Myndin er byggð á sönnum atburðum og segir frá þeim Tami og Richard sem ætluðu að sigla 44 feta skútu frá Tahítí til San Diego árið 1983.
Á leiðinni lentu þau í fellibylnum Raymond. Eftir að bylurinn gekk yfir vaknaði Tami í afar illa farinni skútunni og fann Richard illa meiddan. Þá tók við það erfiða verkefni að koma þeim til lands.
Shailene Woodley og Sam Claflin fara með hlutverk þeirra Tami og Richard.
Myndin verður frumsýnd þann 1. júní næstkomandi. Hún er framleidd af fyrirtækjunum Lakeshore Entertainment, Ingenious Media, RVK Studios og Huayi Borthers Pictures og dreift af STX Entertainment.
Stikluna má sjá hér fyrir neðan.