ESB bannar algengasta skordýraeitur í heimi Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2018 12:15 Býflugur er sérlega mikilvægar vistkerfinu. Þeim er talin stafa ógn af neónikótínoíðefnum. Vísir/AFP Bannað verður að nota algengasta skordýraeitur í heimi utandyra innan ríkja Evrópusambandsins frá árslokum. Ástæðan er alvarlegur skaði sem eitrið veldur býflugum sem eru nauðsynlegar til að fræva plöntur. Eitrið hefur aðeins verið flutt inn í litlu magni á Íslandi. Neónikótínoíð, sem er taugaeitur, hefur verið tengt við ýmis konar kvilla í býflugum, þar á meðal minnistap og fækkun drottninga. Á sumum svæðum hefur býflugnastofninn hrunið og hafa sérfræðingar varað við vistfræðilegum hamförum af þeim sökum. Aðildarríki ESB samþykktu í dag að banna þrjár tegundir neónikótínoíða utandyra. Aðeins verður leyfilegt að nota efnin í gróðurhúsum þegar bannið tekur gildi við árslok, að sögn The Guardian. Áður hafði notkun efnanna verið bönnuð innan ESB á plöntur sem laða að sér býflugur eins og repju árið 2013. Samkvæmt upplýsingum Umhverfisstofnunar hefur skordýraeyðir sem inniheldur virka efnið imídaklópríð verið fluttur inn og notaður hér á landi en þó ekki í miklu magni. Árið 2016 hafi þannig 1,7 kíló virka efninu verið sett á markað hér á landi. Sá skordýraeyðir sé bundinn þeim skilyrðum að varan sé eingöngu til notkunar í gróðurhúsum.Hefur fundist í hunangi Bann ESB nú byggir meðal annars á vísindaskýrslu sambandsins frá því í febrúar þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að eitrið mengaði jarðveg og vatn þegar það er notað utandyra. Þannig berist það í villt blóm og nytjaplöntur. Neónikótínoíð hafa meðal annars fundist í hunangi. Býflugur fræva þrjár af hverjum fjórum nytjaplöntum og leika þannig lykilhlutverk í matvælaframleiðslu heimsins. Hrun í býflugnastofninum hefur verið skýrt með sjúkdómum, taps búsvæða og víðtækrar notkunar á skordýraeitri sem inniheldur neónikótínoíðefni.Uppfært 14:24 Upplýsingum Umhverfisstofnunar um notkun neónikótínoíðs á Ísland var bætt við fréttina. Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir ESB ætlar að banna eitt algengasta skordýraeitur heims til að vernda býflugur Niðurstaða vísindaskýrslu ESB er að notkun eitursins hafi alltaf einhver mjög hættuleg áhrif á býflugurnar. 2. mars 2018 10:52 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Bannað verður að nota algengasta skordýraeitur í heimi utandyra innan ríkja Evrópusambandsins frá árslokum. Ástæðan er alvarlegur skaði sem eitrið veldur býflugum sem eru nauðsynlegar til að fræva plöntur. Eitrið hefur aðeins verið flutt inn í litlu magni á Íslandi. Neónikótínoíð, sem er taugaeitur, hefur verið tengt við ýmis konar kvilla í býflugum, þar á meðal minnistap og fækkun drottninga. Á sumum svæðum hefur býflugnastofninn hrunið og hafa sérfræðingar varað við vistfræðilegum hamförum af þeim sökum. Aðildarríki ESB samþykktu í dag að banna þrjár tegundir neónikótínoíða utandyra. Aðeins verður leyfilegt að nota efnin í gróðurhúsum þegar bannið tekur gildi við árslok, að sögn The Guardian. Áður hafði notkun efnanna verið bönnuð innan ESB á plöntur sem laða að sér býflugur eins og repju árið 2013. Samkvæmt upplýsingum Umhverfisstofnunar hefur skordýraeyðir sem inniheldur virka efnið imídaklópríð verið fluttur inn og notaður hér á landi en þó ekki í miklu magni. Árið 2016 hafi þannig 1,7 kíló virka efninu verið sett á markað hér á landi. Sá skordýraeyðir sé bundinn þeim skilyrðum að varan sé eingöngu til notkunar í gróðurhúsum.Hefur fundist í hunangi Bann ESB nú byggir meðal annars á vísindaskýrslu sambandsins frá því í febrúar þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að eitrið mengaði jarðveg og vatn þegar það er notað utandyra. Þannig berist það í villt blóm og nytjaplöntur. Neónikótínoíð hafa meðal annars fundist í hunangi. Býflugur fræva þrjár af hverjum fjórum nytjaplöntum og leika þannig lykilhlutverk í matvælaframleiðslu heimsins. Hrun í býflugnastofninum hefur verið skýrt með sjúkdómum, taps búsvæða og víðtækrar notkunar á skordýraeitri sem inniheldur neónikótínoíðefni.Uppfært 14:24 Upplýsingum Umhverfisstofnunar um notkun neónikótínoíðs á Ísland var bætt við fréttina.
Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir ESB ætlar að banna eitt algengasta skordýraeitur heims til að vernda býflugur Niðurstaða vísindaskýrslu ESB er að notkun eitursins hafi alltaf einhver mjög hættuleg áhrif á býflugurnar. 2. mars 2018 10:52 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
ESB ætlar að banna eitt algengasta skordýraeitur heims til að vernda býflugur Niðurstaða vísindaskýrslu ESB er að notkun eitursins hafi alltaf einhver mjög hættuleg áhrif á býflugurnar. 2. mars 2018 10:52