Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - ÍA 1-4 │ÍA áfram eftir stórsigur Gabríel Sighvatsson skrifar 30. apríl 2018 20:15 Jóhannes Karl þjálfar ÍA. vísir/anton Selfoss og ÍA mættust í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag. Bæði lið höfðu unnið stórsigra í síðustu umferð og voru að leitast eftir sigri fyrir fyrsta leik í Inkasso-deildinni sem hefst um helgina. Spilað var á gervigrasvellinum á Selfossi þar sem JÁVERK-völlurinn var ekki alveg tilbúinn sem hentaði báðum liðum illa en þó kannski verr fyrir heimamenn. Þeir byrjuðu leikinn a.m.k. mjög illa og fengu á sig tvö mörk á fyrstu 5 mínútunum. Selfyssingar voru slegnir út af laginu en náðu að vinna sig inn í leikinn þegar á leið og minnkuðu muninn stuttu seinna. Gestirnir settu hinsvegar annað mark í fyrri hálfleik og gerðu út um leikinn í þeim seinni með marki á lokamínútunum. Það eru því Skagamenn sem fara áfram í næstu umferð Mjólkurbikarsins í ár.Af hverju vann ÍA? Skagamenn byrjuðu leikinn af krafti og keyrðu á heimamenn sem mættu alls ekki undirbúnir til leiks og fengu strax á sig tvö mörk. Þessi gjöf færði Skagamenn langt og tvö mörk í viðbót frá þeim innsigluðu leikinn.Hvað gekk illa? Selfyssingar byrjuðu leikinn afskaplega illa og meira að segja eftir ömurlega byrjun, virtust þeir brothættir á köflum. Sóknarleikurinn fann ekki margar glufur og vörnin fékk á sig 4 mörk.Hverjir stóðu upp úr? Arnar Már Guðjónsson átti fínan leik á miðjunni. Steinar Þorsteinsson skoraði og átti þátt í öðrum mörkum. Þá var varnarlínan þétt og samheldin mest allan leikinn.Hvað gerist næst? Selfyssingar fara ekki lengra í bikarnum í ár og eiga erfitt sumar fyrir höndum. Það kemur seinna í ljós hverjum ÍA mætir í næstu umferð en þeir mæta engu að síður til leiks í Inkasso-deildinni næstu helgi.Gunnar: Ætla að vona að við verðum betri Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, var mjög ósáttur við leikinn í kvöld, en hann fór alls ekki eins og hann hafði hugsað sér. „Nei, það er hárrétt hjá þér, þetta fór þveröfugt við það sem við ætluðum á okkur. Þetta var ekki sjokk, bara gríðarleg vonbrigði og barnalegt,“ sagði Gunni um fyrstu tvö mörkin sem liðið fékk á sig. Selfoss liðið var ekki mætt fyrstu mínúturnar en fyrstu mörkin fékk liðið á sig eftir einungis 5 mínútur. „Við þurfum að fara yfir það, ég er sammála því að við erum vanalega skipulagðir og venjulega sýnum við af okkur betri karakter en þetta að ætla að byrja eitthvað að djöflast þegar við erum lentir 2-0 undir á 13. mínútu. Við vinnum ekki marga leiki í sumar ef við ætlum að gera þetta svona.“ „Ef við hefðum náð að halda áfram eins og við keyrðum á þá aðeins eftir að við skoruðum markið, ef við hefðum náð að fylgja því eftir og sett jöfnunarmark þá hefði þetta orðið leikur. Það bara gerist ekkert og leikurinn hálfpartinn deyr þangað til við þurfum að taka sénsa og þá taka þeir af skarið.“ Það vantaðir ýmislegt upp á hjá Selfyssingum í dag. „Samskipti hefðu verið gríðarlega góð. Við vorum alveg að ná að koma til baka, en það er náttúrulega mjög erfitt að byrja fótboltaleik 2-0 undir eftir 3 mínútur og eðlilega svolítið erfitt að rífa upp mannskapinn. En ég er ánægður með liðið, við stigum upp og minnkuðum muninn en ég hefði viljað sjá meiri karakter, meiri vilja og jafnvel að menn yrðu dálíti brútal og væru til í að taka sénsa.” „Þetta er bikar og annað hvort ertu inn eða út. Það er allt í lagi að fá spjöld í þessu, þau telja ekki neitt eftir þetta. Ég hefði viljað fá meira blóðbragð á tennurnar og ef við hefðum fylgt skipulaginu okkar betur þá hefðum við klárega getað gert það.“ Hinsvegar er sumarið rétt að byrja og Gunnar þarf að reyna að bæta frammistöðuna hjá sínu liði. „Ég ætla að vona það (að við verðum betri). Ég get engu lofað en við vinnum á hverjum einasta degi til að gera betur. Deildin byrjar á laugardaginn og við verðum að gera betur ef við ætlum að gera eitthvað þar.“Jóhannes Karl: Búinn að biðja dómarafernuna afsökunar „Það er alltaf gaman að vinna bikarleiki“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir góðan sigur gegn Selfyssingum. „Við unnum þokkalega sannfærandi í dag. Við byrjuðum af miklum krafti eins og við ætluðum okkur að gera og það er frábært að ná tveimur mörkum svona snemma gegn góðu liði á útivelli. Selfoss eru vel mannaðir og vel skipulagðir þannig að þetta var frábær byrjun hjá okkur.” Jóhannes Karl sagði að uppleggið hefði verið að pressa vel fyrstu mínúturnar og þeir uppskáru strax tvö mörk. Kom þessi góða byrjun Jóhannesi á óvart? „Það kom mér ekkert á óvart, það var mikil ákefð í okkar leik og við vorum grimmir að keyra á þá, bæði í pressunni og í okkar leik. Þegar við unnum boltann vorum við fljótir að snúa vörn í sókn og það kom þeim sjálfsagt aðeins að óvörum en ég vissi að mínir menn voru klárir í þetta frá fyrstu sekúndu. Það setti bara tóninn inn í leikinn fyrir okkur.“ Það dró til tíðinda á 70. mínútu þegar leikmaður ÍA lenti í vondri tæklingu. Jóhannes Karl var ekki par sáttur og var vikið af velli í kjölfarið. „Ég missti mig bara aðeins og gekk í raun og veru nokkur skref inn á völlinn þegar ég var að mótmæla það sem mér fannst á þeirri stundu grófleg tveggja fóta tækling sem mér fannst hættuleg. Það fauk aðeins í mig og ég tók tvö-þrjú skref inn á völlinn og ég held að það hafi verið það sem dómararnir voru ósáttir við og skiljanleg. „Þetta er ekki hegðun sem ég á að sýna af mér og ég er búinn að biðja dómarafernuna afsökunar á minni hegðun og það fór bara eins og það fór.“ „Við erum búnir að æfa vel og erum í góðu standi, þetta eru kröftugir og öflugir fótboltamenn sem eru í hópnum, þeir eru frábærir í fótbolta og við erum tilbúnir í slaginn í sumar, í Inkasso-deildinni sem er náttúrulega hörkudeild. Við þurfum að vera klárir í baráttuna fyrst og fremst og ég held við séum það.“Arnar Már: Bollinn alltaf ljúfur „Þetta er góður sigurvani þegar maður er kominn á þennan aldur, þá er bollinn alltaf ljúfur,“ sagði Arnar Már Guðjónsson, miðjumaður ÍA, með kaffibolla í hönd. Arnar Már var ánægður með frammistöðuna í kvöld. „Það er náttúrulega þessi byrjun í dag, hún var geggjuð. Við vorum komnir í 2-0 eftir 10 mínútur og það eiginlega gaf okkur leikinn. Þó þeir hafi komið tilbaka í 2-1 þá var það rosalega sterkt að byrja leikinn svona vel.“ „Maður býst kannski ekki alveg við 2-0 eftir 6 mínútur en við ætluðum að keyra á þá í byrjun þannig að það kom ekkert þannig séð á óvart en 2-0 var alveg extra gott.“ Spilað var á gervigrasvelli þar sem grasvöllur Selfyssingar var ekki alveg tilbúinn og voru aðstæður erfiðar fyrir alla á vellinum. „Við grind-um þetta svolítið, völlurinn var ekkert frábær til að spila boltanum meðfram jörðinni. Við vorum ekkert að taka neina sénsa og lúðrum boltanum svolítið fram, ég viðurkenni það, en það virkaði og þetta var bara flott.“ Þá eru Arnar Már og félagar ánægðir með liðið og sjá fram á gott sumar. „Við erum búnir að eiga virkilega flottan vetur og það sem Jói og Siggi eru að gera, það er leikmannahópurinn gríðarlega ánægður með og menn eru samstilltir þar.“ „Vonandi, ég hef aldrei náð almennilegu bikarævintýri þannig að ég stefni allavega á það og leiði strákana áfram í því.“ Íslenski boltinn
Selfoss og ÍA mættust í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag. Bæði lið höfðu unnið stórsigra í síðustu umferð og voru að leitast eftir sigri fyrir fyrsta leik í Inkasso-deildinni sem hefst um helgina. Spilað var á gervigrasvellinum á Selfossi þar sem JÁVERK-völlurinn var ekki alveg tilbúinn sem hentaði báðum liðum illa en þó kannski verr fyrir heimamenn. Þeir byrjuðu leikinn a.m.k. mjög illa og fengu á sig tvö mörk á fyrstu 5 mínútunum. Selfyssingar voru slegnir út af laginu en náðu að vinna sig inn í leikinn þegar á leið og minnkuðu muninn stuttu seinna. Gestirnir settu hinsvegar annað mark í fyrri hálfleik og gerðu út um leikinn í þeim seinni með marki á lokamínútunum. Það eru því Skagamenn sem fara áfram í næstu umferð Mjólkurbikarsins í ár.Af hverju vann ÍA? Skagamenn byrjuðu leikinn af krafti og keyrðu á heimamenn sem mættu alls ekki undirbúnir til leiks og fengu strax á sig tvö mörk. Þessi gjöf færði Skagamenn langt og tvö mörk í viðbót frá þeim innsigluðu leikinn.Hvað gekk illa? Selfyssingar byrjuðu leikinn afskaplega illa og meira að segja eftir ömurlega byrjun, virtust þeir brothættir á köflum. Sóknarleikurinn fann ekki margar glufur og vörnin fékk á sig 4 mörk.Hverjir stóðu upp úr? Arnar Már Guðjónsson átti fínan leik á miðjunni. Steinar Þorsteinsson skoraði og átti þátt í öðrum mörkum. Þá var varnarlínan þétt og samheldin mest allan leikinn.Hvað gerist næst? Selfyssingar fara ekki lengra í bikarnum í ár og eiga erfitt sumar fyrir höndum. Það kemur seinna í ljós hverjum ÍA mætir í næstu umferð en þeir mæta engu að síður til leiks í Inkasso-deildinni næstu helgi.Gunnar: Ætla að vona að við verðum betri Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, var mjög ósáttur við leikinn í kvöld, en hann fór alls ekki eins og hann hafði hugsað sér. „Nei, það er hárrétt hjá þér, þetta fór þveröfugt við það sem við ætluðum á okkur. Þetta var ekki sjokk, bara gríðarleg vonbrigði og barnalegt,“ sagði Gunni um fyrstu tvö mörkin sem liðið fékk á sig. Selfoss liðið var ekki mætt fyrstu mínúturnar en fyrstu mörkin fékk liðið á sig eftir einungis 5 mínútur. „Við þurfum að fara yfir það, ég er sammála því að við erum vanalega skipulagðir og venjulega sýnum við af okkur betri karakter en þetta að ætla að byrja eitthvað að djöflast þegar við erum lentir 2-0 undir á 13. mínútu. Við vinnum ekki marga leiki í sumar ef við ætlum að gera þetta svona.“ „Ef við hefðum náð að halda áfram eins og við keyrðum á þá aðeins eftir að við skoruðum markið, ef við hefðum náð að fylgja því eftir og sett jöfnunarmark þá hefði þetta orðið leikur. Það bara gerist ekkert og leikurinn hálfpartinn deyr þangað til við þurfum að taka sénsa og þá taka þeir af skarið.“ Það vantaðir ýmislegt upp á hjá Selfyssingum í dag. „Samskipti hefðu verið gríðarlega góð. Við vorum alveg að ná að koma til baka, en það er náttúrulega mjög erfitt að byrja fótboltaleik 2-0 undir eftir 3 mínútur og eðlilega svolítið erfitt að rífa upp mannskapinn. En ég er ánægður með liðið, við stigum upp og minnkuðum muninn en ég hefði viljað sjá meiri karakter, meiri vilja og jafnvel að menn yrðu dálíti brútal og væru til í að taka sénsa.” „Þetta er bikar og annað hvort ertu inn eða út. Það er allt í lagi að fá spjöld í þessu, þau telja ekki neitt eftir þetta. Ég hefði viljað fá meira blóðbragð á tennurnar og ef við hefðum fylgt skipulaginu okkar betur þá hefðum við klárega getað gert það.“ Hinsvegar er sumarið rétt að byrja og Gunnar þarf að reyna að bæta frammistöðuna hjá sínu liði. „Ég ætla að vona það (að við verðum betri). Ég get engu lofað en við vinnum á hverjum einasta degi til að gera betur. Deildin byrjar á laugardaginn og við verðum að gera betur ef við ætlum að gera eitthvað þar.“Jóhannes Karl: Búinn að biðja dómarafernuna afsökunar „Það er alltaf gaman að vinna bikarleiki“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir góðan sigur gegn Selfyssingum. „Við unnum þokkalega sannfærandi í dag. Við byrjuðum af miklum krafti eins og við ætluðum okkur að gera og það er frábært að ná tveimur mörkum svona snemma gegn góðu liði á útivelli. Selfoss eru vel mannaðir og vel skipulagðir þannig að þetta var frábær byrjun hjá okkur.” Jóhannes Karl sagði að uppleggið hefði verið að pressa vel fyrstu mínúturnar og þeir uppskáru strax tvö mörk. Kom þessi góða byrjun Jóhannesi á óvart? „Það kom mér ekkert á óvart, það var mikil ákefð í okkar leik og við vorum grimmir að keyra á þá, bæði í pressunni og í okkar leik. Þegar við unnum boltann vorum við fljótir að snúa vörn í sókn og það kom þeim sjálfsagt aðeins að óvörum en ég vissi að mínir menn voru klárir í þetta frá fyrstu sekúndu. Það setti bara tóninn inn í leikinn fyrir okkur.“ Það dró til tíðinda á 70. mínútu þegar leikmaður ÍA lenti í vondri tæklingu. Jóhannes Karl var ekki par sáttur og var vikið af velli í kjölfarið. „Ég missti mig bara aðeins og gekk í raun og veru nokkur skref inn á völlinn þegar ég var að mótmæla það sem mér fannst á þeirri stundu grófleg tveggja fóta tækling sem mér fannst hættuleg. Það fauk aðeins í mig og ég tók tvö-þrjú skref inn á völlinn og ég held að það hafi verið það sem dómararnir voru ósáttir við og skiljanleg. „Þetta er ekki hegðun sem ég á að sýna af mér og ég er búinn að biðja dómarafernuna afsökunar á minni hegðun og það fór bara eins og það fór.“ „Við erum búnir að æfa vel og erum í góðu standi, þetta eru kröftugir og öflugir fótboltamenn sem eru í hópnum, þeir eru frábærir í fótbolta og við erum tilbúnir í slaginn í sumar, í Inkasso-deildinni sem er náttúrulega hörkudeild. Við þurfum að vera klárir í baráttuna fyrst og fremst og ég held við séum það.“Arnar Már: Bollinn alltaf ljúfur „Þetta er góður sigurvani þegar maður er kominn á þennan aldur, þá er bollinn alltaf ljúfur,“ sagði Arnar Már Guðjónsson, miðjumaður ÍA, með kaffibolla í hönd. Arnar Már var ánægður með frammistöðuna í kvöld. „Það er náttúrulega þessi byrjun í dag, hún var geggjuð. Við vorum komnir í 2-0 eftir 10 mínútur og það eiginlega gaf okkur leikinn. Þó þeir hafi komið tilbaka í 2-1 þá var það rosalega sterkt að byrja leikinn svona vel.“ „Maður býst kannski ekki alveg við 2-0 eftir 6 mínútur en við ætluðum að keyra á þá í byrjun þannig að það kom ekkert þannig séð á óvart en 2-0 var alveg extra gott.“ Spilað var á gervigrasvelli þar sem grasvöllur Selfyssingar var ekki alveg tilbúinn og voru aðstæður erfiðar fyrir alla á vellinum. „Við grind-um þetta svolítið, völlurinn var ekkert frábær til að spila boltanum meðfram jörðinni. Við vorum ekkert að taka neina sénsa og lúðrum boltanum svolítið fram, ég viðurkenni það, en það virkaði og þetta var bara flott.“ Þá eru Arnar Már og félagar ánægðir með liðið og sjá fram á gott sumar. „Við erum búnir að eiga virkilega flottan vetur og það sem Jói og Siggi eru að gera, það er leikmannahópurinn gríðarlega ánægður með og menn eru samstilltir þar.“ „Vonandi, ég hef aldrei náð almennilegu bikarævintýri þannig að ég stefni allavega á það og leiði strákana áfram í því.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti