins 39 ára gamall, hin gríðarlega pressa og þjáningin sem þessu fylgdi gerði mig gráhærðan,“ er haft eftir einum fanganna í skýrslunni sem kallaður er Li. Flestar játningarnar fara fram í fangelsum, jafnvel á bak við lás og slá og er fanginn þá oftar en ekki klæddur í appelsínugulan fangabúning. Í nær öllum tilfellum er játningunum sjónvarpað áður en fanginn hefur verið leiddur fyrir dómara, sem brýtur gegn hugmyndinni um að allir séu saklaus þangað til sekt er sönnuð. Kínverskir dómstólar eru með 99% sakfellingarhlutfall og byggja flestar sakfellingar á játningum sakborninga. Fimm fanganna sem skýrslan fjallar um hafa nú dregið játningu sína til baka. Síðan Xi Jinping tók við forsetataumunum í Kína hefur verið herjað á baráttufólk fyrir mannréttindum í landinu, sem og lögmenn þeirra. Handtökur þeirra hlaupa á þúsundum frá árinu 2012. Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Hið minnsta 45 kínverskir fangar hafa verið neyddir til að játa á sig brot fyrir framan sjónvarpsmyndavélar frá árinu 2013. Að mati mannréttindasamtakanna Safeguard Defenders verða kínversk stjórnvöld að hætta þessari iðju sinni og biðla samtökin til alþjóðasamfélagsins að bregðast við. Í skýrslu samtakanna, sem reifuð er á vef Guardian, kemur fram að kínverskir lögreglumenn hafi látið tugi fanga fá í hendurnar handrit sem þeim er gert að leggja á minnið. Ekki aðeins þurfa fangarnir að læra textann heldur skal hann fluttur á sannfærandi máta. Lögreglumenn segja því föngunum hvar skuli taka pásur, horfa í myndavélina og jafnvel gráta. Þá séu fangarnir einnig klæddir upp af lögreglumönnunum og jafnvel farðaðir í einhverju tifellum. Einn fanganna lýsir því hvernig allt ferlið hafi tekið um sjö klukkustundir, frá því að hann fékk handritið í hendurnar og þangað til lögregluleikstjórinn slökkti á vélinni. Lokaafurðin hafi verið nokkurra mínútna, samanklippt myndskeið. Aðrir fangar lýsa fjölmörgum tökum eftir að lögreglumenn höfðu lýst yfir óánægju sína með flutning fanganna á handritinu. „Lögreglan hótaði því að ef ég væri ekki samvinnuþýður myndi ég fá langan fangelsisdóm. Ég myndi missa vinnuna, fjölskyldan myndi yfirgefa mig og ég myndi glata orðspori mínu fyrir lífstíð. Ég var aðeins 39 ára gamall, hin gríðarlega pressa og þjáningin sem þessu fylgdi gerði mig gráhærðan,“ er haft eftir einum fanganna í skýrslunni sem kallaður er Li. Flestar játningarnar fara fram í fangelsum, jafnvel á bak við lás og slá og er fanginn þá oftar en ekki klæddur í appelsínugulan fangabúning. Í nær öllum tilfellum er játningunum sjónvarpað áður en fanginn hefur verið leiddur fyrir dómara, sem brýtur gegn hugmyndinni um að allir séu saklaus þangað til sekt er sönnuð. Kínverskir dómstólar eru með 99% sakfellingarhlutfall og byggja flestar sakfellingar á játningum sakborninga. Fimm fanganna sem skýrslan fjallar um hafa nú dregið játningu sína til baka. Síðan Xi Jinping tók við forsetataumunum í Kína hefur verið herjað á baráttufólk fyrir mannréttindum í landinu, sem og lögmenn þeirra. Handtökur þeirra hlaupa á þúsundum frá árinu 2012.
Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira