Daði var að vonum ánægður þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum.
„Ég er virkilega ánægður með að hafa fengið þessi verðlaun. Þetta er ein stærsta verðlaunahátíðin í „stiklubransanum“ sem haldin er úti í LA svo að þetta er mikil viðurkenning fyrir mig og samstarfsfélaga mína. Það voru nokkrar mjög góðar stiklur sem við vorum að keppa við, svo það var heiður að vea tilnefndur – hvað þá að vinna.“
Stranger Things stjarnan Charlie Heaton fer með aðalhlutverkið í myndinni auk Anayu Taylor-Joy og George MacKay.
Daði, sem hefur unnið sem stiklusmiður í Lundúnum frá árinu 2014, hlaut verðlaunin í flokki Besta erlenda hryllingsmyndastiklan. Hann starfar hjá auglýsingastofunni Silk Factory sem var stofnuð í fyrra. Fyrirtækið sérhæfir sig í auglýsingagerð fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti.
Tilnefndar í þessum flokki voru hrlykkingsmyndirnar From a House on Wollow Street, Ghost Stories, Killing Ground og Slumber.