Tom Cruise birtir mynd af sér á tökustað Top Gun 2 Birgir Olgeirsson skrifar 31. maí 2018 15:32 Tom Cruise. Vísir/Getty Tökur á framhaldi af hinni feyki vinsælu mynd Top Gun eru hafnar, ef marka má Twitter-reikning stórleikarans Tom Cruise. Fyrri Top Gun myndin kom út árið 1986 en hún segir frá ofurhuganum Peter Mitchell, leikinn af Tom Cruise, sem kemst inn í orrustuflugmannanám í Miramar-flugskólanum. Mitchell, sem fær viðurnefnið „Maverick“ er þjakaður af dularfullum dauðdaga föður síns og þráir fátt heitara en að vera efstur í náminu, en hann fær harða samkeppni frá erkióvini sínum „Iceman“, leikinn af Val Kilmer. Framhaldsmyndin hefur fengið nafnið Top Gun: Maverick en leikstjóri myndarinnar er Joseph Kosinski, sá hinn sami og gerði myndina Oblivion sem tekin var að stórum hluta upp hér á landi og skartaði Tom Cruise í aðalhlutverki. Cruise greindi frá því í fyrra að framhald Top Gun færi í framleiðslu árið 2018 og birti í dag mynd af sér í orrustugalla fyrir framan orrustuþotu en yfir myndina er ritað „Feel the need“ sem er vísun í fræga línu í fyrri myndinni.#Day1 pic.twitter.com/7jjPL277Es— Tom Cruise (@TomCruise) May 31, 2018 Bíó og sjónvarp Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Tökur á framhaldi af hinni feyki vinsælu mynd Top Gun eru hafnar, ef marka má Twitter-reikning stórleikarans Tom Cruise. Fyrri Top Gun myndin kom út árið 1986 en hún segir frá ofurhuganum Peter Mitchell, leikinn af Tom Cruise, sem kemst inn í orrustuflugmannanám í Miramar-flugskólanum. Mitchell, sem fær viðurnefnið „Maverick“ er þjakaður af dularfullum dauðdaga föður síns og þráir fátt heitara en að vera efstur í náminu, en hann fær harða samkeppni frá erkióvini sínum „Iceman“, leikinn af Val Kilmer. Framhaldsmyndin hefur fengið nafnið Top Gun: Maverick en leikstjóri myndarinnar er Joseph Kosinski, sá hinn sami og gerði myndina Oblivion sem tekin var að stórum hluta upp hér á landi og skartaði Tom Cruise í aðalhlutverki. Cruise greindi frá því í fyrra að framhald Top Gun færi í framleiðslu árið 2018 og birti í dag mynd af sér í orrustugalla fyrir framan orrustuþotu en yfir myndina er ritað „Feel the need“ sem er vísun í fræga línu í fyrri myndinni.#Day1 pic.twitter.com/7jjPL277Es— Tom Cruise (@TomCruise) May 31, 2018
Bíó og sjónvarp Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira