Önnur hitabylgja skellur á norðurpólnum Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2018 16:55 Frá Tjúktahafi við strendur Alaska í júlímánuði. Útbreiðsla hafíssins þar nú er sú minnsta sem mælst hefur í maí Vísir/AFP Hitinn sem mælst hefur á norðurskautinu undanfarna daga er líklega sá mesti á þessum árstíma frá því að mælingar hófust upp úr miðri síðustu öld. Á norðurpólnum sjálfum hefur hitinn náð frostmarki sem er um 17-19°C hlýrra en í venjulegu árferði. Óvanaleg hlýindi hafa gengið yfir norðurskautið fjóra af síðustu fimm vetrum. Stór hluti norðurskautsins norðan 80. Breiddargráðu er nú sagður óvenjuhlýr, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post. Hitinn þar er nú um 10°C en vanalega væri hann nær -16°C. Það eru mestu hlýindi sem mælst hafa á svæðinu frá 1958. Hafísinn hefur hopað hratt í hlýindunum. Við Svalbarða hefur hann skroppið saman um 82.000 ferkílómetra. Útbreiðsla hans er nú sú önnur minnsta frá því að mælingar hófust þar. Í Berings- og Tjúktahafi hefur hafísinni aldrei þakið minna svæði á þessum árstíma.Sea ice extent in the Bering-Chukchi Sea region remains a record low for the date. The previous record was 2017. Each other thin line represents one year from 1979 [purple] to 2016 [white]. pic.twitter.com/0B2ffJMZ44— Zack Labe (@ZLabe) May 6, 2018 Líkt og í vetur þegar heitt loft streymdi norður á heimskautið en kalt loft þaðan suður í Evrópu og Síberíu hefur svalt heimskautaloftið leitað suður á bóginn til Grænlands. Þar hefur kuldinn efst á jöklinum nálgast met í maímánuði. Kuldinn hefur farið niður í -44°C. Árekstrar hlýs og kalds lofts við Grænland hefur valdið lægðagangi þar að undanförnu. Hitabylgjan á norðurslóðum í vetur var rakin til röskunar á meginveðurkerfi norðurhvelsins sem heldur alla jafna köldu heimskautaloftinu á sínum stað. Vísindamenn hafa lengi velt vöngum yfir því hvort að hnattræn hlýnun af völdum manna gæti veikt veðurkerfið. Það myndi gera sveiflur sem þessar líklegri þar sem hlýtt loft að sunnan ætti greiðari leið að norðurskautinu en kalt loft gæti að sama skapi þá skriðið suður og kælt meginlöndin þar. Loftslagsmál Norðurslóðir Vísindi Tengdar fréttir Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55 Röskun meginkerfis norðurhvelsins snýr veðurfari á haus Á sama tíma og hitinn á norðurskautinu hefur farið yfir frostmark flæðir kalt loft frá Síberíu yfir Evrópu. Kenningar eru um að hnattræn hlýnun geti gert frávik af þessu tagi tíðari. 27. febrúar 2018 15:15 Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu er við sögulegt lágmark. Hop íssins hefur áhrif á veðurfar sunnar á jörðinni og hefur meðal annar mildað norðanáttina á Íslandi. 29. mars 2018 11:00 Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Sjá meira
Hitinn sem mælst hefur á norðurskautinu undanfarna daga er líklega sá mesti á þessum árstíma frá því að mælingar hófust upp úr miðri síðustu öld. Á norðurpólnum sjálfum hefur hitinn náð frostmarki sem er um 17-19°C hlýrra en í venjulegu árferði. Óvanaleg hlýindi hafa gengið yfir norðurskautið fjóra af síðustu fimm vetrum. Stór hluti norðurskautsins norðan 80. Breiddargráðu er nú sagður óvenjuhlýr, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post. Hitinn þar er nú um 10°C en vanalega væri hann nær -16°C. Það eru mestu hlýindi sem mælst hafa á svæðinu frá 1958. Hafísinn hefur hopað hratt í hlýindunum. Við Svalbarða hefur hann skroppið saman um 82.000 ferkílómetra. Útbreiðsla hans er nú sú önnur minnsta frá því að mælingar hófust þar. Í Berings- og Tjúktahafi hefur hafísinni aldrei þakið minna svæði á þessum árstíma.Sea ice extent in the Bering-Chukchi Sea region remains a record low for the date. The previous record was 2017. Each other thin line represents one year from 1979 [purple] to 2016 [white]. pic.twitter.com/0B2ffJMZ44— Zack Labe (@ZLabe) May 6, 2018 Líkt og í vetur þegar heitt loft streymdi norður á heimskautið en kalt loft þaðan suður í Evrópu og Síberíu hefur svalt heimskautaloftið leitað suður á bóginn til Grænlands. Þar hefur kuldinn efst á jöklinum nálgast met í maímánuði. Kuldinn hefur farið niður í -44°C. Árekstrar hlýs og kalds lofts við Grænland hefur valdið lægðagangi þar að undanförnu. Hitabylgjan á norðurslóðum í vetur var rakin til röskunar á meginveðurkerfi norðurhvelsins sem heldur alla jafna köldu heimskautaloftinu á sínum stað. Vísindamenn hafa lengi velt vöngum yfir því hvort að hnattræn hlýnun af völdum manna gæti veikt veðurkerfið. Það myndi gera sveiflur sem þessar líklegri þar sem hlýtt loft að sunnan ætti greiðari leið að norðurskautinu en kalt loft gæti að sama skapi þá skriðið suður og kælt meginlöndin þar.
Loftslagsmál Norðurslóðir Vísindi Tengdar fréttir Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55 Röskun meginkerfis norðurhvelsins snýr veðurfari á haus Á sama tíma og hitinn á norðurskautinu hefur farið yfir frostmark flæðir kalt loft frá Síberíu yfir Evrópu. Kenningar eru um að hnattræn hlýnun geti gert frávik af þessu tagi tíðari. 27. febrúar 2018 15:15 Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu er við sögulegt lágmark. Hop íssins hefur áhrif á veðurfar sunnar á jörðinni og hefur meðal annar mildað norðanáttina á Íslandi. 29. mars 2018 11:00 Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Sjá meira
Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55
Röskun meginkerfis norðurhvelsins snýr veðurfari á haus Á sama tíma og hitinn á norðurskautinu hefur farið yfir frostmark flæðir kalt loft frá Síberíu yfir Evrópu. Kenningar eru um að hnattræn hlýnun geti gert frávik af þessu tagi tíðari. 27. febrúar 2018 15:15
Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu er við sögulegt lágmark. Hop íssins hefur áhrif á veðurfar sunnar á jörðinni og hefur meðal annar mildað norðanáttina á Íslandi. 29. mars 2018 11:00
Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55