E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ Bjarki Sigurðsson skrifar 3. nóvember 2024 20:03 Anna Lára Pálsdóttir (t.v.) á barnabarn sem liggur inni á Barnaspítala Hringsins með E. coli-sýkingu og Áslaug Fjóla Magnúsdóttir á dóttur sem glímir en við eftirköst E. coli-sýkingar frá 2019. Vísir/Ívar Fannar Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur á spítala vegna E. coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E. coli-sýkingu. Á fimmta tug barna af leikskólanum Mánagarði hafa greinst með E. coli-sýkingu síðustu daga. Bakterían kom úr hakki sem var matreitt í leikskólanum nokkrum dögum áður en börnin fóru að veikjast. Nokkur barnanna hafa verið lögð inn á gjörgæslu vegna veikindanna og sem stendur er eitt barn í öndunarvél. Barnabarn Önnu Láru Pálsdóttur er meðal barnanna sem hefur legið inni á barnaspítalanum síðustu daga. „Það er hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt. Það er hræðilegt að horfa upp á dóttur mína og manninn hennar svo ótrúlega buguð og hrædd,“ segir Anna Lára. Hefur áhrif á alla fjölskylduna Þrátt fyrir að veikindin séu mjög alvarleg hefur barnabarn hennar sloppið við að fara inn á gjörgæslu. Þetta hefur haft mikil áhrif á fjölskylduna. „Þau eru ofboðslega hrædd og brotin. þau hafa ekki matarlyst og sofa illa. Ég fór þarna og vakti yfir þeim eina nótt bara svo dóttir mín myndi ná að sofa,“ segir Anna Lára. Fimm ár og enn að jafna sig Börn verða misveik af sýkingunni en hún getur haft langvarandi áhrif á þá sem smitast. Dóttir Áslaugar Fjólu Magnúsdóttur smitaðist í Efstadal II árið 2019. Þá var hún þriggja ára gömul og er enn fimm árum síðar að glíma við eftirköstin og þurfti meðal annars að læra að ganga upp á nýtt. „Þetta situr með manni alla daga. Hún hefur verið með mikið af eftirköstum. Meðal annars daglega magaverki og ristilverki. Ýmislegt annað. Hún er mjög viðkvæm fyrir öllu áreiti, bakterían fer líka í miðtaugakerfið hjá henni,“ segir Áslaug. Þær telja fólk oft ekki átta sig á hversu alvarleg veikindin eru. Áslaug stofnaði stuðningshóp fyrir aðstandendur barna sem smitast af E. coli til að foreldrar þurfi ekki að ganga einir í gegnum erfiðleikana. „Þetta eru ofboðslegar kvalir sem börnin þurfa að þola. Þessi blóðugi niðurgangur, þetta er bara rosalegt að horfa upp á,“ segir Áslaug. Lærum af reynslunni Þær vilja að matvælaöryggi sé bætt til muna, sérstaklega þegar viðkvæmir hópar eiga í hlut. „Ég veit alveg að hlutir geta gerst. Og ég vil ekki fara að hengja einhvern bakara eða smið eða matráð eða neitt svoleiðis. Þetta bara gerðist. En mér finnst að við þurfum að læra af þessu svo þetta gerist ekki aftur. Þessi mál verði skoðuð algjörlega niður í kjölinn,“ segir Anna Lára. Heilbrigðismál E. coli-sýking á Mánagarði Börn og uppeldi Landspítalinn Tengdar fréttir Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Rannsóknir Matís á uppruna E.coli smits á leikskólanum Mánagarði hafa staðfest að bakterían var í hakki sem var matreitt á leikskólanum. Niðurstaða rannsóknarinnar er að meðhöndlun hakksins á leikskólanum var ekki fullnægjandi með tilliti til hreinlætis. 1. nóvember 2024 10:49 Matráður segir upp á Mánagarði Matráður leikskólans Mánagarðs þar sem upp kom svæsin E.coli-sýking í síðustu viku hefur sagt upp störfum. Leikskólinn verður lokaður út vikuna. 31. október 2024 11:40 Smitaðist fimm mánaða en lifir nú eðlilegu lífi „Ég bið bara fólk og samfélagið allt að hugsa fallega til þeirra. Þessi baktería er hræðileg. Ég man þegar minn litli var inni á spítala þá fengum við kveðjur úr ótrúlegustu áttum og fólk var að kveikja á kertum fyrir hann. Þetta hlýjar svo mikið og að finna fyrir að fólk sé að hugsa til þín. Ég held að allir séu að hugsa til þeirra og senda alla þá orku sem til er.“ 28. október 2024 19:41 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Á fimmta tug barna af leikskólanum Mánagarði hafa greinst með E. coli-sýkingu síðustu daga. Bakterían kom úr hakki sem var matreitt í leikskólanum nokkrum dögum áður en börnin fóru að veikjast. Nokkur barnanna hafa verið lögð inn á gjörgæslu vegna veikindanna og sem stendur er eitt barn í öndunarvél. Barnabarn Önnu Láru Pálsdóttur er meðal barnanna sem hefur legið inni á barnaspítalanum síðustu daga. „Það er hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt. Það er hræðilegt að horfa upp á dóttur mína og manninn hennar svo ótrúlega buguð og hrædd,“ segir Anna Lára. Hefur áhrif á alla fjölskylduna Þrátt fyrir að veikindin séu mjög alvarleg hefur barnabarn hennar sloppið við að fara inn á gjörgæslu. Þetta hefur haft mikil áhrif á fjölskylduna. „Þau eru ofboðslega hrædd og brotin. þau hafa ekki matarlyst og sofa illa. Ég fór þarna og vakti yfir þeim eina nótt bara svo dóttir mín myndi ná að sofa,“ segir Anna Lára. Fimm ár og enn að jafna sig Börn verða misveik af sýkingunni en hún getur haft langvarandi áhrif á þá sem smitast. Dóttir Áslaugar Fjólu Magnúsdóttur smitaðist í Efstadal II árið 2019. Þá var hún þriggja ára gömul og er enn fimm árum síðar að glíma við eftirköstin og þurfti meðal annars að læra að ganga upp á nýtt. „Þetta situr með manni alla daga. Hún hefur verið með mikið af eftirköstum. Meðal annars daglega magaverki og ristilverki. Ýmislegt annað. Hún er mjög viðkvæm fyrir öllu áreiti, bakterían fer líka í miðtaugakerfið hjá henni,“ segir Áslaug. Þær telja fólk oft ekki átta sig á hversu alvarleg veikindin eru. Áslaug stofnaði stuðningshóp fyrir aðstandendur barna sem smitast af E. coli til að foreldrar þurfi ekki að ganga einir í gegnum erfiðleikana. „Þetta eru ofboðslegar kvalir sem börnin þurfa að þola. Þessi blóðugi niðurgangur, þetta er bara rosalegt að horfa upp á,“ segir Áslaug. Lærum af reynslunni Þær vilja að matvælaöryggi sé bætt til muna, sérstaklega þegar viðkvæmir hópar eiga í hlut. „Ég veit alveg að hlutir geta gerst. Og ég vil ekki fara að hengja einhvern bakara eða smið eða matráð eða neitt svoleiðis. Þetta bara gerðist. En mér finnst að við þurfum að læra af þessu svo þetta gerist ekki aftur. Þessi mál verði skoðuð algjörlega niður í kjölinn,“ segir Anna Lára.
Heilbrigðismál E. coli-sýking á Mánagarði Börn og uppeldi Landspítalinn Tengdar fréttir Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Rannsóknir Matís á uppruna E.coli smits á leikskólanum Mánagarði hafa staðfest að bakterían var í hakki sem var matreitt á leikskólanum. Niðurstaða rannsóknarinnar er að meðhöndlun hakksins á leikskólanum var ekki fullnægjandi með tilliti til hreinlætis. 1. nóvember 2024 10:49 Matráður segir upp á Mánagarði Matráður leikskólans Mánagarðs þar sem upp kom svæsin E.coli-sýking í síðustu viku hefur sagt upp störfum. Leikskólinn verður lokaður út vikuna. 31. október 2024 11:40 Smitaðist fimm mánaða en lifir nú eðlilegu lífi „Ég bið bara fólk og samfélagið allt að hugsa fallega til þeirra. Þessi baktería er hræðileg. Ég man þegar minn litli var inni á spítala þá fengum við kveðjur úr ótrúlegustu áttum og fólk var að kveikja á kertum fyrir hann. Þetta hlýjar svo mikið og að finna fyrir að fólk sé að hugsa til þín. Ég held að allir séu að hugsa til þeirra og senda alla þá orku sem til er.“ 28. október 2024 19:41 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Rannsóknir Matís á uppruna E.coli smits á leikskólanum Mánagarði hafa staðfest að bakterían var í hakki sem var matreitt á leikskólanum. Niðurstaða rannsóknarinnar er að meðhöndlun hakksins á leikskólanum var ekki fullnægjandi með tilliti til hreinlætis. 1. nóvember 2024 10:49
Matráður segir upp á Mánagarði Matráður leikskólans Mánagarðs þar sem upp kom svæsin E.coli-sýking í síðustu viku hefur sagt upp störfum. Leikskólinn verður lokaður út vikuna. 31. október 2024 11:40
Smitaðist fimm mánaða en lifir nú eðlilegu lífi „Ég bið bara fólk og samfélagið allt að hugsa fallega til þeirra. Þessi baktería er hræðileg. Ég man þegar minn litli var inni á spítala þá fengum við kveðjur úr ótrúlegustu áttum og fólk var að kveikja á kertum fyrir hann. Þetta hlýjar svo mikið og að finna fyrir að fólk sé að hugsa til þín. Ég held að allir séu að hugsa til þeirra og senda alla þá orku sem til er.“ 28. október 2024 19:41
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent