Þrýsta á NATO-ríki að auka viðbúnað Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2018 16:52 Franskir hermenn við æfingar. Vísir/EPA Yfirvöld Bandaríkjanna þrýsta nú á bandamenn sína í Atlantshafsbandalaginu að auka hernaðarviðbúnað vegna ógnar frá Rússlandi. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, mun ræða við aðra varnarmálaráðherra NATO í Brussel á fimmtudaginn þar sem fara á yfir tillögurnar fyriri leiðtogafund bandalagsins í júlí. Samkvæmt tillögunum verður NATO gert að hafa 30 herdeildir, 30 flugsveitir og 30 herskip klár til að bregðast við með skömmum fyrirvara. Ein herdeild samanstendur af sex hundruð til þúsund hermönnum. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum innan NATO og Bandaríkjanna. Einn heimildarmaður Reuters sagði ljóst að Rússar gætu ráðist á Eystrasaltsríkin og Pólland með mjög skömmum fyrirvara. Ríki Evrópu hafa hins vegar dregið verulega úr fjárútlátum til varnarmála á undanförnum árum og jafnvel áratugum og hefur það leitt til þess að mörg ríki NATO gætu ekki brugðist við á skömmum tíma. Bandaríkin opinberuðu í byrjun árs nýja varnarstefnu ríkisins (e. National Defense Strategy) þar sem fram kom að þarfasta verk Bandaríkjanna væri að sporna gegn áhrifum Rússlands og Kína.Sjá einnig: Snúa sér að Kína og Rússlandi Einn embættismaður frá Bandaríkjunum sagði áðurnefnda tillögu taka mið af nýju varnarstefnunni. Aðgerðir Rússa í Úkraínu, innlimun Krímskaga og umfangsmiklar heræfingar í vesturhluta landsins hafa vakið áhyggjur í höfuðstöðvum NATO og hafa Bandaríkin sakað Rússa um að ætla sér að sundra bandalaginu. Rússar segja það þó þvælu og að eina ógnin í Austur-Evrópu sé tilkomin vegna NATO. Breska hugveitan Institute of Strategic Studies áætlar að NATO búi yfir rúmlega tveimur milljónum hermanna og Rússar um 830 þúsund. Eftir innlimun Krímskaga setti NATO saman smáa sveit sem hægt væri að senda tiltölulega fljótt í orrustu og kom fyrir fjórum herdeildum í Eystrasaltsríkjunum og í Póllandi. Það er þó óljóst hvaðan nýju herdeildirnar ættu að koma, samkvæmt Reuters. Frakkar standa nú þegar í átökum í Afríku og Bretar hafa minnkað herafla sinn á undanförnum árum. NATO Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna þrýsta nú á bandamenn sína í Atlantshafsbandalaginu að auka hernaðarviðbúnað vegna ógnar frá Rússlandi. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, mun ræða við aðra varnarmálaráðherra NATO í Brussel á fimmtudaginn þar sem fara á yfir tillögurnar fyriri leiðtogafund bandalagsins í júlí. Samkvæmt tillögunum verður NATO gert að hafa 30 herdeildir, 30 flugsveitir og 30 herskip klár til að bregðast við með skömmum fyrirvara. Ein herdeild samanstendur af sex hundruð til þúsund hermönnum. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum innan NATO og Bandaríkjanna. Einn heimildarmaður Reuters sagði ljóst að Rússar gætu ráðist á Eystrasaltsríkin og Pólland með mjög skömmum fyrirvara. Ríki Evrópu hafa hins vegar dregið verulega úr fjárútlátum til varnarmála á undanförnum árum og jafnvel áratugum og hefur það leitt til þess að mörg ríki NATO gætu ekki brugðist við á skömmum tíma. Bandaríkin opinberuðu í byrjun árs nýja varnarstefnu ríkisins (e. National Defense Strategy) þar sem fram kom að þarfasta verk Bandaríkjanna væri að sporna gegn áhrifum Rússlands og Kína.Sjá einnig: Snúa sér að Kína og Rússlandi Einn embættismaður frá Bandaríkjunum sagði áðurnefnda tillögu taka mið af nýju varnarstefnunni. Aðgerðir Rússa í Úkraínu, innlimun Krímskaga og umfangsmiklar heræfingar í vesturhluta landsins hafa vakið áhyggjur í höfuðstöðvum NATO og hafa Bandaríkin sakað Rússa um að ætla sér að sundra bandalaginu. Rússar segja það þó þvælu og að eina ógnin í Austur-Evrópu sé tilkomin vegna NATO. Breska hugveitan Institute of Strategic Studies áætlar að NATO búi yfir rúmlega tveimur milljónum hermanna og Rússar um 830 þúsund. Eftir innlimun Krímskaga setti NATO saman smáa sveit sem hægt væri að senda tiltölulega fljótt í orrustu og kom fyrir fjórum herdeildum í Eystrasaltsríkjunum og í Póllandi. Það er þó óljóst hvaðan nýju herdeildirnar ættu að koma, samkvæmt Reuters. Frakkar standa nú þegar í átökum í Afríku og Bretar hafa minnkað herafla sinn á undanförnum árum.
NATO Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira