Tom Cruise birtir mynd af sér á tökustað Top Gun 2 Birgir Olgeirsson skrifar 31. maí 2018 15:32 Tom Cruise. Vísir/Getty Tökur á framhaldi af hinni feyki vinsælu mynd Top Gun eru hafnar, ef marka má Twitter-reikning stórleikarans Tom Cruise. Fyrri Top Gun myndin kom út árið 1986 en hún segir frá ofurhuganum Peter Mitchell, leikinn af Tom Cruise, sem kemst inn í orrustuflugmannanám í Miramar-flugskólanum. Mitchell, sem fær viðurnefnið „Maverick“ er þjakaður af dularfullum dauðdaga föður síns og þráir fátt heitara en að vera efstur í náminu, en hann fær harða samkeppni frá erkióvini sínum „Iceman“, leikinn af Val Kilmer. Framhaldsmyndin hefur fengið nafnið Top Gun: Maverick en leikstjóri myndarinnar er Joseph Kosinski, sá hinn sami og gerði myndina Oblivion sem tekin var að stórum hluta upp hér á landi og skartaði Tom Cruise í aðalhlutverki. Cruise greindi frá því í fyrra að framhald Top Gun færi í framleiðslu árið 2018 og birti í dag mynd af sér í orrustugalla fyrir framan orrustuþotu en yfir myndina er ritað „Feel the need“ sem er vísun í fræga línu í fyrri myndinni.#Day1 pic.twitter.com/7jjPL277Es— Tom Cruise (@TomCruise) May 31, 2018 Bíó og sjónvarp Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fleiri fréttir Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Tökur á framhaldi af hinni feyki vinsælu mynd Top Gun eru hafnar, ef marka má Twitter-reikning stórleikarans Tom Cruise. Fyrri Top Gun myndin kom út árið 1986 en hún segir frá ofurhuganum Peter Mitchell, leikinn af Tom Cruise, sem kemst inn í orrustuflugmannanám í Miramar-flugskólanum. Mitchell, sem fær viðurnefnið „Maverick“ er þjakaður af dularfullum dauðdaga föður síns og þráir fátt heitara en að vera efstur í náminu, en hann fær harða samkeppni frá erkióvini sínum „Iceman“, leikinn af Val Kilmer. Framhaldsmyndin hefur fengið nafnið Top Gun: Maverick en leikstjóri myndarinnar er Joseph Kosinski, sá hinn sami og gerði myndina Oblivion sem tekin var að stórum hluta upp hér á landi og skartaði Tom Cruise í aðalhlutverki. Cruise greindi frá því í fyrra að framhald Top Gun færi í framleiðslu árið 2018 og birti í dag mynd af sér í orrustugalla fyrir framan orrustuþotu en yfir myndina er ritað „Feel the need“ sem er vísun í fræga línu í fyrri myndinni.#Day1 pic.twitter.com/7jjPL277Es— Tom Cruise (@TomCruise) May 31, 2018
Bíó og sjónvarp Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fleiri fréttir Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira