Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Breiðablik 2-6 │ Berglind Björg með þrennu í stórsigri Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. maí 2018 21:30 Berglind Björg byrjar sumarið með látum vísir Breiðablik vann stórsigur á Stjörnunni í opnunarleik Pepsi deildar kvenna í fótbolta í Garðabænum í kvöld. Landsliðsframherjinn Berglind Björg Þorvalsdóttir skoraði þrennu í leiknum og fyrrum Stjörnukonan Agla María Albertsdóttir skoraði gegn sínum gömlu félögum. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega enda bæði lið aðeins að finna sig, stilla saman strengi og læra inn á andstæðinginn. Hins vegar bar fljótt til tíðinda þegar þrjú mörk voru skoruð á fjórum mínútum. Veðrið hafði snarversnað, gervigrasið var snævi þakið og élaði vel á leikmenn, sem gerði aðstæður til fótbolta erfiðar. Fyrsta markið skoraði Lára Kristín Pedersen, þó kannski eigi Guðmunda Brynja Óladóttir síðustu snertinguna. Lára setur boltann fyrir markið, líklegast á hann að vera fyrirgjöf, og hann lekur framhjá öllum varnarmönnum Breiðabliks og steinrunninni Sonný Láru Þráinsdóttur í marki Breiðabliks. Heimamenn voru þó ekki lengi að laga stöðuna fyrir gesti sína, fyrirliðinn Ásgerður Stefanía Baldursdóttir hreinsaði boltann í eigið mark. Líklega of mikil gestristni fyrir hennar smekk. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir kom Breiðabliki svo yfir á 23. mínútu með lágu skoti utan af velli sem Berglind Hrund Jónasdóttir hafði ekki við að verja í markinu. Fljótlega eftir þriðja markið lægði veðrið aftur og þá dofnaði einnig yfir leiknum. Stjörnukonur sóttu þó aðeins þegar líða fór á fyrri hálfleikinn en náðu ekki að setja annað mark, staðan 2-1 í leikhléi. Blikar komu miklu sterkari út í seinni hálfleikinn og Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sem var ekki áberandi í fyrri hálfleik, átti frábæra stungudendingu inn á Öglu Maríu Albertsdóttir, fyrrverandi Stjörnukonu, sem skoraði þriðja markið áður en hún skoraði svo sjálf fjórða markið þegar um klukkutími var liðinn. Eftir það voru bæði lið nokkuð jöfn. Blikar slökuðu aðeins á og Stjörnukonur sóttu í sig veðrið. Þegar um 10 mínútur voru eftir var hins vegar brotið á Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. Berglind Björg fór á punktinn og skoraði stöngin inn og var svo búin að setja annað mark og fullkomna þrennuna aðeins tveimur mínútum seinna. Harpa Þorsteinsdóttir náði að skora sárabótarmark í uppbótartíma en það gerði lítið fyrir Stjörnuna sem tapaði 2-6.Afhverju vann Breiðablik? Gestirnir voru einfaldlega miklu sterkari í seinni hálfleik. Mörkin tvö í fyrri hálfleiknum má skrifa, að minnsta kosti að hluta til, á veðrið. Frá fyrsta flauti seinni hálfleiks var leikurinn hins vegar allur Blika og þær fóru sanngjarnt með sigur af hólmi.Hverjar stóðu upp úr? Þrátt fyrir að Berglind Björg hafi skorað þrennu var það samt Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir sem stóð mest upp úr í leiknum. Hún spilaði reyndar aðeins um klukkutíma en var lang besti leikmaður Breiðabliks í fyrri hálfleik. Það var enginn hjá Stjörnunni sem stóð eitthvað sérstaklega upp úr. Katrín Ásbjörnsdóttir var ágæt í fyrri hálfleik en hvarf í þeim seinni. Harpa Þorsteinsdóttir var dugleg eins og oftast og uppskar mark.Hvað gekk illa? Hjá Stjörnunni gekk í raun allt illa í seinni hálfleik. Þær náðu ekki upp neinu almennilegu spili og Blikarnir opnuðu vörnina trekk í trekk. Í fyrri hálfleik gekk nokkuð illa hjá báðum liðum að ráða við aðstæðurnar þegar veðrið gerði vart við sig, en seinni hálfleikur Stjörnunnar var hrikalegur.Hvað gerist næst? Næsta umferð er leikin á miðvikudaginn 9. maí. Þá fá Blikar Grindavík á Kópavogsvöll og Stjarnan sækir Val heim á Hlíðarenda.Þorsteinn Halldórsson þjálfar BreiðablikÞorsteinn: Stoltur af seinni hálfleiknum „Glaður, stoltur og virkilega ánægður með leikinn,“ voru fyrstu viðbrögð Þorsteins Halldórssonar, þjálfara Breiðabliks, eftir leikinn. „Byrjuðum kannski svolítið með pressu á okkur en við vorum búnar að ræða það fyrir leikinn að á öllum tímum í fótboltaleikjum lendir maður undir í spili á einhverjum tímapunkti. Það gerðist reyndar bara strax í byrjun í þessum leik.“ „Við vorum búnar að ræða það að halda aga og skipulagi þó við myndum lenda undir og við vorum tilbúnar í það að takast á við það og mér fannst við gera það mjjög vel í dag. Náðum að vinna okkur aftur inn í leikinn og áttum frábæran seinni hálfleik.“ Seinni hálfleikurinn var eins og Þorsteinn segir eign Breiðabliks eftir þrjú mörk í fyrri hálfleik sem voru í raun veðrinu að kenna frekar en einhverju öðru, þannig lagað. „Í seinni hálfleiknum fannst mér við taka öll völdin á vellinum og stýrðum leiknum og náðum að opna þær og skapa fínt. Ég var bara virkilega stoltur af seinni hálfleiknum, maður bjóst við því að fyrri hálfleikur yrði með spennustigið hátt og mikið stress en mér fannst við ná því úr okkur og spiluðum frábæran seinni hálfleik.“ Var Þorsteinn með eldræðu inni í klefa sem kveikti í sínu liði í hálfleiknum? „Ég er aldrei með ræðu, ég er svo rólegur í hálfleik. Fórum bara yfir hluti og breyttum smá áherslum í sóknarleiknum og það heppnaðist vel. Svo komu einstaklingsgæði í ljós sem gerðu gæfumuninn í þessum leik,“ sagði Þorsteinn Halldórsson.Ólafur Þór er þjálfari Stjörnunnar.vísirÓlafur: Seinni hálfleikur var til skammar Þjálfari Stjörnunnar, Ólafur Þór Guðbjörnsson var að vonum ósáttur með leik sinna kvenna í kvöld. „Þetta var skelfilegt. Við spiluðum þetta mjög illa. Skrýtin mörk við erfiðar aðstæður en það er engin afsökun, við bara spiluðum illa og byrjendamistök á mörgum stöðum. Við bara fengum það sem við áttum skilið,“ sagði Ólafur eftir leikinn. „Þetta var jafnvægi og hálf fúl mörk sem við fengum á okkur í fyrri hálfleik, en seinni hálfleikurinn hann var bara nánast til skammar.“ Hefur Ólafur einhverja skýringu á því afhverju liðið kom svona illa út í seinni hálfleikinn, eftir að hafa farið inn í leikhlé sem sterkari aðilinn síðustu mínúturnar? „Nei, við fórum rólega inn í hálfleikinn og ræddum þetta, en við vorum bara skrefinu á eftir alls staðar og opnuðum vörnina illa og gáfum færi á okkur. Samskiptin fram á við í fyrri hálfleik, að nýta okkur ekki aðeins vindinn, það var illa gert hjá okkur en það er margt sem við getum bætt,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson.Berglind: Er frá Vestmannaeyjum svo þetta var bara veisla Eyjamærin Berglind Björg Þorvaldsdóttir byrjaði mótið með krafti og setti þrennu í seinni hálfleik ásamt því að leggja upp mark fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur. Hún var að vonum sátt með sinn leik. „Þetta var mjög áhugavert. Það kom þarna rigning, snjókoma og sól þarna á milli en ég er frá Vestmannaeyjum og er vön þessu svo þetta var bara veisla fyrir mig.“ „Við fórum inn í hálfleik og töluðum um að vera rólegar og spila okkar leik og það skilaði sér, þetta var allt annað í seinni hálfleik.“ „Þetta var spennandi leikur, mér fannst við spila mjög vel, við áttum gott undirbúningstímabil og við spilum bara betur með hverjum leiknum núna,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Pepsi Max-deild kvenna
Breiðablik vann stórsigur á Stjörnunni í opnunarleik Pepsi deildar kvenna í fótbolta í Garðabænum í kvöld. Landsliðsframherjinn Berglind Björg Þorvalsdóttir skoraði þrennu í leiknum og fyrrum Stjörnukonan Agla María Albertsdóttir skoraði gegn sínum gömlu félögum. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega enda bæði lið aðeins að finna sig, stilla saman strengi og læra inn á andstæðinginn. Hins vegar bar fljótt til tíðinda þegar þrjú mörk voru skoruð á fjórum mínútum. Veðrið hafði snarversnað, gervigrasið var snævi þakið og élaði vel á leikmenn, sem gerði aðstæður til fótbolta erfiðar. Fyrsta markið skoraði Lára Kristín Pedersen, þó kannski eigi Guðmunda Brynja Óladóttir síðustu snertinguna. Lára setur boltann fyrir markið, líklegast á hann að vera fyrirgjöf, og hann lekur framhjá öllum varnarmönnum Breiðabliks og steinrunninni Sonný Láru Þráinsdóttur í marki Breiðabliks. Heimamenn voru þó ekki lengi að laga stöðuna fyrir gesti sína, fyrirliðinn Ásgerður Stefanía Baldursdóttir hreinsaði boltann í eigið mark. Líklega of mikil gestristni fyrir hennar smekk. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir kom Breiðabliki svo yfir á 23. mínútu með lágu skoti utan af velli sem Berglind Hrund Jónasdóttir hafði ekki við að verja í markinu. Fljótlega eftir þriðja markið lægði veðrið aftur og þá dofnaði einnig yfir leiknum. Stjörnukonur sóttu þó aðeins þegar líða fór á fyrri hálfleikinn en náðu ekki að setja annað mark, staðan 2-1 í leikhléi. Blikar komu miklu sterkari út í seinni hálfleikinn og Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sem var ekki áberandi í fyrri hálfleik, átti frábæra stungudendingu inn á Öglu Maríu Albertsdóttir, fyrrverandi Stjörnukonu, sem skoraði þriðja markið áður en hún skoraði svo sjálf fjórða markið þegar um klukkutími var liðinn. Eftir það voru bæði lið nokkuð jöfn. Blikar slökuðu aðeins á og Stjörnukonur sóttu í sig veðrið. Þegar um 10 mínútur voru eftir var hins vegar brotið á Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. Berglind Björg fór á punktinn og skoraði stöngin inn og var svo búin að setja annað mark og fullkomna þrennuna aðeins tveimur mínútum seinna. Harpa Þorsteinsdóttir náði að skora sárabótarmark í uppbótartíma en það gerði lítið fyrir Stjörnuna sem tapaði 2-6.Afhverju vann Breiðablik? Gestirnir voru einfaldlega miklu sterkari í seinni hálfleik. Mörkin tvö í fyrri hálfleiknum má skrifa, að minnsta kosti að hluta til, á veðrið. Frá fyrsta flauti seinni hálfleiks var leikurinn hins vegar allur Blika og þær fóru sanngjarnt með sigur af hólmi.Hverjar stóðu upp úr? Þrátt fyrir að Berglind Björg hafi skorað þrennu var það samt Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir sem stóð mest upp úr í leiknum. Hún spilaði reyndar aðeins um klukkutíma en var lang besti leikmaður Breiðabliks í fyrri hálfleik. Það var enginn hjá Stjörnunni sem stóð eitthvað sérstaklega upp úr. Katrín Ásbjörnsdóttir var ágæt í fyrri hálfleik en hvarf í þeim seinni. Harpa Þorsteinsdóttir var dugleg eins og oftast og uppskar mark.Hvað gekk illa? Hjá Stjörnunni gekk í raun allt illa í seinni hálfleik. Þær náðu ekki upp neinu almennilegu spili og Blikarnir opnuðu vörnina trekk í trekk. Í fyrri hálfleik gekk nokkuð illa hjá báðum liðum að ráða við aðstæðurnar þegar veðrið gerði vart við sig, en seinni hálfleikur Stjörnunnar var hrikalegur.Hvað gerist næst? Næsta umferð er leikin á miðvikudaginn 9. maí. Þá fá Blikar Grindavík á Kópavogsvöll og Stjarnan sækir Val heim á Hlíðarenda.Þorsteinn Halldórsson þjálfar BreiðablikÞorsteinn: Stoltur af seinni hálfleiknum „Glaður, stoltur og virkilega ánægður með leikinn,“ voru fyrstu viðbrögð Þorsteins Halldórssonar, þjálfara Breiðabliks, eftir leikinn. „Byrjuðum kannski svolítið með pressu á okkur en við vorum búnar að ræða það fyrir leikinn að á öllum tímum í fótboltaleikjum lendir maður undir í spili á einhverjum tímapunkti. Það gerðist reyndar bara strax í byrjun í þessum leik.“ „Við vorum búnar að ræða það að halda aga og skipulagi þó við myndum lenda undir og við vorum tilbúnar í það að takast á við það og mér fannst við gera það mjjög vel í dag. Náðum að vinna okkur aftur inn í leikinn og áttum frábæran seinni hálfleik.“ Seinni hálfleikurinn var eins og Þorsteinn segir eign Breiðabliks eftir þrjú mörk í fyrri hálfleik sem voru í raun veðrinu að kenna frekar en einhverju öðru, þannig lagað. „Í seinni hálfleiknum fannst mér við taka öll völdin á vellinum og stýrðum leiknum og náðum að opna þær og skapa fínt. Ég var bara virkilega stoltur af seinni hálfleiknum, maður bjóst við því að fyrri hálfleikur yrði með spennustigið hátt og mikið stress en mér fannst við ná því úr okkur og spiluðum frábæran seinni hálfleik.“ Var Þorsteinn með eldræðu inni í klefa sem kveikti í sínu liði í hálfleiknum? „Ég er aldrei með ræðu, ég er svo rólegur í hálfleik. Fórum bara yfir hluti og breyttum smá áherslum í sóknarleiknum og það heppnaðist vel. Svo komu einstaklingsgæði í ljós sem gerðu gæfumuninn í þessum leik,“ sagði Þorsteinn Halldórsson.Ólafur Þór er þjálfari Stjörnunnar.vísirÓlafur: Seinni hálfleikur var til skammar Þjálfari Stjörnunnar, Ólafur Þór Guðbjörnsson var að vonum ósáttur með leik sinna kvenna í kvöld. „Þetta var skelfilegt. Við spiluðum þetta mjög illa. Skrýtin mörk við erfiðar aðstæður en það er engin afsökun, við bara spiluðum illa og byrjendamistök á mörgum stöðum. Við bara fengum það sem við áttum skilið,“ sagði Ólafur eftir leikinn. „Þetta var jafnvægi og hálf fúl mörk sem við fengum á okkur í fyrri hálfleik, en seinni hálfleikurinn hann var bara nánast til skammar.“ Hefur Ólafur einhverja skýringu á því afhverju liðið kom svona illa út í seinni hálfleikinn, eftir að hafa farið inn í leikhlé sem sterkari aðilinn síðustu mínúturnar? „Nei, við fórum rólega inn í hálfleikinn og ræddum þetta, en við vorum bara skrefinu á eftir alls staðar og opnuðum vörnina illa og gáfum færi á okkur. Samskiptin fram á við í fyrri hálfleik, að nýta okkur ekki aðeins vindinn, það var illa gert hjá okkur en það er margt sem við getum bætt,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson.Berglind: Er frá Vestmannaeyjum svo þetta var bara veisla Eyjamærin Berglind Björg Þorvaldsdóttir byrjaði mótið með krafti og setti þrennu í seinni hálfleik ásamt því að leggja upp mark fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur. Hún var að vonum sátt með sinn leik. „Þetta var mjög áhugavert. Það kom þarna rigning, snjókoma og sól þarna á milli en ég er frá Vestmannaeyjum og er vön þessu svo þetta var bara veisla fyrir mig.“ „Við fórum inn í hálfleik og töluðum um að vera rólegar og spila okkar leik og það skilaði sér, þetta var allt annað í seinni hálfleik.“ „Þetta var spennandi leikur, mér fannst við spila mjög vel, við áttum gott undirbúningstímabil og við spilum bara betur með hverjum leiknum núna,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti