Vopnahlé í Níkaragva Andri Eysteinsson skrifar 16. júní 2018 11:08 Mótmælendum hefur verið skipað að leggja niður vopn. Vísir/EPA Ríkisstjórn Níkaragva hefur samið um vopnahlé við stríðandi fylkingar í landinu en frá þessu greinir BBC. Átök hafa geisað í Mið-Ameríkuríkinu Níkaragva síðan að ríkisstjórn Daniels Ortega setti fram í apríl, tillögur um að skerða eftirlaun og minnka framlög til velferðarmála í landinu. Þrátt fyrir að tillögurnar hafi verið dregnar til baka hefur ríkisstjórninni verið harðlega mótmælt. Mótmælin þróuðust í átök milli mótmælenda og lögreglu og hafa nú 170 manns látist í mótmælunum á undanförnum vikum. Rómversk-kaþólska kirkjan hafði því milligöngu um að friða hinar stríðandi fylkingar og kom af stað samningaviðræðum sem nú hafa borið árangur. Í yfirlýsingu segja fulltrúar ríkisstjórnarinnar, mótmælenda og biskupar kaþólsku kirkjunnar að vopnahlé skuli tafarlaust taka gildi og að öll dauðsföll undanfarinnar vikna verði rannsökuð. Skrifað var undir samkomulag þess efnis í höfuðborg ríkisins, Managua.Aðgerðasinnar og verkalýðsleiðtogar hafa sakað Ortega um að kúga þjóð sína og hafa kallað eftir afsögn hans. Mannúðarsamtökin IACHR, sendu fulltrúa sína til að fylgjast með mótmælum í landinu og skýrslu þeirra greina þeir frá harðræði lögreglumanna og fleiri brotum á mannréttindum. Utanríkisráðuneyti Níkaragva hafnar niðurstöðum skýrslunnar og segir skýrsluna vera hlutdræga. Sakaður um einræðistilburði Daniel Ortega sem hefur verið forseti síðan 2007 var einn af þeim sem áttu hlut í því þegar einræðisherranum Anastasio Somoza var steypt af stóli árið 1979 hefur enn sem komið er ekki sýnt nokkurn áhuga á að stíga til hliðar vegna málsins. Andstæðingar forsetans hafa sakað hann og varaforseta hans, Rosario Murillo sem einnig er eiginkona Ortega um að sýna einræðistilburði. Erlent Níkaragva Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Ríkisstjórn Níkaragva hefur samið um vopnahlé við stríðandi fylkingar í landinu en frá þessu greinir BBC. Átök hafa geisað í Mið-Ameríkuríkinu Níkaragva síðan að ríkisstjórn Daniels Ortega setti fram í apríl, tillögur um að skerða eftirlaun og minnka framlög til velferðarmála í landinu. Þrátt fyrir að tillögurnar hafi verið dregnar til baka hefur ríkisstjórninni verið harðlega mótmælt. Mótmælin þróuðust í átök milli mótmælenda og lögreglu og hafa nú 170 manns látist í mótmælunum á undanförnum vikum. Rómversk-kaþólska kirkjan hafði því milligöngu um að friða hinar stríðandi fylkingar og kom af stað samningaviðræðum sem nú hafa borið árangur. Í yfirlýsingu segja fulltrúar ríkisstjórnarinnar, mótmælenda og biskupar kaþólsku kirkjunnar að vopnahlé skuli tafarlaust taka gildi og að öll dauðsföll undanfarinnar vikna verði rannsökuð. Skrifað var undir samkomulag þess efnis í höfuðborg ríkisins, Managua.Aðgerðasinnar og verkalýðsleiðtogar hafa sakað Ortega um að kúga þjóð sína og hafa kallað eftir afsögn hans. Mannúðarsamtökin IACHR, sendu fulltrúa sína til að fylgjast með mótmælum í landinu og skýrslu þeirra greina þeir frá harðræði lögreglumanna og fleiri brotum á mannréttindum. Utanríkisráðuneyti Níkaragva hafnar niðurstöðum skýrslunnar og segir skýrsluna vera hlutdræga. Sakaður um einræðistilburði Daniel Ortega sem hefur verið forseti síðan 2007 var einn af þeim sem áttu hlut í því þegar einræðisherranum Anastasio Somoza var steypt af stóli árið 1979 hefur enn sem komið er ekki sýnt nokkurn áhuga á að stíga til hliðar vegna málsins. Andstæðingar forsetans hafa sakað hann og varaforseta hans, Rosario Murillo sem einnig er eiginkona Ortega um að sýna einræðistilburði.
Erlent Níkaragva Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira