Í stiklunni má sjá góðkunningja úr fyrri myndina birtast á ný, meðal annars persónur þeirra Meryl Streep, Pierce Brosnan, Colin Firth, Stellan Skarsgård, Amanda Seyfried, Julie Walters og fleiri. Þá fer Cher einnig með hlutverk í myndinni.
Í nýju myndinni verður meðal annars fylgst með forsögu fyrri myndarinnar, þegar Donna átti í ástarsambandi við þá Sam Carmichael, Harry Bright og Bill Anderson og eignaðist síðar Sophie.
Síðustu stikluna má sjá hér að neðan.