Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - KA 1-0 | Halldór Orri skaut FH áfram

Árni Jóhannsson skrifar
FH-ingar fagna í leikslok
FH-ingar fagna í leikslok vísir/bára
Leikur FH og KA var nú ekki mikið fyrir augað ef blaðamaður á að vera fullkomlega hreinskilinn en FH kláraði verkefnið af mikilli fagmennsku 1-0. Það var Halldór Orri Björnsson sem var örlagavaldurinn í leiknum í dag en hann skoraði um miðjan fyrri hálfleik en Cristian Martinez hefði getað gert betur að manni fannst.

Afhverju vann FH?

Strákarnir úr Hafnarfirði sýndu, þrátt fyrir margar breytingar á byrjunarliði fyrir leik, að gífurlega mikil gæði eru til staðar í hópnum þeirra. Skipulagið á vörninni var mjög gott og þær sóknaraðgerðir sem líklegar voru til að valda usla brotnuðu á Eddi Gomes og Guðmundi Kristjánssyni í miðju varnarinnar. Þeir nýttu svo eitt af fáum færum sínum og þar við situr. Þeir sýndu samt á köflum að þeir hefðu líklega getað bætt við marki ef ákafinn hefði verið aukinn á móti KA liði sem átti ekki sinn besta dag.

Hverjir stóðu upp úr?

Hjá heimamönnum var Eddie Gomes maður leiksins. Hann virðist vera góður spilari en allt sem hann þurfti að kljást við gerði hann með stakri prýði og af mikilli yfirvegun. Þá átti Zeiko Lewis góða kafla en hann er teknískur og ef allt hefði gengið upp hjá honum þá hefum við verið með sýningu.

Hvað gekk illa?

Heilt yfir gekk báðum liðum illa að skapa sér færi í dag. Bæði voru varnirnar vel skipulagðar í dag en einnig vantaði pínu ákafa og hraða til að opna leikinn almennilega.

KA menn áttu svo í stökustu vandræðum með sendingarnar sínar á löngum köflum í leiknum þar sem margar hverjar fóru út af langt frá næsta manni eða þá á milli manna sem hvorugur átti möguleika á að ná til boltans.

Hvað næst?

KA menn geta hætt að hugsa um bikarinn þetta árið en FH-ingar eru í pottinum þegar dregið verður á eftir í 8-liða úrslit í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.

Bára Dröfn, ljósmyndari Vísis, var í Kaplakrika í dag og tók meðfylgjandi myndir.

Halldór Orri Björnsson skoraði eina mark leiksinsvísir/bára
Óli Kristjáns: Í bikarnum snýst þetta um eitt og það er að vinna og komast áfram

Hann var að vonum sáttur þjálfari FH með að klára leikinn á móti KA í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins en var sammála blaðamanni að þetta hefði getað verið þægilegra ef eitt mark í viðbót hefði litið dagsins ljós fyrir FH.

„Þetta var klárlega dæmigerður leikur þar sem maður er að leita að þessu öðru marki til þess að loka leiknum. En þrátt fyrir að hafa ekki náð að loka leiknum, þar sem auðvitað KA menn sóttu á okkur, þá fannst mér Guðmundur Kristjánsson og Eddie Gomes klára allt sem að þurfti að klára þarna aftast í vörninni“.

Ólafur Kristjánsson þjálfar FHvísir/bára
Ólafur var þá spurður út í Gomes, sem var að spila sinn fyrsta leik eftir langa fjarveru eftir meiðsli, en hann leit mjög vel út í dag.

„Ég er sammála því að hann leit mjög vel út og er hann ágætis spilari“, sagði Ólafur snöggorður enda ekki meira kannski að segja um það en Gomes á væntanlega eftir að fá stærri verkefni eftir því sem líður á sumarið.

Nú er Pepsi-deildin mjög jöfn þetta sumarið og ekki gengið að neinu vísu með sigurvegara þess, allavega ekki á þessum tímapunkti, og var Ólafur spurður að því hvort bikarinn væri þá orðin mikilvægari keppni fyrir liðið í ljósi þessara aðstæðna.

„Nei hún er ekki mikilvægari“, sagði Ólafur og hló og hélt áfram „nú var það bikarinn og svo heldur deildin áfram á mánudaginn og verðum við að spila á þess tvo hesta áður en evrópukeppnin bætist við. Í bikarnum snýst þetta um eitt og það er að vinna og komast áfram en í deildinni snýst þetta um stigasöfnum sem er yfir heilt tímabil. Bikarleikirnir eru svona „do or die“ leikir þar sem annað liðið dettur út og hitt liðið heldur áfram“.

Að lokum var Ólafur spurður hvort hann hafi verið ánægður með allt í dag og sagðist hann ekki vera ánægður með allt en að hann væri mjög ánægður með úrslitin.

Geoffrey Castillion var í framlínu FH í dagvísir/bára
Túfa: Lögðum við allt í sölurnar í dag en það bara tókst ekki

„Það er erfitt að tapa þessum leik. Við náðum að spila hörkuleik á móti FH en aftur fáum við mark á okkur úr fyrsta skotinu á okkur en það er sagan okkar í sumar. Það hefur verið þannig að okkur er refsað með fyrsta skotinu sem hittir markið hjá okkur og þá þarf maður að byrja upp á nýtt og eyða meiri orku og gefa allt sem maður á til að jafna leikinn. Ég er mjög ánægður með strákana í dag þar sem mér fannst við spila góðan leik, vinnum boltann á hættulegum svæðum og með örlítið meiri gæði þá hefði þessi leikur jafnvel farið í framlengingu“, sagði Tufa, svekktur en ánægður með sína menn eftir leik dagsins.

Srdjan Tufegdzic er þjálfari KAvísir/bára
Það vantaði þrjá stóra pósta í lið KA í dag en Guðmann Þórisson og Hallgrímur Jónsson voru hvíldir þar sem örlar á meiðslum og Elfar Árni Aðalsteinsson gat ekki spilað með vegna veikinda. Tufa var því spurður hvort KA menn hefðu saknað þeirra í dag.

„Auðvitað vill maður hafa alla leikmenn til staðar til að stilla upp liðinu en það var ekki að sjá í dag að við söknuðum þeirra. Þeir sem að fengu tækifæri í dag, margir í fyrsta sinn, spiluðu vel í dag og gerðu mjög vel í dag“.

Að lokum var spurt út í vonbrigðin að detta úr bikarnum en liðinu hefur gengið brösulega í deildinni og hefði bikarinn verið ágætis leið til að lyfta mönnum upp.

„Þetta er náttúrlega vonbrigði, ég er sammála því, þetta er samt bara sér keppni og tengist deildinni ekki neitt. Við eigum leik á sunnudag þar sem við þurfum að vinna til að rífa okkur upp töfluna en við vorum klárlega komnir hingað í dag til að sækja sigur. Bikarkeppnin er mjög skemmtileg keppni og er sjarmi yfir keppninni og lögðu við allt í sölurnar í dag en það bara tókst ekki“.

vísir/bára
vísir/bára
vísir/bára
vísir/bára
vísir/bára
vísir/bára
vísir/bára
vísir/bára
vísir/bára
vísir/bára
vísir/bára
vísir/bára
vísir/bára
vísir/bára
vísir/bára
vísir/bára
vísir/bára
vísir/bára
vísir/bára
vísir/bára
vísir/bára
vísir/bára
vísir/bára
vísir/bára
vísir/bára
vísir/bára
vísir/bára
vísir/bára
vísir/bára
vísir/bára

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira