Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 2-1 | Stjörnumenn áfram eftir nauman sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. maí 2018 19:15 Vísir/Eyþór Stjarnan er komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir 2-1 sigur á Fylki í miklum baráttuleik á Samsung-vellinum í Garðabæ í dag. Guðjón Baldvinsson skoraði sigurmark Stjörnunnar þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka. Hilmar Árni Halldórsson hafði komið Stjörnunni yfir í fyrri hálfleik með marki úr vítaspyrnu sem var dæmd eftir að brotið var á Guðjóni. Fylkismenn voru þó aðeins fjórar mínútur að svara með fyrsta marki Jonathan Glenn fyrir Árbæinga. Fylkismenn voru lengi vel líklegri til að skora á meðan leikurinn var í járnum en heimamenn, sem hafa oft spilað betur en í dag, reyndust sterkari á lokakaflanum þar sem gekk á ýmsu. Bæði fékk Ragnar Bragi Sveinsson, sóknarmaður Fylkis, beint rautt spjald fyrir kjaftbrúk og þá missti Stjarnan Ævar Inga Jóhannesson af velli eftir að hafa fengið þungt höfuðhögg. Bæði lið spiluðu með þrjá miðverði í dag en bakverðir Stjörnunnar voru mun sókndjarfari en bakverðir gestanna. Fylkismenn lögðu ríka áherslu á að verjast í dag og gáfu heilt yfir fá færi á sér. Varnarlínan brást þó þegar Guðjón slapp inn fyrir og fékk vítaspyrnu eftir að Davíð Þór Ásbjörnsson braut á honum. Gestirnir úr Árbænum brugðust þó vel við markinu og aðeins fjórum mínútum síðar var Glenn búinn að jafna með föstu skoti í kjölfar hornspyrnu. Fylkismenn slógu ekki af og voru nær því ef eitthvað er að bæta við áður en fyrri hálfleikur var flautaður af. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, gerði tvöfalda skiptingu í upphafi síðari hálfleiks og frískaði aðeins upp á leik sinna manna. En það dró þó fljótlega af báðum liðum og var leikurinn heldur bragðdaufur þar til að Guðjón skoraði á 74. mínútu. Guðjón skallaði að marki en boltinn fór af Ara Leifssyni, varnarmanni Fylkis, og inn fyrir línuna. Fylkismenn sóttu stíft eftir þetta og bæði Glenn og Orri Sveinn Stefánsson fengu góð færi til að jafna leikinn, en allt kom fyrir ekki. Stjörnumenn héldu út, ólíkt því sem gerðist gegn Keflavík um helgina er Stjarnan missti niður 2-0 forystu í jafntefli á lokamínútunum. Það setti svo svip á leikinn þegar Ævar Ingi Jóhannesson var borinn af velli eftir að hafa fengið þungt höfuðhögg. Ævar Ingi missti andann og er talið að hann hafi gleypt tunguna. Hann var fluttur upp á sjúkrahús en mun vera á batavegi, samkvæmt fyrstu fregnum.Guðjón: Þurftum að hafa fyrir þessu Guðjón Baldvinsson segir að Stjörnumenn hafi lært það af leiknum gegn Keflavík um helgina að missa ekki niður forystuna á lokamínútunum. „Við vildum ekki endurtaka leikinn og þess vegna sátum við kannski of aftarlega í lokin. En við náðum að halda þetta út,“ sagði Guðjón eftir leikinn. „Okkur gekk ekki nógu vel að ná okkar spili í gang og þá sérstaklega í sókninni. Við þurftum að hafa mikið fyrir því að skora þessi mörk.“ Guðjón er enn skráður fyrir sigurmarki Stjörnunnar en Ari Leifsson, varnarmaður Fylkis, fékk boltann í sig á leiðinni inn. „Ég skallaði í hann og boltinn rétt lekur yfir línuna,“ sagði Guðjón sem vildi að sjálfsögðu eigna sér markið. Hann er ánægður með að vera kominn áfram í bikarnum. „Okkar draumur er að fara alla leið og það er alltaf gaman að vinna bikarleiki. Þessi sigur gefur okkur mikið fyrir næsta leik, gegn KR í deildinni.“Rúnar Páll: Vorum of ragir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var feginn að hafa landað sigrinum eftir mikinn baráttuleik gegn Fylki í dag. „Þetta var svakalegur leikur, sérstaklega í seinni hálfleik. Þetta var mikil barátta en sem betur fer náðum við að klára þetta,“ sagði hann. Rúnar Páll gerði tvöfalda skiptingu í upphafi seinni hálfleiks en var þó ekki ósáttur við þann fyrri. „Mér fannst aðeins farið að draga af Þorra og ég vildi fá meira úr föstum leikatriðum. Við vorum ekki nógú beittir í fyrri hálfleik og heilt yfir ragir að sækja almennilega á þá,“ sagði hann. Ævar Ingi Jóhannesson fékk þungt höfuðhögg í leiknum og þurfti að flytja hann á sjúkrahús. Hann missti andann og sagði Rúnar Páll líklegt að hann hafi gleypt tunguna. „Þetta var samstuð og hann fékk slæmt höfuðhögg. Vonandi verður í lagi með hann,“ sagði Rúnar Páll. „Mér skilst að hann hafi gleypt tunguna en ég þori ekki að fara með það sjálfur.“ Sjúkraþjálfarar beggja liða veittu honum aðhlynningu en þeir voru strax kallaðir til. „Þetta var ekki skemmtilegt að sjá. Nú er hann kominn upp á sjúkrahús og eins og staðan er núna veit ég ekki hver staðan er á honum.“Helgi: Ömurlegt tap Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var að vonum afar svekktur í leikslok enda höfðu hans menn lagt mikið í sölurnar í leiknum. „Þetta er eins svekkjandi og það verður. Ömurlegt tap. Við vorum betri stærri hluta leiksins og sköpuðum okkur fullt af færum. En ég er stoltur af mínu liði, allir lögðu sig mikið fram.“ Helgi sagði að leikmenn Fylkis hefðu brugðist vel við því að lenda undir og voru nær því að komast yfir í seinni hálfleik, þar til að Stjörnumenn komust yfir. „Það var fúlt að fá þetta mark á okkur en leikurinn í dag sýnir þó hversu langt við erum komnir. Við getum staðið í hvaða liði sem er eins og við spiluðum í dag,“ sagði Helgi. Ragnar Bragi Sveinsson fékk að líta rauða spjaldið eftir leik og staðfesti Helgi að það hafi verið fyrir kjaftbrúk. „Hann sagði eitthvað við dómarann og fékk rautt fyrir. Ragnar Bragi á að vita betur.“ Íslenski boltinn
Stjarnan er komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir 2-1 sigur á Fylki í miklum baráttuleik á Samsung-vellinum í Garðabæ í dag. Guðjón Baldvinsson skoraði sigurmark Stjörnunnar þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka. Hilmar Árni Halldórsson hafði komið Stjörnunni yfir í fyrri hálfleik með marki úr vítaspyrnu sem var dæmd eftir að brotið var á Guðjóni. Fylkismenn voru þó aðeins fjórar mínútur að svara með fyrsta marki Jonathan Glenn fyrir Árbæinga. Fylkismenn voru lengi vel líklegri til að skora á meðan leikurinn var í járnum en heimamenn, sem hafa oft spilað betur en í dag, reyndust sterkari á lokakaflanum þar sem gekk á ýmsu. Bæði fékk Ragnar Bragi Sveinsson, sóknarmaður Fylkis, beint rautt spjald fyrir kjaftbrúk og þá missti Stjarnan Ævar Inga Jóhannesson af velli eftir að hafa fengið þungt höfuðhögg. Bæði lið spiluðu með þrjá miðverði í dag en bakverðir Stjörnunnar voru mun sókndjarfari en bakverðir gestanna. Fylkismenn lögðu ríka áherslu á að verjast í dag og gáfu heilt yfir fá færi á sér. Varnarlínan brást þó þegar Guðjón slapp inn fyrir og fékk vítaspyrnu eftir að Davíð Þór Ásbjörnsson braut á honum. Gestirnir úr Árbænum brugðust þó vel við markinu og aðeins fjórum mínútum síðar var Glenn búinn að jafna með föstu skoti í kjölfar hornspyrnu. Fylkismenn slógu ekki af og voru nær því ef eitthvað er að bæta við áður en fyrri hálfleikur var flautaður af. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, gerði tvöfalda skiptingu í upphafi síðari hálfleiks og frískaði aðeins upp á leik sinna manna. En það dró þó fljótlega af báðum liðum og var leikurinn heldur bragðdaufur þar til að Guðjón skoraði á 74. mínútu. Guðjón skallaði að marki en boltinn fór af Ara Leifssyni, varnarmanni Fylkis, og inn fyrir línuna. Fylkismenn sóttu stíft eftir þetta og bæði Glenn og Orri Sveinn Stefánsson fengu góð færi til að jafna leikinn, en allt kom fyrir ekki. Stjörnumenn héldu út, ólíkt því sem gerðist gegn Keflavík um helgina er Stjarnan missti niður 2-0 forystu í jafntefli á lokamínútunum. Það setti svo svip á leikinn þegar Ævar Ingi Jóhannesson var borinn af velli eftir að hafa fengið þungt höfuðhögg. Ævar Ingi missti andann og er talið að hann hafi gleypt tunguna. Hann var fluttur upp á sjúkrahús en mun vera á batavegi, samkvæmt fyrstu fregnum.Guðjón: Þurftum að hafa fyrir þessu Guðjón Baldvinsson segir að Stjörnumenn hafi lært það af leiknum gegn Keflavík um helgina að missa ekki niður forystuna á lokamínútunum. „Við vildum ekki endurtaka leikinn og þess vegna sátum við kannski of aftarlega í lokin. En við náðum að halda þetta út,“ sagði Guðjón eftir leikinn. „Okkur gekk ekki nógu vel að ná okkar spili í gang og þá sérstaklega í sókninni. Við þurftum að hafa mikið fyrir því að skora þessi mörk.“ Guðjón er enn skráður fyrir sigurmarki Stjörnunnar en Ari Leifsson, varnarmaður Fylkis, fékk boltann í sig á leiðinni inn. „Ég skallaði í hann og boltinn rétt lekur yfir línuna,“ sagði Guðjón sem vildi að sjálfsögðu eigna sér markið. Hann er ánægður með að vera kominn áfram í bikarnum. „Okkar draumur er að fara alla leið og það er alltaf gaman að vinna bikarleiki. Þessi sigur gefur okkur mikið fyrir næsta leik, gegn KR í deildinni.“Rúnar Páll: Vorum of ragir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var feginn að hafa landað sigrinum eftir mikinn baráttuleik gegn Fylki í dag. „Þetta var svakalegur leikur, sérstaklega í seinni hálfleik. Þetta var mikil barátta en sem betur fer náðum við að klára þetta,“ sagði hann. Rúnar Páll gerði tvöfalda skiptingu í upphafi seinni hálfleiks en var þó ekki ósáttur við þann fyrri. „Mér fannst aðeins farið að draga af Þorra og ég vildi fá meira úr föstum leikatriðum. Við vorum ekki nógú beittir í fyrri hálfleik og heilt yfir ragir að sækja almennilega á þá,“ sagði hann. Ævar Ingi Jóhannesson fékk þungt höfuðhögg í leiknum og þurfti að flytja hann á sjúkrahús. Hann missti andann og sagði Rúnar Páll líklegt að hann hafi gleypt tunguna. „Þetta var samstuð og hann fékk slæmt höfuðhögg. Vonandi verður í lagi með hann,“ sagði Rúnar Páll. „Mér skilst að hann hafi gleypt tunguna en ég þori ekki að fara með það sjálfur.“ Sjúkraþjálfarar beggja liða veittu honum aðhlynningu en þeir voru strax kallaðir til. „Þetta var ekki skemmtilegt að sjá. Nú er hann kominn upp á sjúkrahús og eins og staðan er núna veit ég ekki hver staðan er á honum.“Helgi: Ömurlegt tap Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var að vonum afar svekktur í leikslok enda höfðu hans menn lagt mikið í sölurnar í leiknum. „Þetta er eins svekkjandi og það verður. Ömurlegt tap. Við vorum betri stærri hluta leiksins og sköpuðum okkur fullt af færum. En ég er stoltur af mínu liði, allir lögðu sig mikið fram.“ Helgi sagði að leikmenn Fylkis hefðu brugðist vel við því að lenda undir og voru nær því að komast yfir í seinni hálfleik, þar til að Stjörnumenn komust yfir. „Það var fúlt að fá þetta mark á okkur en leikurinn í dag sýnir þó hversu langt við erum komnir. Við getum staðið í hvaða liði sem er eins og við spiluðum í dag,“ sagði Helgi. Ragnar Bragi Sveinsson fékk að líta rauða spjaldið eftir leik og staðfesti Helgi að það hafi verið fyrir kjaftbrúk. „Hann sagði eitthvað við dómarann og fékk rautt fyrir. Ragnar Bragi á að vita betur.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti