Berjast við að aftra útbreiðslu ebóluveiru í Austur-Kongó Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 26. maí 2018 06:00 Öllu máli skiptir að upplýsa íbúa um forvarnir við ebólu. Vísir/getty Heilbrigðisstarfsmenn í Austur-Kongó freista þess nú að aftra útbreiðslu ebólufaraldursins sem spratt upp á strjálbýlu svæði í vesturhluta landsins í apríl síðastliðnum. Síðan þá hafa tæplega sextíu smitast af veirunni, af þeim hafa 27 látist. Þetta er í níunda skipti sem ebólu-faraldur kemur upp í Austur-Kongó síðan veiran uppgötvaðist árið 1976. Þó svo að heimamenn séu alkunnugir þeim hörmungum sem fylgja veirunni þá hafa heilbrigðisstarfsmenn mætt töluverðri tortryggni og efasemdum heimamanna um það hvernig best sé að forðast smit. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) segja ekki tímabært að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi, en vonir standa til að hægt verði að hægja verulega á útbreiðslu veirunnar með öflugu forvarnastarfi og skjótri meðhöndlun þeirra sem smitast hafa af veirunni eða komist í tæri við sýkta einstaklinga. Með þessum hætti megi koma í veg fyrir að veiran berist til þéttbýlissvæða. Einna helst óttast sérfræðingar að veiran berist til borgarinnar Mbandaka þar sem 1,2 milljónir manna búa. Nú þegar hafa þrjú staðfest tilfelli komið upp í borginni. Festi veiran rætur í borginni eru taldar miklar líkur á því að hún komi upp í höfuðborginni Kinshasha, stærstu og fjölmennustu borg Austur-Kongó. Gríðarlegur viðbúnaður er í borgunum tveimur. Í Kinshasha eru allir flugfarþegar skimaðir fyrir veirunni og við hafnir Mbandaka er sami háttur hafður á.Sjá einnig: Ekki alþjóðlegt neyðarástand Peter Salama, yfirmaður neyðaráætlana hjá WHO, sagði miklar vísindaframfarir hafa átt sér stað síðan síðasti ebólu-faraldur kom upp. Viðbragðsaðilar séu í betri stöðu nú til að bregðast við með skilvirkum hætti. „Áður fyrr var höfuðáhersla lögð á að loka tilteknum svæðum, að hefta útbreiðsluna,“ segir Salama. „Núna getum við boðið þessum einstaklingum aðra og betri þjónustu.“ Þannig hefur WHO dreift 7.500 skömmtum af tilraunabóluefni við ebólu til íbúa í vesturhluta Austur-Kongó og víðar. Jafnframt hefur heilbrigðistarfsfólk á svæðunum verið bólusett fyrir veirunni. Ótti íbúa hefur gert heilbrigðisstarfsfólki erfitt fyrir. Læknum og hjúkrunarfræðingum hefur verið hótað og þau sökuð um að dreifa veirunni. Þá ruddist fjölskylda tveggja stúlkna sem smitaðar voru af ebólu inn á sjúkrahús og flutti þær á brott. Önnur þeirra var flutt í nálæga kirkju þar sem 19 manns sameinuðust í bæn og þau þökkuðu guði fyrir að lækna stúlkuna af veirunni. Hún lést daginn eftir og miklar líkar eru taldar á að þeir sem tóku þátt í bænastundinni hafi smitast. Ebóla uppgötvaðist árið 1976 við samnefnda á í Austur-Kongó. Veiran veldur meiriháttar innvortis blæðingum og leiðir til dauða í um helmingi tilfella. Ekkert staðfest bóluefni er til við veirunni, en þó eru nokkur tilraunalyf í notkun. Birtist í Fréttablaðinu Ebóla Tengdar fréttir Tilfellum fjölgar í Austur-Kongó Fjöldi tilfella af Ebólu hafa greinst í landinu á undanförnum vikum, tilkynnt var um 3 ný í milljónaborginni Mbandaka 19. maí 2018 13:00 Ekki alþjóðlegt neyðarástand Ekki er enn tilefni til þess að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna ebólufaraldurs sem geisar nú í Austur-Kongó. Þessa afstöðu tók Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) á fundi sínum í Genf í gær. 19. maí 2018 08:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Heilbrigðisstarfsmenn í Austur-Kongó freista þess nú að aftra útbreiðslu ebólufaraldursins sem spratt upp á strjálbýlu svæði í vesturhluta landsins í apríl síðastliðnum. Síðan þá hafa tæplega sextíu smitast af veirunni, af þeim hafa 27 látist. Þetta er í níunda skipti sem ebólu-faraldur kemur upp í Austur-Kongó síðan veiran uppgötvaðist árið 1976. Þó svo að heimamenn séu alkunnugir þeim hörmungum sem fylgja veirunni þá hafa heilbrigðisstarfsmenn mætt töluverðri tortryggni og efasemdum heimamanna um það hvernig best sé að forðast smit. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) segja ekki tímabært að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi, en vonir standa til að hægt verði að hægja verulega á útbreiðslu veirunnar með öflugu forvarnastarfi og skjótri meðhöndlun þeirra sem smitast hafa af veirunni eða komist í tæri við sýkta einstaklinga. Með þessum hætti megi koma í veg fyrir að veiran berist til þéttbýlissvæða. Einna helst óttast sérfræðingar að veiran berist til borgarinnar Mbandaka þar sem 1,2 milljónir manna búa. Nú þegar hafa þrjú staðfest tilfelli komið upp í borginni. Festi veiran rætur í borginni eru taldar miklar líkur á því að hún komi upp í höfuðborginni Kinshasha, stærstu og fjölmennustu borg Austur-Kongó. Gríðarlegur viðbúnaður er í borgunum tveimur. Í Kinshasha eru allir flugfarþegar skimaðir fyrir veirunni og við hafnir Mbandaka er sami háttur hafður á.Sjá einnig: Ekki alþjóðlegt neyðarástand Peter Salama, yfirmaður neyðaráætlana hjá WHO, sagði miklar vísindaframfarir hafa átt sér stað síðan síðasti ebólu-faraldur kom upp. Viðbragðsaðilar séu í betri stöðu nú til að bregðast við með skilvirkum hætti. „Áður fyrr var höfuðáhersla lögð á að loka tilteknum svæðum, að hefta útbreiðsluna,“ segir Salama. „Núna getum við boðið þessum einstaklingum aðra og betri þjónustu.“ Þannig hefur WHO dreift 7.500 skömmtum af tilraunabóluefni við ebólu til íbúa í vesturhluta Austur-Kongó og víðar. Jafnframt hefur heilbrigðistarfsfólk á svæðunum verið bólusett fyrir veirunni. Ótti íbúa hefur gert heilbrigðisstarfsfólki erfitt fyrir. Læknum og hjúkrunarfræðingum hefur verið hótað og þau sökuð um að dreifa veirunni. Þá ruddist fjölskylda tveggja stúlkna sem smitaðar voru af ebólu inn á sjúkrahús og flutti þær á brott. Önnur þeirra var flutt í nálæga kirkju þar sem 19 manns sameinuðust í bæn og þau þökkuðu guði fyrir að lækna stúlkuna af veirunni. Hún lést daginn eftir og miklar líkar eru taldar á að þeir sem tóku þátt í bænastundinni hafi smitast. Ebóla uppgötvaðist árið 1976 við samnefnda á í Austur-Kongó. Veiran veldur meiriháttar innvortis blæðingum og leiðir til dauða í um helmingi tilfella. Ekkert staðfest bóluefni er til við veirunni, en þó eru nokkur tilraunalyf í notkun.
Birtist í Fréttablaðinu Ebóla Tengdar fréttir Tilfellum fjölgar í Austur-Kongó Fjöldi tilfella af Ebólu hafa greinst í landinu á undanförnum vikum, tilkynnt var um 3 ný í milljónaborginni Mbandaka 19. maí 2018 13:00 Ekki alþjóðlegt neyðarástand Ekki er enn tilefni til þess að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna ebólufaraldurs sem geisar nú í Austur-Kongó. Þessa afstöðu tók Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) á fundi sínum í Genf í gær. 19. maí 2018 08:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Tilfellum fjölgar í Austur-Kongó Fjöldi tilfella af Ebólu hafa greinst í landinu á undanförnum vikum, tilkynnt var um 3 ný í milljónaborginni Mbandaka 19. maí 2018 13:00
Ekki alþjóðlegt neyðarástand Ekki er enn tilefni til þess að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna ebólufaraldurs sem geisar nú í Austur-Kongó. Þessa afstöðu tók Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) á fundi sínum í Genf í gær. 19. maí 2018 08:30