Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór/KA 0-0 | Þór/KA hélt toppsætinu með markalausu jafntefli Ívar Kristinn Jasonarson skrifar 3. júlí 2018 21:30 Sandra María Jessen skoraði tvö í sigrinum á Blikum. vísir/eyþór Toppslagur Vals og Þórs/KA endaði með markalausu jafntefli þegar liðin mættust á Origo-vellinum í kvöld. Leikurinn, sem var tíðindalítill, var liður í áttundu umferð Pepsi-deildar kvenna. Eftir leikinn situr Þór/KA enn á toppnum, einu stigi á undan Valskonum. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Gestirnir mættu fullir sjálfstrausts til leiks og áttu tvö langskot í upphafi en Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, varði þau örugglega. Heimakonur áttu hættulegri færi. Ásdís Karen Halldórsdóttir átti gott skot á 15. mínútu leiksins en Johanna Henriksson í marki Þórs/KA varði meistaralega. Johanna varði aftur mjög vel þegar Crystal Thomas skaut úr góðu færi eftir undibúning Elínar Mettu Jensen. Fleira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleik og staðan því 0-0 að honum loknum Fátt markvert gerðist í síðari hálfleik. Þór/KA spilaði agaðan varnarleik og beittu skyndisóknum sem sköpuðu litla hættu. Valskonur voru sterkari aðilinn og voru líklegri til að skora en náðu þó ekki að skapa mikla hættu fyrir framan mark gestanna. Leiknum lauk þvi með markalausu jafntefli.Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Leikurinn í kvöld var ekki mikið fyrir augað. Hvorugt lið náði að skapa sér mikið af opnum marktækifærum og því fór sem fór. Valskonur voru mun líklegri til að skora mark, sérstaklega í síðari hálfleik. Þær voru þó ekki nógu sterkar fyrir framan markið og Johanna stóð vaktina vel í marki gestanna.Hverjir stóðu upp úr? Johanna Henriksson, markvörður Þórs/KA, átti stórleik. Hún bjargaði oft á tíðum mjög vel og kom í veg fyrir að Valskonur fengu þrjú stig hér í kvöld. Hjá heimakonum voru Elín Metta og Crystal hættulegastar fram á við og Málfríður Erna Sigurðardóttir var mjög örugg í vörninni.Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að halda boltanum innan liðsins. Þór/KA gekk mjög illa að skapa sér marktækifæri, sérstaklega í síðari hálfleiknum. Valskonur komust nokkrum sinnum í álitlegar stöður en vantaði yfirvegun á síðasta þriðjungnum. Johanna varði svo það sem kom á markið.Hvað gerist næst? Stórleikirnir halda áfram í næstu umferð. Þá mæta Valskonur Breiðabliki á Kópavogsvelli í öðrum toppslag. Akureyringar taka svo á móti Stjörnukonum sem sitja í fjórða sæti deildarinnar. Báðir leikirnir fara fram eftir slétta viku.Pétur tók við Val í haust.vísir/ernirPétur: Þessar línur skýrast ekki fyrr en í september „Þetta var taktískur leikur að mörgu leyti. Við reyndum að sækja þrjú stig en það tókst ekki,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, inntur eftir hans fyrstu viðbrögðum eftir leikinn. Valskonur voru sterkari í leiknum í kvöld. „Við stjórnuðum þessum leik, nema kannski síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik. Því miður náðum við ekki marki. Markvörðurinn varði vel í tvígang og þær eru sterkar varnarlega. Þær voru með átta til níu menn inni í teig þegar boltinn kom fyrir og það var erfitt að brjóta þær niður,“ sagði Pétur. Val bíður annar erfiður leikur í næstu umferð gegn Breiðabliki. Toppslagurinn er harður en Blikar eru einu stigi á eftir Val í þriðja sæti deildarinnar og eiga leik til góða. Pétur er bjartsýnn á framhaldið og býst við langri toppbaráttu. „Næsti leikur leggst bara vel í mig. Ég held að þessar línur skýrist ekki fyrr en í september, þegar uppi er staðið,“ sagði Pétur Pétursson.Donni var ekki sáttur með úrslitinvísir/ernirDonni: Ekki sáttur með stigið Halldór Jón (Donni) Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, var ekki sáttur með úrslitin í kvöld. „Ég er ekki sáttur með stigið, við ætluðum að vinna leikinn. Við hefðum getað nýtt okkar stöður betur þegar við fengum boltann. En ég er hins vegar mjög sáttur með varnarleikinn, það vantaði ekkert upp á vinnsluna, dugnaðinn og báráttuna.“ „Við hefðum þurft að vera klókari og halda boltanum betur. Þegar við náðum að opna á milli kanta komumst við í góðar leikstöður. Það er eitthvað sem við leitumst eftir. Ég hefði viljað komast oftar í þær stöður.“ Johanna Henriksson var mjög traust á milli stanganna í marki Norðankvenna í kvöld. Johanna er ekki há í loftinu en varði oft mjög vel. Donni var sáttur með hennar leik. „Hún er alveg frábær markmaður og frábær karakter sem hjálpar okkur. Hún er búin að halda hreinu núna á móti Val og Breiðabliki og gerir lífið okkar auðveldara með því að tala og stjórna vörninni og það skiptir oft miklu meira máli en einhverjir sentímetrar. Við erum bara búin að fá tvö mörk á okkur í sumar, sem er bara ágætt.“ Þór/KA eru enn taplausar í deildinni og sitja á toppnum. Donni sér ekki fram á að það muni breytast. „Við ætlum að sjálfsögðu að vinna alla leiki en sjáum svo til hvernig þetta endar.“Sandra Sigurðardóttir hefur um langt skeið verið annar markvörður íslenska landsliðsinsVísir/TomSandra Sigurðar: Fengum færi til þess að klára þetta „Gott að fá stig en ég hefði alveg viljað vinna leikinn. Við fengum færi til þess að klára þetta en það féll ekki í dag,“ sagði Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals eftir leikinn í kvöld. Sandra var heilt yfir ánægð með spilamennsku síns liðs í kvöld „Mér fannst við ekki vera að opna okkur og fá færi á okkur. Ég er sátt með það en ég hefði viljað pota inn einu marki og fá þrjú stig.“ „Við fengum færi og mér fannst liðið spila vel í dag. Þór/KA er með frábært lið og þetta var baráttuleikur. Hvorugt liðið skoraði og þetta féll ekki með okkur í dag. En eftir sigur eitt stig sem er bara mjög gott.“ „Það er mikilvægur leikur á sterkum útivelli. Þar er líka mikilvægt að ná í stig og við stefnum auðvitað á það. Það verður örugglega hörkuleikur,“ sagði Sandra um toppslaginn gegn Breiðabliki í næstu umferð. Sandra María Jessen er fyrirliði Þórs/KAvísir/eyþórSandra María: Gríðarlega gott stig Sandra María Jessen, leikmaður Þórs/KA, var sátt í leikslok „Þetta er gríðarlega gott stig sem við unnum á erfiðum útivelli í dag og við förum sáttar heim.“ Þór/KA gekk illa að skapa marktækifæri „Við spiluðum mjög þéttan og góðan varnaleik, eins og í síðasta leik á móti Breiðablik. Við lögðum upp með það og ætluðum að taka skyndisóknir. Við erum nokkuð ánægðar hvernig til tókst en auðvitað vill maður alltaf fá mörk og sigur en ég get ekki kvartað yfir varnarvinnslu liðsins. „Við sendum oft í fyrsta hlaup í stað þess að vera rólegar og halda boltanum. Í þau skipti sem við vorum rólegar með boltann náðum við að opna þær en við hefðum mátt gera það oftar,“ sagði Sandra Marí um spilamennsku síns liðs í kvöld. Veðrið hér á Suðvesturhorninu hefur ekki verið upp á marga fiska það sem af er sumri og á því var engin breyting í dag. Norðankonur komu úr sólinni að norðan en Sandra María saknaði hennar lítið „Þetta var fínt og í rauninni betra að spila í svona veðri heldur en í bongó blíðu, þá dregur sólin bara orku úr okkur. Það er fínt að hafa sólina fyrir norðan og koma svo suður og spila í þessu veðri.“ Sandra María ætlar sér sigur í næsta leik gegn Stjörnnunni. „Það er krefjandi verkefni. Við töpuðum á móti þeim í bikarnum, þannig við mætum brjálaðar í þann leik og ætlum að sýna að það var vondur dagur hjá okkur.“ Pepsi Max-deild kvenna
Toppslagur Vals og Þórs/KA endaði með markalausu jafntefli þegar liðin mættust á Origo-vellinum í kvöld. Leikurinn, sem var tíðindalítill, var liður í áttundu umferð Pepsi-deildar kvenna. Eftir leikinn situr Þór/KA enn á toppnum, einu stigi á undan Valskonum. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Gestirnir mættu fullir sjálfstrausts til leiks og áttu tvö langskot í upphafi en Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, varði þau örugglega. Heimakonur áttu hættulegri færi. Ásdís Karen Halldórsdóttir átti gott skot á 15. mínútu leiksins en Johanna Henriksson í marki Þórs/KA varði meistaralega. Johanna varði aftur mjög vel þegar Crystal Thomas skaut úr góðu færi eftir undibúning Elínar Mettu Jensen. Fleira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleik og staðan því 0-0 að honum loknum Fátt markvert gerðist í síðari hálfleik. Þór/KA spilaði agaðan varnarleik og beittu skyndisóknum sem sköpuðu litla hættu. Valskonur voru sterkari aðilinn og voru líklegri til að skora en náðu þó ekki að skapa mikla hættu fyrir framan mark gestanna. Leiknum lauk þvi með markalausu jafntefli.Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Leikurinn í kvöld var ekki mikið fyrir augað. Hvorugt lið náði að skapa sér mikið af opnum marktækifærum og því fór sem fór. Valskonur voru mun líklegri til að skora mark, sérstaklega í síðari hálfleik. Þær voru þó ekki nógu sterkar fyrir framan markið og Johanna stóð vaktina vel í marki gestanna.Hverjir stóðu upp úr? Johanna Henriksson, markvörður Þórs/KA, átti stórleik. Hún bjargaði oft á tíðum mjög vel og kom í veg fyrir að Valskonur fengu þrjú stig hér í kvöld. Hjá heimakonum voru Elín Metta og Crystal hættulegastar fram á við og Málfríður Erna Sigurðardóttir var mjög örugg í vörninni.Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að halda boltanum innan liðsins. Þór/KA gekk mjög illa að skapa sér marktækifæri, sérstaklega í síðari hálfleiknum. Valskonur komust nokkrum sinnum í álitlegar stöður en vantaði yfirvegun á síðasta þriðjungnum. Johanna varði svo það sem kom á markið.Hvað gerist næst? Stórleikirnir halda áfram í næstu umferð. Þá mæta Valskonur Breiðabliki á Kópavogsvelli í öðrum toppslag. Akureyringar taka svo á móti Stjörnukonum sem sitja í fjórða sæti deildarinnar. Báðir leikirnir fara fram eftir slétta viku.Pétur tók við Val í haust.vísir/ernirPétur: Þessar línur skýrast ekki fyrr en í september „Þetta var taktískur leikur að mörgu leyti. Við reyndum að sækja þrjú stig en það tókst ekki,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, inntur eftir hans fyrstu viðbrögðum eftir leikinn. Valskonur voru sterkari í leiknum í kvöld. „Við stjórnuðum þessum leik, nema kannski síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik. Því miður náðum við ekki marki. Markvörðurinn varði vel í tvígang og þær eru sterkar varnarlega. Þær voru með átta til níu menn inni í teig þegar boltinn kom fyrir og það var erfitt að brjóta þær niður,“ sagði Pétur. Val bíður annar erfiður leikur í næstu umferð gegn Breiðabliki. Toppslagurinn er harður en Blikar eru einu stigi á eftir Val í þriðja sæti deildarinnar og eiga leik til góða. Pétur er bjartsýnn á framhaldið og býst við langri toppbaráttu. „Næsti leikur leggst bara vel í mig. Ég held að þessar línur skýrist ekki fyrr en í september, þegar uppi er staðið,“ sagði Pétur Pétursson.Donni var ekki sáttur með úrslitinvísir/ernirDonni: Ekki sáttur með stigið Halldór Jón (Donni) Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, var ekki sáttur með úrslitin í kvöld. „Ég er ekki sáttur með stigið, við ætluðum að vinna leikinn. Við hefðum getað nýtt okkar stöður betur þegar við fengum boltann. En ég er hins vegar mjög sáttur með varnarleikinn, það vantaði ekkert upp á vinnsluna, dugnaðinn og báráttuna.“ „Við hefðum þurft að vera klókari og halda boltanum betur. Þegar við náðum að opna á milli kanta komumst við í góðar leikstöður. Það er eitthvað sem við leitumst eftir. Ég hefði viljað komast oftar í þær stöður.“ Johanna Henriksson var mjög traust á milli stanganna í marki Norðankvenna í kvöld. Johanna er ekki há í loftinu en varði oft mjög vel. Donni var sáttur með hennar leik. „Hún er alveg frábær markmaður og frábær karakter sem hjálpar okkur. Hún er búin að halda hreinu núna á móti Val og Breiðabliki og gerir lífið okkar auðveldara með því að tala og stjórna vörninni og það skiptir oft miklu meira máli en einhverjir sentímetrar. Við erum bara búin að fá tvö mörk á okkur í sumar, sem er bara ágætt.“ Þór/KA eru enn taplausar í deildinni og sitja á toppnum. Donni sér ekki fram á að það muni breytast. „Við ætlum að sjálfsögðu að vinna alla leiki en sjáum svo til hvernig þetta endar.“Sandra Sigurðardóttir hefur um langt skeið verið annar markvörður íslenska landsliðsinsVísir/TomSandra Sigurðar: Fengum færi til þess að klára þetta „Gott að fá stig en ég hefði alveg viljað vinna leikinn. Við fengum færi til þess að klára þetta en það féll ekki í dag,“ sagði Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals eftir leikinn í kvöld. Sandra var heilt yfir ánægð með spilamennsku síns liðs í kvöld „Mér fannst við ekki vera að opna okkur og fá færi á okkur. Ég er sátt með það en ég hefði viljað pota inn einu marki og fá þrjú stig.“ „Við fengum færi og mér fannst liðið spila vel í dag. Þór/KA er með frábært lið og þetta var baráttuleikur. Hvorugt liðið skoraði og þetta féll ekki með okkur í dag. En eftir sigur eitt stig sem er bara mjög gott.“ „Það er mikilvægur leikur á sterkum útivelli. Þar er líka mikilvægt að ná í stig og við stefnum auðvitað á það. Það verður örugglega hörkuleikur,“ sagði Sandra um toppslaginn gegn Breiðabliki í næstu umferð. Sandra María Jessen er fyrirliði Þórs/KAvísir/eyþórSandra María: Gríðarlega gott stig Sandra María Jessen, leikmaður Þórs/KA, var sátt í leikslok „Þetta er gríðarlega gott stig sem við unnum á erfiðum útivelli í dag og við förum sáttar heim.“ Þór/KA gekk illa að skapa marktækifæri „Við spiluðum mjög þéttan og góðan varnaleik, eins og í síðasta leik á móti Breiðablik. Við lögðum upp með það og ætluðum að taka skyndisóknir. Við erum nokkuð ánægðar hvernig til tókst en auðvitað vill maður alltaf fá mörk og sigur en ég get ekki kvartað yfir varnarvinnslu liðsins. „Við sendum oft í fyrsta hlaup í stað þess að vera rólegar og halda boltanum. Í þau skipti sem við vorum rólegar með boltann náðum við að opna þær en við hefðum mátt gera það oftar,“ sagði Sandra Marí um spilamennsku síns liðs í kvöld. Veðrið hér á Suðvesturhorninu hefur ekki verið upp á marga fiska það sem af er sumri og á því var engin breyting í dag. Norðankonur komu úr sólinni að norðan en Sandra María saknaði hennar lítið „Þetta var fínt og í rauninni betra að spila í svona veðri heldur en í bongó blíðu, þá dregur sólin bara orku úr okkur. Það er fínt að hafa sólina fyrir norðan og koma svo suður og spila í þessu veðri.“ Sandra María ætlar sér sigur í næsta leik gegn Stjörnnunni. „Það er krefjandi verkefni. Við töpuðum á móti þeim í bikarnum, þannig við mætum brjálaðar í þann leik og ætlum að sýna að það var vondur dagur hjá okkur.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti