MH17: Segja flugskeytið hafa tilheyrt rússneska hernum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. maí 2018 10:22 Flugvélin var skotin niður yfir Úkraínu og er flak hennar afar illa farið eins og sjá má. vísir/getty Flugskeytið sem grandaði malasísku flugvélinni sem var skotin niður yfir Úkraínu sumarið 2014 tilheyrði rússneska hernum. Þetta er niðurstaða alþjóðlegrar rannsóknarnefndar, sem Hollendingar leiða, en samkvæmt nefndinni kom flugskeytið frá 53. herliði Rússlands sem staðsett er í borginni Kursk.Nefndin greindi frá þessum niðurstöðum sínum á blaðamannafundi í morgun. Allir sem um borð voru í Boeing 777-flugvél Malaysian Airlines í flugi MH17 fórust þegar hún var skotin niður yfir Úkraínu. Vélin var á leiðinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur. BUK-flugskeyti var notað til að skjóta vélina niður frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna, sem studdir eru af Rússum, í Úkraínu. Rússar hafa neitað að vopn frá þeim hafi verið notuð til að skjóa vélina niður.„Öll farartækin í fylgdinni sem flutti flugskeytið voru frá rússneska henrum,“ sagði Wilbert Paulissen, hollenskur nefndarmaður. Hann sagði rannsakendur hafa rakið fylgdina til 53. herdeildar rússneska hersins. Flugvélin var skotin niður þegar átökin á milli úkraínska hersins og aðskilnaðarsinna, hliðhollir Rússlandi, stóðu sem hæst. Í október 2015 greindi hollensk rannsóknarnefnd frá því að BUK-flugskeyti, framleitt í Rússlandi, hefði skotið vélina niður. Í september ári síðar komst alþjóðlega rannsóknarnefndin að sömu niðurstöðu í frumrannsókn sinni. Dmitry Peskov, talsmaður rússneskra yfirvalda, sagði við BBC inntur eftir viðbrögðum við niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar nú að Rússar gætu ekki samþykkt þetta sem sannleikann í málinu. „Ég þori að veðja að þú hefur ekki séð nein sönnunargögn,“ sagði hann. MH17 Tengdar fréttir Eldflaug af rússneskri gerð grandaði MH17 Bæði rússneski herinn og sá úkraínski notast við hina svokölluðu BUK-eldflaug sem grandaði MH17 í júlí 2014 13. október 2015 12:00 MH17: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Rannsakendur eru sannfærðir um að MH17 hafi verið skotin niður af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu með rússnesku flugskeyti. 28. september 2016 12:00 Flugmaðurinn sem Rússar kenndu um hrap MH17 framdi sjálfsmorð 29 ára gamall úkraínskur flugmaður sem rússneskir embættismenn kenndu um að flugvél Malaysian Airlines var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 hefur framið sjálfsmorð. 19. mars 2018 13:13 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Flugskeytið sem grandaði malasísku flugvélinni sem var skotin niður yfir Úkraínu sumarið 2014 tilheyrði rússneska hernum. Þetta er niðurstaða alþjóðlegrar rannsóknarnefndar, sem Hollendingar leiða, en samkvæmt nefndinni kom flugskeytið frá 53. herliði Rússlands sem staðsett er í borginni Kursk.Nefndin greindi frá þessum niðurstöðum sínum á blaðamannafundi í morgun. Allir sem um borð voru í Boeing 777-flugvél Malaysian Airlines í flugi MH17 fórust þegar hún var skotin niður yfir Úkraínu. Vélin var á leiðinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur. BUK-flugskeyti var notað til að skjóta vélina niður frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna, sem studdir eru af Rússum, í Úkraínu. Rússar hafa neitað að vopn frá þeim hafi verið notuð til að skjóa vélina niður.„Öll farartækin í fylgdinni sem flutti flugskeytið voru frá rússneska henrum,“ sagði Wilbert Paulissen, hollenskur nefndarmaður. Hann sagði rannsakendur hafa rakið fylgdina til 53. herdeildar rússneska hersins. Flugvélin var skotin niður þegar átökin á milli úkraínska hersins og aðskilnaðarsinna, hliðhollir Rússlandi, stóðu sem hæst. Í október 2015 greindi hollensk rannsóknarnefnd frá því að BUK-flugskeyti, framleitt í Rússlandi, hefði skotið vélina niður. Í september ári síðar komst alþjóðlega rannsóknarnefndin að sömu niðurstöðu í frumrannsókn sinni. Dmitry Peskov, talsmaður rússneskra yfirvalda, sagði við BBC inntur eftir viðbrögðum við niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar nú að Rússar gætu ekki samþykkt þetta sem sannleikann í málinu. „Ég þori að veðja að þú hefur ekki séð nein sönnunargögn,“ sagði hann.
MH17 Tengdar fréttir Eldflaug af rússneskri gerð grandaði MH17 Bæði rússneski herinn og sá úkraínski notast við hina svokölluðu BUK-eldflaug sem grandaði MH17 í júlí 2014 13. október 2015 12:00 MH17: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Rannsakendur eru sannfærðir um að MH17 hafi verið skotin niður af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu með rússnesku flugskeyti. 28. september 2016 12:00 Flugmaðurinn sem Rússar kenndu um hrap MH17 framdi sjálfsmorð 29 ára gamall úkraínskur flugmaður sem rússneskir embættismenn kenndu um að flugvél Malaysian Airlines var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 hefur framið sjálfsmorð. 19. mars 2018 13:13 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Eldflaug af rússneskri gerð grandaði MH17 Bæði rússneski herinn og sá úkraínski notast við hina svokölluðu BUK-eldflaug sem grandaði MH17 í júlí 2014 13. október 2015 12:00
MH17: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Rannsakendur eru sannfærðir um að MH17 hafi verið skotin niður af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu með rússnesku flugskeyti. 28. september 2016 12:00
Flugmaðurinn sem Rússar kenndu um hrap MH17 framdi sjálfsmorð 29 ára gamall úkraínskur flugmaður sem rússneskir embættismenn kenndu um að flugvél Malaysian Airlines var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 hefur framið sjálfsmorð. 19. mars 2018 13:13