Golden State-morðinginn: Tólf morð, 51 nauðgun og 120 innbrot óupplýst í 40 ár Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. apríl 2018 13:30 Lögreglan í Kaliforníu handtók 72 ára gamlan mann á þriðjudag sem er talinn bera ábyrgð á einni alræmdustu glæpahrinu Bandaríkjanna. Vísir/Getty Í mörg ár fannst nágrönnum Joseph James DeAngelo hann vera örlítið skrítinn. Hann lifði tiltölulega venjulegu lífi í úthverfi. Hann var á eftirlaunum, hafði unnið sem lögreglumaður og átti uppkomin börn. En hann hélt sér mikið fyrir sjálfan sig og var uppstökkur. Skammaðist í nágrönnunum fyrir að slá grasið of snemma dags og brást illa við þegar fólk kom of nálægt lóðinni hans. En nágrannana grunaði líklega aldrei að DeAngelo bæri ábyrgð á tólf morðum, 51 nauðgun og 120 innbrotum í Kaliforníu sem voru tengd við hinn svokallaða Golden State-morðingja. Brotin voru framin á árunum 1976-1986 í Kaliforníu og í fjörutíu ár voru málin óleyst. Á þriðjudaginn var DeAngelo, sem er 72 ára gamall, handtekinn grunaður um að bera ábyrgð á minnst fjórum morðanna. Saksóknarar segja að hann verði ákærður fyrir fleiri brot. Að sögn lögreglu var DeAngelo hissa þegar hann var handtekinn. „Svarið hefur alltaf verið í Sacramento,“ sagði Anne Marie Schubert, héraðssaksóknari í Sacramento þegar tilkynnt var um handtökuna. „Umfang málsins olli því að það varð að verða upplýst.“Lögreglan handtók DeAngelo við heimili hans á þriðjudag.Vísir/APRekinn frá lögreglunni DeAngelo vann sem lögreglumaður í Kaliforníu á árunum 1973 til 1979 þegar hann var rekinn fyrir að ræna hundafælu og hamar úr verslun. Lögregla telur að hann hafi framið hræðilega glæpi á meðan hann starfaði sem lögreglumaður. Málin vöktu mikla skelfingu meðal Bandaríkjamanna á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Árásarmaður braust inn á heimili fólks að næturlagi og batt og nauðgaði fórnarlömbum sínum. Hann flúði síðan vettvang með reiðufé, skartgripi og skilríki. Fórnarlömbin voru á aldrinum 12-41 árs. „Allir voru hræddir,“ sagði alríkislögreglufulltrúinn Marcus Knutson, sem er fæddur og uppalinn í Sacramento, þegar óskað var eftir upplýsingum um málin fyrir tveimur árum síðan. „Fólk svaf með haglabyssur, keypti hunda. Fólk hafði áhyggjur og það var alveg réttmætt. Hann hélt heilu samfélagi í heljargreipum. Hann gerði hræðilega hluti.“ Á þeim fjörutíu árum sem málin voru óupplýst fékk morðinginn ýmis viðurnefni. Til dæmis Original Night Stalker, Visalia Ransacker, East Area Rapis, East Bay Rapist og Diamond Knot Killer. Málið er hins vegar best þekkt meðal almennings sem mál Golden State morðingjans, eða The Golden State Killer. Viðurnefni sem er rakið til rithöfundarins Michelle McNamara. Lögreglan hafði úr litlu að vinna í marga áratugi.Vísir/APEngin tenging fyrstu árin Fyrstu brotin sem voru tilkynnt voru nauðganir, 46 nauðganir raunar, áður en morðin hófust. Í strandbænum Ventura batt hann par og nauðgaði konunni áður en hann barði þau bæði til dauða með trjábol. Þau voru nýgift. Í borginni Goleta voru fórnarlömbin læknir og eiginkona hans, sem hann batt bæði áður en hann skaut þau til bana. Síðasta málið sem tengt er við Golden State-morðingjann er nauðgun og morð á 18 ára stúlku í Orange County í maí árið 1986. Lögreglan taldi morðin ekki vera tengd fyrstu ár og áratugi rannsóknarinnar og þau voru ekki talin tengd nauðgununum fyrr en árið 2000. Með nútímatækni náðist að rekja málin saman, en morðinginn fannst aldrei. Margir töldu að morðinginn væri sjálfur látinn. Lögreglan hélt áfram að leita morðingjans og árið 2016 bauð alríkislögreglan 50 þúsund dollara, eða rúmar 5 milljónir íslenskra króna, þeim sem gæti gefið upplýsingar um ferðir Golden State- morðingjans.Leitað að sönnunargögnum að heimili DeAngeloVísir/GettyDNA tækni kom lögreglunni á sporið Enginn var handtekinn í tengslum við málin í 40 ár og lögreglan náði aldrei að nefna neinn grunaðan. Einu upplýsingarnar sem lögreglan hafði voru smávægilegar um útlit hans frá manneskju sem komst undan. Fyrr á þessu ári kom út bókin I‘ll Be Gone in the Dark eftir Michelle McNamara. McNamara lést árið 2016 en eftirlifandi eiginmaður hennar, leikarinn Patton Oswalt, sá til þess að bókin kæmi út. Bókin, ásamt umfjöllun um morðin í sjónvarpi og hlaðvarpi varð til þess að áhugi almennings á málunum jókst á nýjan leik. Með nútímatækni og nýjum lögum um að taka þurfi DNA sýni úr öllum sem handteknir eru í sakamálum í Kaliforníu, náði lögreglan að bera kennsl á DeAngelo, sem er nú í haldi lögreglu. Saksóknari krefst dauðarefsingar. Tony Rackauckas, héraðssaksóknari í Orange County sagði að morðinginn hefði í gegnum tíðina verið kallaður ýmsum nöfnum. „En í dag er það okkar ánægja að kalla hann ákærða.“ Málin sem tengd eru við Golden State-morðingjan eru eftirfarandi:1976 18. júní - kynferðisbrot/nauðgun 17. júlí - kynferðisbrot/nauðgun 29. ágúst - innbrot/tilraun til nauðgunar 4. september - kynferðisbrot/nauðgun 5. október - kynferðisbrot/nauðgun 9. október - kynferðisbrot/nauðgun 18. október - kynferðisbrot/nauðgun 18. október - bílþjófnaður 10. nóvember - mannrán 18. desember - kynferðisbrot/nauðgun1977 18. janúar - kynferðisbrot/nauðgun 24. janúar - kynferðisbrot/nauðgun 7. febrúar - kynferðisbrot/nauðgun 16. febrúar - líkamsárás/tilraun til manndráps 8. mars - kynferðisbrot/nauðgun 18. mars - kynferðisbrot/nauðgun 2. apríl - kynferðisbrot/nauðgun 15. apríl - kynferðisbrot/nauðgun 3. maí - kynferðisbrot/nauðgun 5. maí - kynferðisbrot/nauðgun 14. maí - kynferðisbrot/nauðgun 17. maí - kynferðisbrot/nauðgun 28. maí - kynferðisbrot/nauðgun 6. september - kynferðisbrot/nauðgun 1. október - kynferðisbrot/nauðgun 21. október - kynferðisbrot/nauðgun 29. október - kynferðisbrot/nauðgun. 10. nóvember – kynferðisbrot/nauðgun. 2. desember – tilraun til nauðgunar1978 28. janúar – kynferðisbrot/nauðgun 2. febrúar – tvö morð 18. mars – kynferðisbrot/nauðgun 14. apríl - kynferðisbrot/nauðgun 5. Júní - kynferðisbrot/nauðgun 7. júní – kynferðisbrot/nauðgun 23. júní – kynferðisbrot/nauðgun 24. júní – kynferðisbrot/nauðgun 6. júlí – kynferðisbrot/nauðgun 7. október – kynferðisbrot/nauðgun 13. október – kynferðisbrot/nauðgun 4. nóvember – kynferðisbrot/nauðgun 2. desember – kynferðisbrot/nauðgun 8. desember – kynferðisbrot/nauðgun 18. desember – kynferðisbrot/nauðgun1979 28. janúar – kynferðisbrot/nauðgun 20. mars – kynferðisbrot/nauðgun 4. apríl - kynferðisbrot/nauðgun 2. júní – kynferðisbrot/nauðgun 11. júní – kynferðisbrot/nauðgun *DNA tenging 25. júní – kynferðisbrot/nauðgun 12. júlí – kynferðisbrot/nauðgun 1. október – tilraun til nauðgunar/morð 30. desember – tvö morð1980 13. mars – kynferðisbrot/nauðgun/tvö morð *DNA tenging 19. ágúst – kynferðisbrot/nauðgun/tvö morð *DNA tenging1981 5. febrúar – kynferðisbrot/nauðgun/morð *DNA tenging 27. júlí – tvö morð *DNA tenging1986 4. maí – kynferðisbrot/nauðgun/morð *DNA tengingÞessi grein er byggð á umfjöllun CNN, BBC, The Los Angeles Times og NBC. Fréttaskýringar Tengdar fréttir Raðmorðingi handsamaður Lögregluyfirvöld í Sacramento í Kaliforníu tilkynntu í gær að 72 ára gamall maður, Joseph James DeAngelo, hefði verið handtekinn, grunaður um að vera hinn alræmdi Golden State-morðingi. 26. apríl 2018 06:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Í mörg ár fannst nágrönnum Joseph James DeAngelo hann vera örlítið skrítinn. Hann lifði tiltölulega venjulegu lífi í úthverfi. Hann var á eftirlaunum, hafði unnið sem lögreglumaður og átti uppkomin börn. En hann hélt sér mikið fyrir sjálfan sig og var uppstökkur. Skammaðist í nágrönnunum fyrir að slá grasið of snemma dags og brást illa við þegar fólk kom of nálægt lóðinni hans. En nágrannana grunaði líklega aldrei að DeAngelo bæri ábyrgð á tólf morðum, 51 nauðgun og 120 innbrotum í Kaliforníu sem voru tengd við hinn svokallaða Golden State-morðingja. Brotin voru framin á árunum 1976-1986 í Kaliforníu og í fjörutíu ár voru málin óleyst. Á þriðjudaginn var DeAngelo, sem er 72 ára gamall, handtekinn grunaður um að bera ábyrgð á minnst fjórum morðanna. Saksóknarar segja að hann verði ákærður fyrir fleiri brot. Að sögn lögreglu var DeAngelo hissa þegar hann var handtekinn. „Svarið hefur alltaf verið í Sacramento,“ sagði Anne Marie Schubert, héraðssaksóknari í Sacramento þegar tilkynnt var um handtökuna. „Umfang málsins olli því að það varð að verða upplýst.“Lögreglan handtók DeAngelo við heimili hans á þriðjudag.Vísir/APRekinn frá lögreglunni DeAngelo vann sem lögreglumaður í Kaliforníu á árunum 1973 til 1979 þegar hann var rekinn fyrir að ræna hundafælu og hamar úr verslun. Lögregla telur að hann hafi framið hræðilega glæpi á meðan hann starfaði sem lögreglumaður. Málin vöktu mikla skelfingu meðal Bandaríkjamanna á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Árásarmaður braust inn á heimili fólks að næturlagi og batt og nauðgaði fórnarlömbum sínum. Hann flúði síðan vettvang með reiðufé, skartgripi og skilríki. Fórnarlömbin voru á aldrinum 12-41 árs. „Allir voru hræddir,“ sagði alríkislögreglufulltrúinn Marcus Knutson, sem er fæddur og uppalinn í Sacramento, þegar óskað var eftir upplýsingum um málin fyrir tveimur árum síðan. „Fólk svaf með haglabyssur, keypti hunda. Fólk hafði áhyggjur og það var alveg réttmætt. Hann hélt heilu samfélagi í heljargreipum. Hann gerði hræðilega hluti.“ Á þeim fjörutíu árum sem málin voru óupplýst fékk morðinginn ýmis viðurnefni. Til dæmis Original Night Stalker, Visalia Ransacker, East Area Rapis, East Bay Rapist og Diamond Knot Killer. Málið er hins vegar best þekkt meðal almennings sem mál Golden State morðingjans, eða The Golden State Killer. Viðurnefni sem er rakið til rithöfundarins Michelle McNamara. Lögreglan hafði úr litlu að vinna í marga áratugi.Vísir/APEngin tenging fyrstu árin Fyrstu brotin sem voru tilkynnt voru nauðganir, 46 nauðganir raunar, áður en morðin hófust. Í strandbænum Ventura batt hann par og nauðgaði konunni áður en hann barði þau bæði til dauða með trjábol. Þau voru nýgift. Í borginni Goleta voru fórnarlömbin læknir og eiginkona hans, sem hann batt bæði áður en hann skaut þau til bana. Síðasta málið sem tengt er við Golden State-morðingjann er nauðgun og morð á 18 ára stúlku í Orange County í maí árið 1986. Lögreglan taldi morðin ekki vera tengd fyrstu ár og áratugi rannsóknarinnar og þau voru ekki talin tengd nauðgununum fyrr en árið 2000. Með nútímatækni náðist að rekja málin saman, en morðinginn fannst aldrei. Margir töldu að morðinginn væri sjálfur látinn. Lögreglan hélt áfram að leita morðingjans og árið 2016 bauð alríkislögreglan 50 þúsund dollara, eða rúmar 5 milljónir íslenskra króna, þeim sem gæti gefið upplýsingar um ferðir Golden State- morðingjans.Leitað að sönnunargögnum að heimili DeAngeloVísir/GettyDNA tækni kom lögreglunni á sporið Enginn var handtekinn í tengslum við málin í 40 ár og lögreglan náði aldrei að nefna neinn grunaðan. Einu upplýsingarnar sem lögreglan hafði voru smávægilegar um útlit hans frá manneskju sem komst undan. Fyrr á þessu ári kom út bókin I‘ll Be Gone in the Dark eftir Michelle McNamara. McNamara lést árið 2016 en eftirlifandi eiginmaður hennar, leikarinn Patton Oswalt, sá til þess að bókin kæmi út. Bókin, ásamt umfjöllun um morðin í sjónvarpi og hlaðvarpi varð til þess að áhugi almennings á málunum jókst á nýjan leik. Með nútímatækni og nýjum lögum um að taka þurfi DNA sýni úr öllum sem handteknir eru í sakamálum í Kaliforníu, náði lögreglan að bera kennsl á DeAngelo, sem er nú í haldi lögreglu. Saksóknari krefst dauðarefsingar. Tony Rackauckas, héraðssaksóknari í Orange County sagði að morðinginn hefði í gegnum tíðina verið kallaður ýmsum nöfnum. „En í dag er það okkar ánægja að kalla hann ákærða.“ Málin sem tengd eru við Golden State-morðingjan eru eftirfarandi:1976 18. júní - kynferðisbrot/nauðgun 17. júlí - kynferðisbrot/nauðgun 29. ágúst - innbrot/tilraun til nauðgunar 4. september - kynferðisbrot/nauðgun 5. október - kynferðisbrot/nauðgun 9. október - kynferðisbrot/nauðgun 18. október - kynferðisbrot/nauðgun 18. október - bílþjófnaður 10. nóvember - mannrán 18. desember - kynferðisbrot/nauðgun1977 18. janúar - kynferðisbrot/nauðgun 24. janúar - kynferðisbrot/nauðgun 7. febrúar - kynferðisbrot/nauðgun 16. febrúar - líkamsárás/tilraun til manndráps 8. mars - kynferðisbrot/nauðgun 18. mars - kynferðisbrot/nauðgun 2. apríl - kynferðisbrot/nauðgun 15. apríl - kynferðisbrot/nauðgun 3. maí - kynferðisbrot/nauðgun 5. maí - kynferðisbrot/nauðgun 14. maí - kynferðisbrot/nauðgun 17. maí - kynferðisbrot/nauðgun 28. maí - kynferðisbrot/nauðgun 6. september - kynferðisbrot/nauðgun 1. október - kynferðisbrot/nauðgun 21. október - kynferðisbrot/nauðgun 29. október - kynferðisbrot/nauðgun. 10. nóvember – kynferðisbrot/nauðgun. 2. desember – tilraun til nauðgunar1978 28. janúar – kynferðisbrot/nauðgun 2. febrúar – tvö morð 18. mars – kynferðisbrot/nauðgun 14. apríl - kynferðisbrot/nauðgun 5. Júní - kynferðisbrot/nauðgun 7. júní – kynferðisbrot/nauðgun 23. júní – kynferðisbrot/nauðgun 24. júní – kynferðisbrot/nauðgun 6. júlí – kynferðisbrot/nauðgun 7. október – kynferðisbrot/nauðgun 13. október – kynferðisbrot/nauðgun 4. nóvember – kynferðisbrot/nauðgun 2. desember – kynferðisbrot/nauðgun 8. desember – kynferðisbrot/nauðgun 18. desember – kynferðisbrot/nauðgun1979 28. janúar – kynferðisbrot/nauðgun 20. mars – kynferðisbrot/nauðgun 4. apríl - kynferðisbrot/nauðgun 2. júní – kynferðisbrot/nauðgun 11. júní – kynferðisbrot/nauðgun *DNA tenging 25. júní – kynferðisbrot/nauðgun 12. júlí – kynferðisbrot/nauðgun 1. október – tilraun til nauðgunar/morð 30. desember – tvö morð1980 13. mars – kynferðisbrot/nauðgun/tvö morð *DNA tenging 19. ágúst – kynferðisbrot/nauðgun/tvö morð *DNA tenging1981 5. febrúar – kynferðisbrot/nauðgun/morð *DNA tenging 27. júlí – tvö morð *DNA tenging1986 4. maí – kynferðisbrot/nauðgun/morð *DNA tengingÞessi grein er byggð á umfjöllun CNN, BBC, The Los Angeles Times og NBC.
Fréttaskýringar Tengdar fréttir Raðmorðingi handsamaður Lögregluyfirvöld í Sacramento í Kaliforníu tilkynntu í gær að 72 ára gamall maður, Joseph James DeAngelo, hefði verið handtekinn, grunaður um að vera hinn alræmdi Golden State-morðingi. 26. apríl 2018 06:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Raðmorðingi handsamaður Lögregluyfirvöld í Sacramento í Kaliforníu tilkynntu í gær að 72 ára gamall maður, Joseph James DeAngelo, hefði verið handtekinn, grunaður um að vera hinn alræmdi Golden State-morðingi. 26. apríl 2018 06:00