Þrýsta á NATO-ríki að auka viðbúnað Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2018 16:52 Franskir hermenn við æfingar. Vísir/EPA Yfirvöld Bandaríkjanna þrýsta nú á bandamenn sína í Atlantshafsbandalaginu að auka hernaðarviðbúnað vegna ógnar frá Rússlandi. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, mun ræða við aðra varnarmálaráðherra NATO í Brussel á fimmtudaginn þar sem fara á yfir tillögurnar fyriri leiðtogafund bandalagsins í júlí. Samkvæmt tillögunum verður NATO gert að hafa 30 herdeildir, 30 flugsveitir og 30 herskip klár til að bregðast við með skömmum fyrirvara. Ein herdeild samanstendur af sex hundruð til þúsund hermönnum. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum innan NATO og Bandaríkjanna. Einn heimildarmaður Reuters sagði ljóst að Rússar gætu ráðist á Eystrasaltsríkin og Pólland með mjög skömmum fyrirvara. Ríki Evrópu hafa hins vegar dregið verulega úr fjárútlátum til varnarmála á undanförnum árum og jafnvel áratugum og hefur það leitt til þess að mörg ríki NATO gætu ekki brugðist við á skömmum tíma. Bandaríkin opinberuðu í byrjun árs nýja varnarstefnu ríkisins (e. National Defense Strategy) þar sem fram kom að þarfasta verk Bandaríkjanna væri að sporna gegn áhrifum Rússlands og Kína.Sjá einnig: Snúa sér að Kína og Rússlandi Einn embættismaður frá Bandaríkjunum sagði áðurnefnda tillögu taka mið af nýju varnarstefnunni. Aðgerðir Rússa í Úkraínu, innlimun Krímskaga og umfangsmiklar heræfingar í vesturhluta landsins hafa vakið áhyggjur í höfuðstöðvum NATO og hafa Bandaríkin sakað Rússa um að ætla sér að sundra bandalaginu. Rússar segja það þó þvælu og að eina ógnin í Austur-Evrópu sé tilkomin vegna NATO. Breska hugveitan Institute of Strategic Studies áætlar að NATO búi yfir rúmlega tveimur milljónum hermanna og Rússar um 830 þúsund. Eftir innlimun Krímskaga setti NATO saman smáa sveit sem hægt væri að senda tiltölulega fljótt í orrustu og kom fyrir fjórum herdeildum í Eystrasaltsríkjunum og í Póllandi. Það er þó óljóst hvaðan nýju herdeildirnar ættu að koma, samkvæmt Reuters. Frakkar standa nú þegar í átökum í Afríku og Bretar hafa minnkað herafla sinn á undanförnum árum. NATO Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna þrýsta nú á bandamenn sína í Atlantshafsbandalaginu að auka hernaðarviðbúnað vegna ógnar frá Rússlandi. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, mun ræða við aðra varnarmálaráðherra NATO í Brussel á fimmtudaginn þar sem fara á yfir tillögurnar fyriri leiðtogafund bandalagsins í júlí. Samkvæmt tillögunum verður NATO gert að hafa 30 herdeildir, 30 flugsveitir og 30 herskip klár til að bregðast við með skömmum fyrirvara. Ein herdeild samanstendur af sex hundruð til þúsund hermönnum. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum innan NATO og Bandaríkjanna. Einn heimildarmaður Reuters sagði ljóst að Rússar gætu ráðist á Eystrasaltsríkin og Pólland með mjög skömmum fyrirvara. Ríki Evrópu hafa hins vegar dregið verulega úr fjárútlátum til varnarmála á undanförnum árum og jafnvel áratugum og hefur það leitt til þess að mörg ríki NATO gætu ekki brugðist við á skömmum tíma. Bandaríkin opinberuðu í byrjun árs nýja varnarstefnu ríkisins (e. National Defense Strategy) þar sem fram kom að þarfasta verk Bandaríkjanna væri að sporna gegn áhrifum Rússlands og Kína.Sjá einnig: Snúa sér að Kína og Rússlandi Einn embættismaður frá Bandaríkjunum sagði áðurnefnda tillögu taka mið af nýju varnarstefnunni. Aðgerðir Rússa í Úkraínu, innlimun Krímskaga og umfangsmiklar heræfingar í vesturhluta landsins hafa vakið áhyggjur í höfuðstöðvum NATO og hafa Bandaríkin sakað Rússa um að ætla sér að sundra bandalaginu. Rússar segja það þó þvælu og að eina ógnin í Austur-Evrópu sé tilkomin vegna NATO. Breska hugveitan Institute of Strategic Studies áætlar að NATO búi yfir rúmlega tveimur milljónum hermanna og Rússar um 830 þúsund. Eftir innlimun Krímskaga setti NATO saman smáa sveit sem hægt væri að senda tiltölulega fljótt í orrustu og kom fyrir fjórum herdeildum í Eystrasaltsríkjunum og í Póllandi. Það er þó óljóst hvaðan nýju herdeildirnar ættu að koma, samkvæmt Reuters. Frakkar standa nú þegar í átökum í Afríku og Bretar hafa minnkað herafla sinn á undanförnum árum.
NATO Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Sjá meira