Innlent

Sigrún Edda Björnsdóttir er fjallkonan í ár

Bergþór Másson skrifar
Sigrún Edda Björnsdóttir
Sigrún Edda Björnsdóttir Ernir Eyjólfsson
Hátíðarathöfn á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hófst á Austurvelli í dag. Fjallkonan flytur ávarp en ávallt hvílir leynd yfir því hver hún er þar til á hátíðarathöfninni. Í ár er fjallkonan Sigrún Edda Björnsdóttir. 

Á vefsíðu 17. júní kemur fram að „Fjallkonan er tákngervingur Íslands. Í hátíðardagskrá á Austurvelli kemur leikkona fram í hlutverki hennar og les ljóð. Fjallkonan klæðist skautbúningi sem er í vörslu Árbæjarsafns og við hann er forláta stokkabelti með vínviðarmunstri úr silfri og brjóstnæla í stíl.“

Linda Vilhjálmsdóttir, skáld, samdi ávarpið sem Sigrún Edda Björnsdóttir flytur.

Sigrún Edda Björnsdóttir og móðir hennar Guðrún Ásmundsdóttir spjölluðu við Vísi um lífið og listina nú á dögunum.

 

Hér má sjá lista yfir fjallkonur síðari ára.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×