Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þór/KA 2-0 Breiðablik │ Sandra María skaut meisturunum aftur á toppinn Arnar Geir Halldórsson skrifar 24. júní 2018 18:30 Sandra María sá um markaskorun á Þórsvelli í dag vísir/eyþór Þór/KA endurheimti toppsæti Pepsi-deildar kvenna þegar liðið fékk Breiðablik í heimsókn á Þórsvöll í dag í algjörum toppslag þar sem Breiðablik mætti til leiks með fullt hús stiga á toppi deildarinnar en Þór/KA hafði tveimur stigum minna í öðru sæti þegar kom að leiknum í dag. Leikurinn spilaðist eins og alvöru toppslagur að því leyti að hart var barist og mikið jafnræði lengstum. Eftir hálftíma leik kom Sandra María Jessen heimakonum yfir með laglegum skalla þegar hún stangaði fyrirgjöf Huldu Bjargar Hannesdóttur í netið en markið kom í kjölfarið af góðum spilkafla Huldu Bjargar og Huldu Ósk Jónsdóttur upp hægri kantinn. Blikar voru töluvert meira með boltann; þá sérstaklega í síðari hálfleik þar sem Þór/KA lagðist aftar á völlinn og varðist frábærlega. Þór/KA ógnaði með skyndisóknum og eftir eina slíka skoraði Sandra María annað mark sitt og kom Þór/KA í 2-0, skömmu fyrir leikslok.Afhverju vann Þór/KA?Varnarleikur Þórs/KA var algjörlega frábær; nánast frá fremsta manni og til þess aftasta. Breiðablik var mikið með boltann en náði eiginlega aldrei að ógna marki heimakvenna að neinu viti og það þrátt fyrir að tefla fram þremur A-landsliðskonum í fremstu víglínu. Hverjar stóðu upp úrVarnarlína Þórs/KA og Sandra María Jessen. Þær Arna Sif Ásgrímsdóttir, Bianca Sierra og Lillý Rut Hlynsdóttir stigu ekki feilspor í dag og lokuðu algjörlega á hið öfluga sóknartríó Kópavogskvenna. Sandra María gerir svo út um leikinn með tveimur mörkum. Virkilega góð afgreiðsla í báðum tilfellum. Hvað gekk illa?Sóknarleikur Breiðabliks var í rauninni ekki til staðar. Þær ógnuðu marki Þórs/KA lítið sem ekkert þrátt fyrir að hafa boltann á löngum stundum inn á miðsvæðinu. Þegar kom að síðasta þriðjungi vallarins voru öll sund lokuð og ekkert að frétta.Hvað er næst?Annar toppslagur bíður Þórs/KA þar sem þær heimsækja Val í næstu umferð en Valur skaut sér upp í 2.sæti deildarinnar með sigri á FH í dag. Breiðablik er hins vegar á leið í bikarleik gegn Inkasso-deildar liði ÍR í Breiðholtinu næstkomandi laugardag. Þorsteinn: Vissum að það væru ekki miklar líkur á því að við færum taplausar í gegnum mótiðÞorsteinn Halldórsson þjálfar BreiðablikÞorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum frekar vonsvikinn í leikslok enda fyrsta tap liðsins í sumar staðreynd. „Mér fannst við ekki nógu góðar á síðasta þriðjungi. Við sköpuðum ekki nógu mikið. Mér fannst leikurinn jafn heilt yfir; þær voru ekkert að skapa sér mikið. Ég held þær hafi fengið eitt færi utan við mörkin. Að öðru leyti var lítið að gerast hjá báðum liðum. Það vantaði gæði frá okkur á síðasta þriðjungi,“ sagði Þorsteinn. Breiðablik tefldi fram þremur A-landsliðskonum í fremstu víglínu en tókst engu að síður ekki að skapa sér mörg marktækifæri. Hvað veldur? „Við erum með fína leikmenn í fremstu línu. Þetta er bara einn af þeim leikjum sem maður lendir stundum á. Það vantaði eitthvað extra til að ná að búa til mörk. Við förum yfir það í rólegheitum og verðum búin að laga það fyrir næsta leik,“ sagði Þorsteinn. Breiðablik var með fullt hús stiga þegar kom að leiknum en Þorsteinn var nokkuð rólegur yfir stöðunni þrátt fyrir fyrsta tapið. „Við gerðum okkur grein fyrir því að það væru ekki miklar líkur á því að við færum taplausar í gegnum mótið þó við höfum auðvitað trú á því að við getum unnið alla leiki; það er allt annar hlutur. Ég er ekki að stressa mig of mikið á þessu. Þetta er bara sjöundi leikur og það er enn nóg eftir,“ sagði Þorsteinn. "Skemmtilegt" að Sandra María sé ekki í byrjunarliðinu hjá landsliðinuDonni fagnar í sumar.vísir/eyþórDonni Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, var í skýjunum í leikslok og hrósaði sínu liði í hástert en liðið er enn taplaust í deildinni. „Virkilega stoltur af liðinu mínu. Stelpurnar fóru nákvæmlega eftir því sem var lagt upp með. Við spiluðum hrikalega þéttan og agaðan varnarleik. Við létum þær hafa boltann þar sem við vildum að þær hefðu boltann og unnum boltann þar sem við vildum vinna boltann og sóttum svo á þær. Við hefðum bara mátt skora fleiri mörk,“ sagði Donni. Sandra María Jessen var munurinn á liðunum í dag með því að skora tvö góð mörk. Donni nýtti tækifærið og skaut á Frey Alexandersson, landsliðsþjálfara Íslands, en Sandra María sat á varamannabekk Íslands í 2-0 sigri á Slóveníu á dögunum á meðan Agla María Albertsdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir voru í byrjunarliðinu. „Ég er ótrúlega ánægður með hennar framlag í dag. Það er skemmtilegt að þessi leikmaður komist ekki í byrjunarliðið hjá landsliðinu fremur en aðrir leikmenn sem voru inn á vellinum í dag. Það verður bara að hafa það,“ sagði Donni kaldhæðinn. Pepsi Max-deild kvenna
Þór/KA endurheimti toppsæti Pepsi-deildar kvenna þegar liðið fékk Breiðablik í heimsókn á Þórsvöll í dag í algjörum toppslag þar sem Breiðablik mætti til leiks með fullt hús stiga á toppi deildarinnar en Þór/KA hafði tveimur stigum minna í öðru sæti þegar kom að leiknum í dag. Leikurinn spilaðist eins og alvöru toppslagur að því leyti að hart var barist og mikið jafnræði lengstum. Eftir hálftíma leik kom Sandra María Jessen heimakonum yfir með laglegum skalla þegar hún stangaði fyrirgjöf Huldu Bjargar Hannesdóttur í netið en markið kom í kjölfarið af góðum spilkafla Huldu Bjargar og Huldu Ósk Jónsdóttur upp hægri kantinn. Blikar voru töluvert meira með boltann; þá sérstaklega í síðari hálfleik þar sem Þór/KA lagðist aftar á völlinn og varðist frábærlega. Þór/KA ógnaði með skyndisóknum og eftir eina slíka skoraði Sandra María annað mark sitt og kom Þór/KA í 2-0, skömmu fyrir leikslok.Afhverju vann Þór/KA?Varnarleikur Þórs/KA var algjörlega frábær; nánast frá fremsta manni og til þess aftasta. Breiðablik var mikið með boltann en náði eiginlega aldrei að ógna marki heimakvenna að neinu viti og það þrátt fyrir að tefla fram þremur A-landsliðskonum í fremstu víglínu. Hverjar stóðu upp úrVarnarlína Þórs/KA og Sandra María Jessen. Þær Arna Sif Ásgrímsdóttir, Bianca Sierra og Lillý Rut Hlynsdóttir stigu ekki feilspor í dag og lokuðu algjörlega á hið öfluga sóknartríó Kópavogskvenna. Sandra María gerir svo út um leikinn með tveimur mörkum. Virkilega góð afgreiðsla í báðum tilfellum. Hvað gekk illa?Sóknarleikur Breiðabliks var í rauninni ekki til staðar. Þær ógnuðu marki Þórs/KA lítið sem ekkert þrátt fyrir að hafa boltann á löngum stundum inn á miðsvæðinu. Þegar kom að síðasta þriðjungi vallarins voru öll sund lokuð og ekkert að frétta.Hvað er næst?Annar toppslagur bíður Þórs/KA þar sem þær heimsækja Val í næstu umferð en Valur skaut sér upp í 2.sæti deildarinnar með sigri á FH í dag. Breiðablik er hins vegar á leið í bikarleik gegn Inkasso-deildar liði ÍR í Breiðholtinu næstkomandi laugardag. Þorsteinn: Vissum að það væru ekki miklar líkur á því að við færum taplausar í gegnum mótiðÞorsteinn Halldórsson þjálfar BreiðablikÞorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum frekar vonsvikinn í leikslok enda fyrsta tap liðsins í sumar staðreynd. „Mér fannst við ekki nógu góðar á síðasta þriðjungi. Við sköpuðum ekki nógu mikið. Mér fannst leikurinn jafn heilt yfir; þær voru ekkert að skapa sér mikið. Ég held þær hafi fengið eitt færi utan við mörkin. Að öðru leyti var lítið að gerast hjá báðum liðum. Það vantaði gæði frá okkur á síðasta þriðjungi,“ sagði Þorsteinn. Breiðablik tefldi fram þremur A-landsliðskonum í fremstu víglínu en tókst engu að síður ekki að skapa sér mörg marktækifæri. Hvað veldur? „Við erum með fína leikmenn í fremstu línu. Þetta er bara einn af þeim leikjum sem maður lendir stundum á. Það vantaði eitthvað extra til að ná að búa til mörk. Við förum yfir það í rólegheitum og verðum búin að laga það fyrir næsta leik,“ sagði Þorsteinn. Breiðablik var með fullt hús stiga þegar kom að leiknum en Þorsteinn var nokkuð rólegur yfir stöðunni þrátt fyrir fyrsta tapið. „Við gerðum okkur grein fyrir því að það væru ekki miklar líkur á því að við færum taplausar í gegnum mótið þó við höfum auðvitað trú á því að við getum unnið alla leiki; það er allt annar hlutur. Ég er ekki að stressa mig of mikið á þessu. Þetta er bara sjöundi leikur og það er enn nóg eftir,“ sagði Þorsteinn. "Skemmtilegt" að Sandra María sé ekki í byrjunarliðinu hjá landsliðinuDonni fagnar í sumar.vísir/eyþórDonni Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, var í skýjunum í leikslok og hrósaði sínu liði í hástert en liðið er enn taplaust í deildinni. „Virkilega stoltur af liðinu mínu. Stelpurnar fóru nákvæmlega eftir því sem var lagt upp með. Við spiluðum hrikalega þéttan og agaðan varnarleik. Við létum þær hafa boltann þar sem við vildum að þær hefðu boltann og unnum boltann þar sem við vildum vinna boltann og sóttum svo á þær. Við hefðum bara mátt skora fleiri mörk,“ sagði Donni. Sandra María Jessen var munurinn á liðunum í dag með því að skora tvö góð mörk. Donni nýtti tækifærið og skaut á Frey Alexandersson, landsliðsþjálfara Íslands, en Sandra María sat á varamannabekk Íslands í 2-0 sigri á Slóveníu á dögunum á meðan Agla María Albertsdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir voru í byrjunarliðinu. „Ég er ótrúlega ánægður með hennar framlag í dag. Það er skemmtilegt að þessi leikmaður komist ekki í byrjunarliðið hjá landsliðinu fremur en aðrir leikmenn sem voru inn á vellinum í dag. Það verður bara að hafa það,“ sagði Donni kaldhæðinn.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti