GTA V er arðvænasta skemmtanaafurð sögunnar Samúel Karl Ólason skrifar 10. apríl 2018 10:34 Grand Theft Auto V hefur halað inn rúmlega sex milljörðum dala en framleiðsla hann kostaði einungis 265 milljónir. Take Two Leikurinn Grand Theft Auto V er arðvænasta skemmtanaafurð sögunnar. Rúmlega 90 milljónir eintaka hafa selst og Take Two, framleiðendur leiksins, hafa þénað um sex milljarða dala af honum. Framleiðslukostnaður leiksins var 265 milljónir dala og er hann dýrasti tölvuleikur sem hefur verið gerður. Þrátt fyrir að leikurinn hafi fyrst komið út árið 2013 er hann enn að seljast vel. Leikurinn er til að mynda enn ofarlega á lista Steam yfir mest seldu leikina. Gta V var sjötti söluhæsti leikurinn í Bandaríkjunum í fyrra. Hann var í þriðja sæti í Evrópu. Samkvæmt greiningu Market Watch hefur GTA V slegið öllum söluhæstu kvikmyndum heimsins við og rúmlega það. Star Wars og Gone With The Wind höluðu báðar rúmlega þrjá milljarða dala inn, með tilliti til verðbólgu, og jafnvel þegar tekið er tillit til sölu DVD-diska og áhorfs á efnisveitum, eru tekjuhæstu myndir heimsins ekki með tærnar þar sem GTA V er með hælana.Auk þess að hagnast á sölu eintaka af leiknum hefur Take Two haldið áfram að uppfæra leikinn og þá sérstaklega fjölspilunarhluta hans. Þar geta spilarar varið peningum til að kaupa hluti í leiknum og hefur fyrirtækið hagnast verulega á því yfir árin. Þar að auki var leikurinn fyrst gefinn út á PS3 og Xbox 360 og var hann síðar uppfærður fyrir nýja kynslóð leikjatölva og fyrir PC tölvur. Fjölmargir hafa því keypt sér tvö eða jafnvel þrjú eintök af leiknum. Greinendur Market Watch segja að líklegast sé GTA V einsdæmi og hæpið sé að einhverjir aðrir leikir muni ná þessum árangri. Leikjavísir Tengdar fréttir Gífurlegur munur á GTA V á milli kynslóða Grand Theft Auto V hefur farið í gegnum miklar breytingar fyrir útgáfu hans á PS4 og Xbox One. 24. september 2014 16:57 Mörg dæmi um að foreldrar kaupi GTA V fyrir börn sín Mörg dæmi eru um að börn komi í fylgd foreldra til að tryggja sér eintak af ofbeldisfullum tölvuleik sem nú tröllríður afþreyingar-bransanum. Framkvæmdastjóri Skífunnar segist aldrei hafa séð slíkar vinsældir. 22. september 2013 19:33 GTA V: Kynslóðabilið brúað GTA V var líklega besti leikur síðustu kynslóðar leikjatölva og sá vinsælasti. Uppfærð útgáfa af leiknum fyrir XBOX One og PS4 er einfaldlega flottari, betri í alla staði. Þetta er þrekvirki framleiðandans Rockstar sem virðist ekki geta tekið rangar ákvarðanir. 21. desember 2014 19:15 GTA 5 kostaði 32,6 milljarða króna Tölvuleikir standa nú jafnfætis kvikmyndum, sjónvarpsefni og teiknimyndum í afþreyingariðnaði. Kostnaður við nýjasta Grand Theft Auto leikinn eru svipaður og við dýrustu kvikmyndir heims. Tekjumöguleikar eru aftur sagðir enn meiri. Halað var inn fyrir kostnaði í forsölunni einni. 19. september 2013 07:00 Óstöðvandi velgengni GTA V Grand Theft Auto V hefur selst í tæplega 52 milljón eintökum og framleiðendur leiksins hafa hagnast gífurlega. 19. maí 2015 11:05 Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Leikurinn Grand Theft Auto V er arðvænasta skemmtanaafurð sögunnar. Rúmlega 90 milljónir eintaka hafa selst og Take Two, framleiðendur leiksins, hafa þénað um sex milljarða dala af honum. Framleiðslukostnaður leiksins var 265 milljónir dala og er hann dýrasti tölvuleikur sem hefur verið gerður. Þrátt fyrir að leikurinn hafi fyrst komið út árið 2013 er hann enn að seljast vel. Leikurinn er til að mynda enn ofarlega á lista Steam yfir mest seldu leikina. Gta V var sjötti söluhæsti leikurinn í Bandaríkjunum í fyrra. Hann var í þriðja sæti í Evrópu. Samkvæmt greiningu Market Watch hefur GTA V slegið öllum söluhæstu kvikmyndum heimsins við og rúmlega það. Star Wars og Gone With The Wind höluðu báðar rúmlega þrjá milljarða dala inn, með tilliti til verðbólgu, og jafnvel þegar tekið er tillit til sölu DVD-diska og áhorfs á efnisveitum, eru tekjuhæstu myndir heimsins ekki með tærnar þar sem GTA V er með hælana.Auk þess að hagnast á sölu eintaka af leiknum hefur Take Two haldið áfram að uppfæra leikinn og þá sérstaklega fjölspilunarhluta hans. Þar geta spilarar varið peningum til að kaupa hluti í leiknum og hefur fyrirtækið hagnast verulega á því yfir árin. Þar að auki var leikurinn fyrst gefinn út á PS3 og Xbox 360 og var hann síðar uppfærður fyrir nýja kynslóð leikjatölva og fyrir PC tölvur. Fjölmargir hafa því keypt sér tvö eða jafnvel þrjú eintök af leiknum. Greinendur Market Watch segja að líklegast sé GTA V einsdæmi og hæpið sé að einhverjir aðrir leikir muni ná þessum árangri.
Leikjavísir Tengdar fréttir Gífurlegur munur á GTA V á milli kynslóða Grand Theft Auto V hefur farið í gegnum miklar breytingar fyrir útgáfu hans á PS4 og Xbox One. 24. september 2014 16:57 Mörg dæmi um að foreldrar kaupi GTA V fyrir börn sín Mörg dæmi eru um að börn komi í fylgd foreldra til að tryggja sér eintak af ofbeldisfullum tölvuleik sem nú tröllríður afþreyingar-bransanum. Framkvæmdastjóri Skífunnar segist aldrei hafa séð slíkar vinsældir. 22. september 2013 19:33 GTA V: Kynslóðabilið brúað GTA V var líklega besti leikur síðustu kynslóðar leikjatölva og sá vinsælasti. Uppfærð útgáfa af leiknum fyrir XBOX One og PS4 er einfaldlega flottari, betri í alla staði. Þetta er þrekvirki framleiðandans Rockstar sem virðist ekki geta tekið rangar ákvarðanir. 21. desember 2014 19:15 GTA 5 kostaði 32,6 milljarða króna Tölvuleikir standa nú jafnfætis kvikmyndum, sjónvarpsefni og teiknimyndum í afþreyingariðnaði. Kostnaður við nýjasta Grand Theft Auto leikinn eru svipaður og við dýrustu kvikmyndir heims. Tekjumöguleikar eru aftur sagðir enn meiri. Halað var inn fyrir kostnaði í forsölunni einni. 19. september 2013 07:00 Óstöðvandi velgengni GTA V Grand Theft Auto V hefur selst í tæplega 52 milljón eintökum og framleiðendur leiksins hafa hagnast gífurlega. 19. maí 2015 11:05 Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Gífurlegur munur á GTA V á milli kynslóða Grand Theft Auto V hefur farið í gegnum miklar breytingar fyrir útgáfu hans á PS4 og Xbox One. 24. september 2014 16:57
Mörg dæmi um að foreldrar kaupi GTA V fyrir börn sín Mörg dæmi eru um að börn komi í fylgd foreldra til að tryggja sér eintak af ofbeldisfullum tölvuleik sem nú tröllríður afþreyingar-bransanum. Framkvæmdastjóri Skífunnar segist aldrei hafa séð slíkar vinsældir. 22. september 2013 19:33
GTA V: Kynslóðabilið brúað GTA V var líklega besti leikur síðustu kynslóðar leikjatölva og sá vinsælasti. Uppfærð útgáfa af leiknum fyrir XBOX One og PS4 er einfaldlega flottari, betri í alla staði. Þetta er þrekvirki framleiðandans Rockstar sem virðist ekki geta tekið rangar ákvarðanir. 21. desember 2014 19:15
GTA 5 kostaði 32,6 milljarða króna Tölvuleikir standa nú jafnfætis kvikmyndum, sjónvarpsefni og teiknimyndum í afþreyingariðnaði. Kostnaður við nýjasta Grand Theft Auto leikinn eru svipaður og við dýrustu kvikmyndir heims. Tekjumöguleikar eru aftur sagðir enn meiri. Halað var inn fyrir kostnaði í forsölunni einni. 19. september 2013 07:00
Óstöðvandi velgengni GTA V Grand Theft Auto V hefur selst í tæplega 52 milljón eintökum og framleiðendur leiksins hafa hagnast gífurlega. 19. maí 2015 11:05