Brot úr viðtalinu fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla nú um helgina en Targalski var fenginn í þáttinn til að ræða brottrekstur hæstaréttardómara í Póllandi eftir að umdeild lög um starfsaldur dómaranna voru samþykkt þar í landi á dögunum.
Það var þó ekki efni viðtalsins sem reyndist uppspretta skemmtunar netverja heldur köttur Targalski, Lisio. Í miðju viðtalinu, sem tekið var upp á heimili Targalski, gerði Lisio sér lítið fyrir og klifraði upp á herðar eiganda síns. Þar sveiflaði hann rófunni framan í myndavélina og sleikti eyra Targalski, sem kippti sér ekkert upp við vinahót kattarins og gerði hvergi hlé á máli sínu.
Klippu úr umræddu viðtali má sjá hér að neðan.
The Polish historian & political scientist Jerzy Targalski remained completely unruffled during our interview when this happened pic.twitter.com/4dLi16Pq1H
— Rudy Bouma (@rudybouma) July 7, 2018