Þetta er seinni hluti fréttaskýringar um hið sérstaklega nána milliríkjasamband Bretlands og Bandaríkjanna. Fyrri hluta má finna hér.Þegar hér er komið við sögu er stríð í aðsigi í Evrópu. Stríð sem átti eftir að sópa burt síðustu leifum gamla ríkjaskipulagsins og kynna heimsbyggðina fyrir nýrri og skelfilegri tegund átaka. Í aðdraganda fyrri heimsstyrjaldar reyndi mjög á hið nýja milliríkjasamband Bretlands og Bandaríkjanna. Sambandið hafði aldrei verið eins náið og það var eftir sættirnar miklu 1895 og forsetatíð Theódórs Roosevelt sem lauk 1909. Stríð hófst árið 1914, rétt í þann mund sem djúpri kreppu var að ljúka í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að áhrifamenn á borð við Roosevelt töluðu fyrir inngripi í stríðið til að aðstoða Breta var mikil andstaða við það í samfélaginu. Mismunandi hópar höfðu ólíkar ástæður fyrir því að vera á móti stríðsíhlutun en á heildina litið má segja að Bandaríkjamenn hafi hreinlega ekki álitið þetta vera sitt vandamál. Þarna væru Bretar að verja hagsmuni sína sem heimsveldi gegn grimmri útþenslustefnu þýsku vígvélarinnar. Báðir málstaðir þóttu vondir og Woodrow Wilson, sem tók við embætti Bandaríkjaforseta 1913, var alls ekki á þeim buxunum að fórna bandarískum lífum í þessum slag. Það má heldur ekki gleyma því að afkomendur þýskra og írskra innflytjenda höfðu vaxandi ítök í bandarísku samfélagi í byrjun 20. aldar og þeir voru af augljósum ástæðum mjög andvígir því að koma Bretum til hjálpar. Írar voru sjálfir að hefja uppreisn gegn yfirráðum Breta heimafyrir.Peningarnir tala Alþjóðlega bankakerfið var hins vegar orðið mjög voldugt á árunum fyrir stríð og varið farið að lifa sjálfstæðu lífi sem sú valdablokk sem við þekkjum í dag. Bankamenn á borð við J.P. Morgan Jr. sáu sér leik á borði þar sem bæði Bretar og Frakkar þurftu lán til að fjármagna stríðsreksturinn gegn Þjóðverjum og bandamönnum þeirra. Strax í upphafi stríðsins 1914 byrjuðu bandarískir peningar að knýja áfram evrópsku stríðsvélina. Utanríkisráðherra þess tíma, William Jennings Bryan, færði sterk rök fyrir því að þessi lán kostuðu milljónir mannslífa. Með því að lána stríðandi fylkingum fyrir stríðstólum væri verið að framlengja stríðið og auka hörmungarnar.J.P. Morgan Chase er í dag stærsti banki BandaríkjannaVísir/GettyÞetta var opinber stefna Bandaríkjanna næstu ár en illa gekk að stöðva lánin. Fyrrnefnd kreppa, sem var að mestu yfirstaðin 1914, hafði verið stutt en snörp og atvinnulífið var rétt að byrja að taka við sér. Bandaríski stáliðnaðurinn hafði orðið fyrir sérstaklega miklu höggi en nú blómstraði hann vegna stríðsins í Evrópu. Bandarískir bankar lánuðu Bretum og Frökkum himinháar upphæðir sem runnu beint til kaupa á bandarísku stáli og öðrum hergögnum. Fjárhagslegir hagsmunir voru of miklir til að ríkisstjórnin treysti sér til að grípa inn í viðskiptin. Á fyrstu þremur árum stríðsins, áður en Bandaríkin áttu formlega aðild að átökunum, jókst verg þjóðarframleiðsla landsins um 20% og iðnaðarframleiðsla um 32%. Þetta fyrirkomulag gat auðvitað ekki varað að eilífu og nokkrir þættir leiddu til þess að þess að Bandaríkjastjórn neyddist á endanum til að binda enda á meint hlutleysi sitt og lýsa formlega yfir stríði.Af hverju stríð? Árið 1917 voru hinar stríðandi fylkingar í Evrópu að missa baráttuviljann og getuna til að halda stríðinu gangandi. Milljónir ungra manna féllu í tilgangslausum áhlaupum á skotgrafir og við að verja víglínur sem varla hreyfðust. Í Rússlandi leiddi þetta til byltingar sem endaði með yfirráðum kommúnista sem drógu Rússa út úr stríðinu. Bretar og Frakkar voru að drukkna í skuldum við bandaríska banka og lánalínur voru að lokast. Auk þess var hreinlega skortur á ungum mönnum til að fórna á vígstöðvunum. Það hefði verið vægast sagt slæmt fyrir bandaríska bankakerfið, og þá sérstaklega J.P. Morgan, ef Bretar og Frakkar töpuðu stríðinu og gætu ekki gert upp skuldir sínar. Stemningin í Bandaríkjunum var líka að breytast hvað stríðið varðaði. Fregnir af voðaverkum Þjóðverja í Belgíu og víðar fóru eins og eldur í sinu um bandaríska fjölmiðla. Þá vakti það óhug og reiði þegar almennir borgarar (sérstaklega bandarískir) fórust með flutningaskipum sem þýskir kafbátar sökktu á sjóleiðinni á milli Bretlands og Bandaríkjanna. Frægast er sennilega skipið Lúsítanía sem var grandað með tæplega 1200 almennum borgurum, þar af 128 Bandaríkjamönnum. Síðast en ekki síst voru Þjóðverjar vel meðvitaðir um óbeinan stuðning Bandaríkjanna við Breta og Frakka fram að 1917. Þeir töldu því ólíklegt að það myndi ráða úrslitum hvort Bandaríkin lýstu formlega yfir stríði eða ekki.Lúsitaníu var sökkt af þýskum kafbátum árið 1915 og markaði það þáttaskil í afstöðu bandarísks almennings til stríðsinsNorman Wilkinson / Wikimedia CommonsHindenburg yfirhershöfðingi og Ludendorff herforingi hvöttu keisarann til að gefa grænt ljós á ótakmarkaðan kafbátahernað í Atlantshafi. Á sama tíma höfðu Þjóðverjar samband við Mexíkó og buðust til að gefa þeim hluta af Bandaríkjunum í skiptum fyrir stuðning í stríðinu. Kafbátahernaðurinn og tilboðið til Mexíkó, sem lak í bandaríska fjölmiðla fyrir tilstilli Breta, leiddi óhjákvæmilega til þess að Bandaríkin lýstu yfir stríði. Þeir sendu meira en tvær milljónir hermanna til Evrópu áður en stríðinu lauk með sigri bandamanna rúmu ári síðar. Á millistríðsárunum varð það opinber stefna Bretlands að gera sambandið við Bandaríkin enn nánara. Sjóher Bretlands var ekki lengur sá voldugasti í heimi en með hernaðarbandalagi við Bandaríkin gátu þjóðirnar tvær veitt vaxandi hernaðarmætti Japans samkeppni. Bretar riftu bandalagi sínu við Japani og einbeittu sér að því að rækta sambandið við Bandaríkin. Fyrir vikið fengu Bretar allt að 52 ára frest til að greiða stríðsskuldir sínar við Bandaríkin.Marshall aðstoðin og móðir ChurchillsKreppan mikla sem hófst 1929 setti strik í reikninginn. Bandarísk stjórnvöld tóku upp einangrunarstefnu sem bitnaði mjög á Bretum og leiddi til þess að milliríkjaviðskipti Bretlands og Bandaríkjanna hrundu um tvo þriðju á næstu þremur árum. Þegar stríð braust út að nýju í Evrópu árið 1939 voru Bandaríkjamenn aftur tregir til að taka beinan þátt. Persónulegt samband Winstons Churchills forsætisráðherra Bretlands og Franklins D. Roosevelts Bandaríkjaforseta var hins vegar afar náið frá upphafi. Roosevelt var Englandsvinur eins og Theodore frændi hans, fyrrverandi forseti. Bandaríkjastjórn lánaði eða gaf Bretum umtalsvert fé og hergögn strax árið 1940, meira en tveimur árum áður en Bandaríkin drógust formlega inn í stríðið. Churchill hafði stutta viðkomu á Íslandi í einni af mörgum ferðum sínum yfir Atlantshafið til fundar við Roosevelt. Sonur Roosevelts stendur fyrir aftan Churchill á myndinni í fullum herklæðum.Vísir/GettyAf þeim 50 milljörðum dollara (að þávirði) sem Bandaríkin gáfu bandamönnum í formi stríðsgagna fóru meira en 30 milljarðar til Breta. Churchill og Roosevelt þinguðu reglulega á stríðsárunum, ellefu sinnum samkvæmt tali Churchills. Þá skiptust þeir á 1700 bréfum og vörðu 120 dögum í návist hvors annars. Móðir Churchills var bandarísk og hann kunni jafnan vel við félagsskap Bandaríkjamanna að eigin sögn. Fyrsti fundur leiðtoganna var árið 1941 þegar Atlantshafsyfirlýsingin svonefnda var undirrituð. Hún útlistar sameiginleg markmið Bretlands og Bandaríkjanna í alþjóðamálum, meðal annars hvað varðar afneitun landvinninga í stríðinu, rétt þjóða til sjálfstjórnar og fleira. Yfirlýsingin meitlaði í stein sérstakt samband Bretlands og Bandaríkjanna en markaði á vissan hátt líka byrjun endaloka breska heimsveldisins. Leiðtogarnir tveir teiknuðu upp nýtt heimsskipulag, hvorki meira né minna. Allir sem vildu tilheyra bandalaginu gegn öxulveldunum í seinna stríði urðu að undirrita yfirlýsingu Roosevelts og Churchills. Hún lagði að vissu leyti grunninn að myndun Sameinuðu þjóðanna eftir stríð og því alþjóðlega samstarfi sem við þekkjum í dag. Þegar Japan gerði árás á bandarísku flotastöðina við Pearl Harbor var þáttaka Roosevelts í stríðinu formlega hafin og Churchill kom með flugi til Washington strax næsta dag. Churchill dvaldi næstu vikur í Hvíta húsinu þar sem hann sat daglega fundi með Roosevelt og ráðgjöfum hans. Útkoman var sameinuð yfirherstjórn sem átti eftir að mynda kjarnann í NATO samstarfinu eftir stríð. Eftir seinna stríð voru Bretar aftur í miklum fjárhagsvandræðum á meðan góðæri ríkti í Bandaríkjunum. Enduruppbygging Bretlands og annarra Evrópuríkja var meðal annars fjármögnuð með bandarískum lánum og Marshall aðstoðinni sem Íslendingar nutu góðs af eins og frægt er. Fjórðungur af allri Marshall aðstoðinni rann til Breta.Edward Heath og Rixhard Nixon slaka á við arineld í Hvíta húsinu.Vísir/GettyRúmum áratug síðar (1958) hjálpuðu Bandaríkjamenn Bretum að þróa sín eigin kjarnorkuvopn og gáfu þeim aðgang að nýjustu eldflaugatækni til að gera Bretland að alvöru kjarnorkuveldi. Það var auðvitað liður í kalda stríðinu sem þá var í algleymingi. Svo vildi til að næstu forsetar og forsætisráðherrar landanna áttu erfiðara með að vinna saman af ýmsum ástæðum.Evrópusamstarfið truflar hið sérstaka samband Edward Heath og Richard Nixon mynduðu hins vegar sterkt samband og árið 1972 studdu Bretar umdeildar loftárásir bandaríska hersins á Hanoi og Haiphong í Víetnam. Þrátt fyrir það gramdist Heath hversu einhliða hið sérstaka milliríkjasamband var orðið. Hagkerfi og hernaðarmáttur Breta hafði dalað mjög á eftirstríðsárunum en Bandaríkin vaxið að sama skapi. Sú ákvörðun Edwards Heath að sækja um aðild að evrópska efnahagssvæðinu var að vissu leyti tilraun til að koma með nýjan pól inn í valdajafnvægið og forðast þannig að verða leppríki Bandaríkjanna. Árið 1973 tilkynnti ríkisstjórn Bretlands að hún myndi héðan í frá vinna að sameiginlegum hagsmunamálum Evrópuríkjanna innan vébanda þess sem þá var að taka á sig mynd sem Evrópusambandið. Bandaríkjastjórn yrði aðeins tilkynnt um þessar ákvarðanir eftir á. Nixon brást við breyttu landslagi í Evrópu með því að leggja aukna áherslu á NATO varnarsamstarfið sem vettvang fyrir vestræna samvinnu. Þar höfðu Bandaríkin enn undirtökin. Undir merkjum Atlantshafsbandalagsins börðust Bretar og Bandaríkjamenn aftur hlið við hlið í mörgum helstu átökum síðari hlutar 20. aldar. Í fyrra Persaflóastríðinu sendi Bretland næst stærsta innrásarliðið á eftir Bandaríkjunum. Þessar tvær þjóðir voru aftur í fararbroddi í stríðinu í Kosovo rétt fyrir aldamót. Það virtist óumdeilt um aldamótin að Bretland styddi flestar hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna með ráðum og dáðum en eftir 2001 var það meira áríðandi en nokkru sinni áður.Kjölturakkinn Tony Blair Öll NATO ríkin lýstu yfir samstöðu eftir hryðjuverkaárásirnar á New York og Washington þegar Bandaríkin virkjuðu fimmta ákvæði varnarsamningsins í fyrsta og eina sinn til þessa. Þar er kveðið á um að árás á eitt ríki bandalagsins sé árás á þau öll. Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, lýsti yfir nánast óskilyrtum og ótakmörkuðum stuðningi við Bandaríkin í stríðinu gegn hryðjuverkum sem hófst eftir ellefta september.Bush og Blair mynduðu kjarna alþjóðlegs bandalags sem Ísland varð síðar hluti afVísir/GettyHryðjuverkin höfðu vakið gríðarlega samúð og reiði í Bretlandi og Blair varð einskonar talsmaður hernaðaríhlutunar í Miðausturlöndum í kjölfarið. Blair er fyrsti og eini erlendi þjóðarleiðtoginn til að vera viðstaddur neyðarfund beggja deilda Bandaríkjaþings sem haldinn var í Washington strax eftir árásirnar. Við það tækifæri fór George W. Bush Bandaríkjaforseti í ræðustól og lýsti því yfir að Bandaríkin ættu engan betri og nánari vin í öllum heiminum en Bretland. Blair hafði mildar ásýnd í augum alþjóðasamfélagsins en Bush, sem margir álitu stríðsæsingamann. Hann sendi breskar hersveitir til Afganistans til að ráða að niðurlögum Talíbana og gegndi lykilhlutverki í að mæla fyrir innrás í Írak. Frakkar, Þjóðverjar, Kínverjar, Rússar og margar aðrar valdamiklar þjóðir lögðust alfarið gegn stríðinu í Írak en Bush og Blair létu sér ekki segjast. Sameiginlegt breskt og Bandarískt herlið réðst inn í Írak með afleiðingum sem við þekkjum alltof vel í dag. Þeir voru studdir af hinum svonefndu viljugu þjóðum, þar á meðal Íslandi. Raunar var það mál manna að stefnan væri tekin í Washington en Bretar hefðu það hlutverk að fylgja í humátt á eftir til að réttlæta gjörðir Bandaríkjanna. Hugmyndin um Blair sem kjölturakka George W. Bush lifir enn góðu lífi í hugum bresks almennings. Þegar Blair hrökklaðist loks frá völdum var hann afar óvinsæll og stríðið sem hann hóf var almennt talið vera stór mistök. Sjálfur sér hann ekki eftir neinu.Mótmæli gegn heimsókn Trump í miðborg Lundúna, blaðran er á sínum stað.Vísir/GettyEftir að hann lét af völdum sagði Blair í viðtali að það þjónaði alltaf hagsmunum Bretlands að vera nánasti vinur Bandaríkjanna, sama hver væri forseti vestanhafs. Það væru þó á endanum sameiginleg gildi þjóðanna sem legðu grundvöllinn að samstarfinu. Því eru margir Bretar hjartanlega ósammála. Ef breskur almenningur átti erfitt með að samsvara sig bandarískum gildum á valdatíð George W. Bush er nokkuð ljóst að það gengur enn verr í dag.Almenningur óttast TrumpKannanir hafa sýnt að Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki aðeins óvinsæll í Bretlandi (og um allan heim) heldur vekur hann beinlínis hræðslu margra og óhug. Þá hefur honum ítrekað lent saman við þarlenda ráðamenn þrátt fyrir að Theresa May forsætisráðherra hafi verið fyrsti þjóðarleiðtoginn til að koma í opinbera heimsókn eftir að Trump tók við embætti. Í fyrra sendi Trump frá sér skilaboð á Twitter með myndböndum þar sem rakinn var hræðsluáróður gegn múslimum og innflytjendum í Evrópu almennt. Theresa May, og meira að segja Boris Johnson utanríkisráðherra og góðvinur Trumps, fordæmdu myndböndin. Sagði Johnson að slíkur hatursáróður væri ekki liðinn í Bretlandi. Í kjölfarið hraunaði forsetinn yfir May á Twitter og sagði henni að beina athygli sinni að vandamálum heimafyrir. Þótti það strax merki um að sérstakt samband þjóðanna stæði ekki á eins styrkum stoðum og áður. Nýafstaðinni heimsókn Trumps til Bretlands var síðan lýst sem lestarslysi. Fyrst stóð til að hann kæmi til Lundúna í febrúar á þessu ári til að vera viðstaddur opnun nýja bandaríska sendiráðsins þar. Aðgerðasinnar í Bretlandi náðu að safna tæplega tveimur milljónum undirskrifta fólks sem krafðist þess að Trump yrði bannað að koma til landsins.Trump í stólnum.Daily Mirror/ TwitterÍ kjölfarið hætti hann við heimsóknina með stuttum fyrirvara og fordæmdi byggingu sendiráðsins sem hann átti að opna. Sagði Trump nýja bygginguna of dýra og því myndi hann ekki mæta. Fjölmiðlar voru þó flestir á því að raunverulega ástæðan væri að honum hugnuðust ekki fyrirhuguð mótmæli gegn komu hans til Bretlands. Þegar forsetinn lét loks sjá sig í Bretlandi í júlí stóð heldur ekki á mótmælunum hvert sem hann fór. Blöðrur, sem sýndu Trump sem grátandi smábarn í bleyju, fengu að fljúga um alla borg í Lundúnum. Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, gaf sérstakt leyfi fyrir blöðrunum en hann hefur átt í miklu orðaskaki við Trump í gegnum fjölmiðla. Khan, sem er múslimi, fordæmdi meðal annars harðlega hugmyndir forsetans um að setja takmarkanir á komu múslima til Bandaríkjanna. Trump þótti sýna Elísabetu Bretadrottningu óvirðingu með atferli sínu á meðan á heimsókninni stóð, hann gagnrýndi forsætisráðherrann harðlega í blaðaviðtali og beit svo höfuðið af skömminni með því að hlamma sér í hægindastól sem var í eigu Winstons Churchills. Breska dagblaðið The Mirror hóf reiðilestur sinn yfir Bandaríkjaforseta á forsíðunni með þessum orðum: „Þú móðgaðir þjóðina, réðst á heilbrigðiskerfið okkar, lést drottninguna fara hjá sér, grófst undan sérstaka milliríkjasambandinu og svo sest þú yfirlætisfullur í hægindastól Churchills og lætur taka mynd af þér!“Hvert skal stefna?Vísir/GettyFramkoma Trumps á fundi með leiðtogum NATO ríkjanna skömmu fyrir heimsóknina til Bretlands vakti einnig furður og reiði. Þar skammaði hann viðstadda fyrir að verja ekki nægu fé til hernaðarmála en lauk fundinum með yfirlýsingu um að hinir NATO leiðtogarnir hefðu lofað bót og betrun með því að skuldbinda sig til aukinna útgjalda. Enginn annar á fundinum kannast við neitt slíkt samkomulag og margir eru hreinlega farnir að óttast um framtíð NATO samstarfsins. Þær breytingar sem Trump virðist staðráðinn í að gera á skipan alþjóðasamfélagsins geta leitt í ýmsar áttir. Hingað til hefur hann þó óneitanlega laskað áratugalangt sérstakt milliríkjasamband Bretlands og Bandaríkjanna. Af þeim ástæðum sem greint er frá hér að ofan hefur samband þessara tveggja þjóða verið hornsteinn og byrjunarreitur vestrænnar samvinnu í lengri tíma. Nú þegar Bretar eru að fjarlægjast Evrópu með úrsögn úr Evrópusambandinu verður áhugavert að sjá hvernig hið sérstaka samband við Bandaríkin þróast. Oft var þörf en nú er nauðsyn fyrir Breta að leita eftir samstarfi út fyrir álfuna. Hvort þeim hugnast að líta vestur um haf á meðan Trump er í Hvíta húsinu er síðan önnur spurning. Fréttaskýringar Stj.mál Tengdar fréttir Sturtuferðir Churchills og náið samband Breta og Bandaríkjamanna Milliríkjasamband Bretlands og Bandaríkjanna hefur að mörgu leyti verið hornsteinn vestræns samstarfs í meira en heila öld. Þetta er fyrri hluti fréttaskýringar um þetta sérstaka og nána samstarf þjóðanna. 13. júlí 2018 13:30 Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03 Trump viðraði „of brútal“ hugmyndir á fundinum með May Donald Trump Bandaríkjaforseti skipti heldur betur um gír á blaðamannafundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í dag. Þar virtist hann bakka með harða gagnrýni sína á May. 13. júlí 2018 14:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent
Þetta er seinni hluti fréttaskýringar um hið sérstaklega nána milliríkjasamband Bretlands og Bandaríkjanna. Fyrri hluta má finna hér.Þegar hér er komið við sögu er stríð í aðsigi í Evrópu. Stríð sem átti eftir að sópa burt síðustu leifum gamla ríkjaskipulagsins og kynna heimsbyggðina fyrir nýrri og skelfilegri tegund átaka. Í aðdraganda fyrri heimsstyrjaldar reyndi mjög á hið nýja milliríkjasamband Bretlands og Bandaríkjanna. Sambandið hafði aldrei verið eins náið og það var eftir sættirnar miklu 1895 og forsetatíð Theódórs Roosevelt sem lauk 1909. Stríð hófst árið 1914, rétt í þann mund sem djúpri kreppu var að ljúka í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að áhrifamenn á borð við Roosevelt töluðu fyrir inngripi í stríðið til að aðstoða Breta var mikil andstaða við það í samfélaginu. Mismunandi hópar höfðu ólíkar ástæður fyrir því að vera á móti stríðsíhlutun en á heildina litið má segja að Bandaríkjamenn hafi hreinlega ekki álitið þetta vera sitt vandamál. Þarna væru Bretar að verja hagsmuni sína sem heimsveldi gegn grimmri útþenslustefnu þýsku vígvélarinnar. Báðir málstaðir þóttu vondir og Woodrow Wilson, sem tók við embætti Bandaríkjaforseta 1913, var alls ekki á þeim buxunum að fórna bandarískum lífum í þessum slag. Það má heldur ekki gleyma því að afkomendur þýskra og írskra innflytjenda höfðu vaxandi ítök í bandarísku samfélagi í byrjun 20. aldar og þeir voru af augljósum ástæðum mjög andvígir því að koma Bretum til hjálpar. Írar voru sjálfir að hefja uppreisn gegn yfirráðum Breta heimafyrir.Peningarnir tala Alþjóðlega bankakerfið var hins vegar orðið mjög voldugt á árunum fyrir stríð og varið farið að lifa sjálfstæðu lífi sem sú valdablokk sem við þekkjum í dag. Bankamenn á borð við J.P. Morgan Jr. sáu sér leik á borði þar sem bæði Bretar og Frakkar þurftu lán til að fjármagna stríðsreksturinn gegn Þjóðverjum og bandamönnum þeirra. Strax í upphafi stríðsins 1914 byrjuðu bandarískir peningar að knýja áfram evrópsku stríðsvélina. Utanríkisráðherra þess tíma, William Jennings Bryan, færði sterk rök fyrir því að þessi lán kostuðu milljónir mannslífa. Með því að lána stríðandi fylkingum fyrir stríðstólum væri verið að framlengja stríðið og auka hörmungarnar.J.P. Morgan Chase er í dag stærsti banki BandaríkjannaVísir/GettyÞetta var opinber stefna Bandaríkjanna næstu ár en illa gekk að stöðva lánin. Fyrrnefnd kreppa, sem var að mestu yfirstaðin 1914, hafði verið stutt en snörp og atvinnulífið var rétt að byrja að taka við sér. Bandaríski stáliðnaðurinn hafði orðið fyrir sérstaklega miklu höggi en nú blómstraði hann vegna stríðsins í Evrópu. Bandarískir bankar lánuðu Bretum og Frökkum himinháar upphæðir sem runnu beint til kaupa á bandarísku stáli og öðrum hergögnum. Fjárhagslegir hagsmunir voru of miklir til að ríkisstjórnin treysti sér til að grípa inn í viðskiptin. Á fyrstu þremur árum stríðsins, áður en Bandaríkin áttu formlega aðild að átökunum, jókst verg þjóðarframleiðsla landsins um 20% og iðnaðarframleiðsla um 32%. Þetta fyrirkomulag gat auðvitað ekki varað að eilífu og nokkrir þættir leiddu til þess að þess að Bandaríkjastjórn neyddist á endanum til að binda enda á meint hlutleysi sitt og lýsa formlega yfir stríði.Af hverju stríð? Árið 1917 voru hinar stríðandi fylkingar í Evrópu að missa baráttuviljann og getuna til að halda stríðinu gangandi. Milljónir ungra manna féllu í tilgangslausum áhlaupum á skotgrafir og við að verja víglínur sem varla hreyfðust. Í Rússlandi leiddi þetta til byltingar sem endaði með yfirráðum kommúnista sem drógu Rússa út úr stríðinu. Bretar og Frakkar voru að drukkna í skuldum við bandaríska banka og lánalínur voru að lokast. Auk þess var hreinlega skortur á ungum mönnum til að fórna á vígstöðvunum. Það hefði verið vægast sagt slæmt fyrir bandaríska bankakerfið, og þá sérstaklega J.P. Morgan, ef Bretar og Frakkar töpuðu stríðinu og gætu ekki gert upp skuldir sínar. Stemningin í Bandaríkjunum var líka að breytast hvað stríðið varðaði. Fregnir af voðaverkum Þjóðverja í Belgíu og víðar fóru eins og eldur í sinu um bandaríska fjölmiðla. Þá vakti það óhug og reiði þegar almennir borgarar (sérstaklega bandarískir) fórust með flutningaskipum sem þýskir kafbátar sökktu á sjóleiðinni á milli Bretlands og Bandaríkjanna. Frægast er sennilega skipið Lúsítanía sem var grandað með tæplega 1200 almennum borgurum, þar af 128 Bandaríkjamönnum. Síðast en ekki síst voru Þjóðverjar vel meðvitaðir um óbeinan stuðning Bandaríkjanna við Breta og Frakka fram að 1917. Þeir töldu því ólíklegt að það myndi ráða úrslitum hvort Bandaríkin lýstu formlega yfir stríði eða ekki.Lúsitaníu var sökkt af þýskum kafbátum árið 1915 og markaði það þáttaskil í afstöðu bandarísks almennings til stríðsinsNorman Wilkinson / Wikimedia CommonsHindenburg yfirhershöfðingi og Ludendorff herforingi hvöttu keisarann til að gefa grænt ljós á ótakmarkaðan kafbátahernað í Atlantshafi. Á sama tíma höfðu Þjóðverjar samband við Mexíkó og buðust til að gefa þeim hluta af Bandaríkjunum í skiptum fyrir stuðning í stríðinu. Kafbátahernaðurinn og tilboðið til Mexíkó, sem lak í bandaríska fjölmiðla fyrir tilstilli Breta, leiddi óhjákvæmilega til þess að Bandaríkin lýstu yfir stríði. Þeir sendu meira en tvær milljónir hermanna til Evrópu áður en stríðinu lauk með sigri bandamanna rúmu ári síðar. Á millistríðsárunum varð það opinber stefna Bretlands að gera sambandið við Bandaríkin enn nánara. Sjóher Bretlands var ekki lengur sá voldugasti í heimi en með hernaðarbandalagi við Bandaríkin gátu þjóðirnar tvær veitt vaxandi hernaðarmætti Japans samkeppni. Bretar riftu bandalagi sínu við Japani og einbeittu sér að því að rækta sambandið við Bandaríkin. Fyrir vikið fengu Bretar allt að 52 ára frest til að greiða stríðsskuldir sínar við Bandaríkin.Marshall aðstoðin og móðir ChurchillsKreppan mikla sem hófst 1929 setti strik í reikninginn. Bandarísk stjórnvöld tóku upp einangrunarstefnu sem bitnaði mjög á Bretum og leiddi til þess að milliríkjaviðskipti Bretlands og Bandaríkjanna hrundu um tvo þriðju á næstu þremur árum. Þegar stríð braust út að nýju í Evrópu árið 1939 voru Bandaríkjamenn aftur tregir til að taka beinan þátt. Persónulegt samband Winstons Churchills forsætisráðherra Bretlands og Franklins D. Roosevelts Bandaríkjaforseta var hins vegar afar náið frá upphafi. Roosevelt var Englandsvinur eins og Theodore frændi hans, fyrrverandi forseti. Bandaríkjastjórn lánaði eða gaf Bretum umtalsvert fé og hergögn strax árið 1940, meira en tveimur árum áður en Bandaríkin drógust formlega inn í stríðið. Churchill hafði stutta viðkomu á Íslandi í einni af mörgum ferðum sínum yfir Atlantshafið til fundar við Roosevelt. Sonur Roosevelts stendur fyrir aftan Churchill á myndinni í fullum herklæðum.Vísir/GettyAf þeim 50 milljörðum dollara (að þávirði) sem Bandaríkin gáfu bandamönnum í formi stríðsgagna fóru meira en 30 milljarðar til Breta. Churchill og Roosevelt þinguðu reglulega á stríðsárunum, ellefu sinnum samkvæmt tali Churchills. Þá skiptust þeir á 1700 bréfum og vörðu 120 dögum í návist hvors annars. Móðir Churchills var bandarísk og hann kunni jafnan vel við félagsskap Bandaríkjamanna að eigin sögn. Fyrsti fundur leiðtoganna var árið 1941 þegar Atlantshafsyfirlýsingin svonefnda var undirrituð. Hún útlistar sameiginleg markmið Bretlands og Bandaríkjanna í alþjóðamálum, meðal annars hvað varðar afneitun landvinninga í stríðinu, rétt þjóða til sjálfstjórnar og fleira. Yfirlýsingin meitlaði í stein sérstakt samband Bretlands og Bandaríkjanna en markaði á vissan hátt líka byrjun endaloka breska heimsveldisins. Leiðtogarnir tveir teiknuðu upp nýtt heimsskipulag, hvorki meira né minna. Allir sem vildu tilheyra bandalaginu gegn öxulveldunum í seinna stríði urðu að undirrita yfirlýsingu Roosevelts og Churchills. Hún lagði að vissu leyti grunninn að myndun Sameinuðu þjóðanna eftir stríð og því alþjóðlega samstarfi sem við þekkjum í dag. Þegar Japan gerði árás á bandarísku flotastöðina við Pearl Harbor var þáttaka Roosevelts í stríðinu formlega hafin og Churchill kom með flugi til Washington strax næsta dag. Churchill dvaldi næstu vikur í Hvíta húsinu þar sem hann sat daglega fundi með Roosevelt og ráðgjöfum hans. Útkoman var sameinuð yfirherstjórn sem átti eftir að mynda kjarnann í NATO samstarfinu eftir stríð. Eftir seinna stríð voru Bretar aftur í miklum fjárhagsvandræðum á meðan góðæri ríkti í Bandaríkjunum. Enduruppbygging Bretlands og annarra Evrópuríkja var meðal annars fjármögnuð með bandarískum lánum og Marshall aðstoðinni sem Íslendingar nutu góðs af eins og frægt er. Fjórðungur af allri Marshall aðstoðinni rann til Breta.Edward Heath og Rixhard Nixon slaka á við arineld í Hvíta húsinu.Vísir/GettyRúmum áratug síðar (1958) hjálpuðu Bandaríkjamenn Bretum að þróa sín eigin kjarnorkuvopn og gáfu þeim aðgang að nýjustu eldflaugatækni til að gera Bretland að alvöru kjarnorkuveldi. Það var auðvitað liður í kalda stríðinu sem þá var í algleymingi. Svo vildi til að næstu forsetar og forsætisráðherrar landanna áttu erfiðara með að vinna saman af ýmsum ástæðum.Evrópusamstarfið truflar hið sérstaka samband Edward Heath og Richard Nixon mynduðu hins vegar sterkt samband og árið 1972 studdu Bretar umdeildar loftárásir bandaríska hersins á Hanoi og Haiphong í Víetnam. Þrátt fyrir það gramdist Heath hversu einhliða hið sérstaka milliríkjasamband var orðið. Hagkerfi og hernaðarmáttur Breta hafði dalað mjög á eftirstríðsárunum en Bandaríkin vaxið að sama skapi. Sú ákvörðun Edwards Heath að sækja um aðild að evrópska efnahagssvæðinu var að vissu leyti tilraun til að koma með nýjan pól inn í valdajafnvægið og forðast þannig að verða leppríki Bandaríkjanna. Árið 1973 tilkynnti ríkisstjórn Bretlands að hún myndi héðan í frá vinna að sameiginlegum hagsmunamálum Evrópuríkjanna innan vébanda þess sem þá var að taka á sig mynd sem Evrópusambandið. Bandaríkjastjórn yrði aðeins tilkynnt um þessar ákvarðanir eftir á. Nixon brást við breyttu landslagi í Evrópu með því að leggja aukna áherslu á NATO varnarsamstarfið sem vettvang fyrir vestræna samvinnu. Þar höfðu Bandaríkin enn undirtökin. Undir merkjum Atlantshafsbandalagsins börðust Bretar og Bandaríkjamenn aftur hlið við hlið í mörgum helstu átökum síðari hlutar 20. aldar. Í fyrra Persaflóastríðinu sendi Bretland næst stærsta innrásarliðið á eftir Bandaríkjunum. Þessar tvær þjóðir voru aftur í fararbroddi í stríðinu í Kosovo rétt fyrir aldamót. Það virtist óumdeilt um aldamótin að Bretland styddi flestar hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna með ráðum og dáðum en eftir 2001 var það meira áríðandi en nokkru sinni áður.Kjölturakkinn Tony Blair Öll NATO ríkin lýstu yfir samstöðu eftir hryðjuverkaárásirnar á New York og Washington þegar Bandaríkin virkjuðu fimmta ákvæði varnarsamningsins í fyrsta og eina sinn til þessa. Þar er kveðið á um að árás á eitt ríki bandalagsins sé árás á þau öll. Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, lýsti yfir nánast óskilyrtum og ótakmörkuðum stuðningi við Bandaríkin í stríðinu gegn hryðjuverkum sem hófst eftir ellefta september.Bush og Blair mynduðu kjarna alþjóðlegs bandalags sem Ísland varð síðar hluti afVísir/GettyHryðjuverkin höfðu vakið gríðarlega samúð og reiði í Bretlandi og Blair varð einskonar talsmaður hernaðaríhlutunar í Miðausturlöndum í kjölfarið. Blair er fyrsti og eini erlendi þjóðarleiðtoginn til að vera viðstaddur neyðarfund beggja deilda Bandaríkjaþings sem haldinn var í Washington strax eftir árásirnar. Við það tækifæri fór George W. Bush Bandaríkjaforseti í ræðustól og lýsti því yfir að Bandaríkin ættu engan betri og nánari vin í öllum heiminum en Bretland. Blair hafði mildar ásýnd í augum alþjóðasamfélagsins en Bush, sem margir álitu stríðsæsingamann. Hann sendi breskar hersveitir til Afganistans til að ráða að niðurlögum Talíbana og gegndi lykilhlutverki í að mæla fyrir innrás í Írak. Frakkar, Þjóðverjar, Kínverjar, Rússar og margar aðrar valdamiklar þjóðir lögðust alfarið gegn stríðinu í Írak en Bush og Blair létu sér ekki segjast. Sameiginlegt breskt og Bandarískt herlið réðst inn í Írak með afleiðingum sem við þekkjum alltof vel í dag. Þeir voru studdir af hinum svonefndu viljugu þjóðum, þar á meðal Íslandi. Raunar var það mál manna að stefnan væri tekin í Washington en Bretar hefðu það hlutverk að fylgja í humátt á eftir til að réttlæta gjörðir Bandaríkjanna. Hugmyndin um Blair sem kjölturakka George W. Bush lifir enn góðu lífi í hugum bresks almennings. Þegar Blair hrökklaðist loks frá völdum var hann afar óvinsæll og stríðið sem hann hóf var almennt talið vera stór mistök. Sjálfur sér hann ekki eftir neinu.Mótmæli gegn heimsókn Trump í miðborg Lundúna, blaðran er á sínum stað.Vísir/GettyEftir að hann lét af völdum sagði Blair í viðtali að það þjónaði alltaf hagsmunum Bretlands að vera nánasti vinur Bandaríkjanna, sama hver væri forseti vestanhafs. Það væru þó á endanum sameiginleg gildi þjóðanna sem legðu grundvöllinn að samstarfinu. Því eru margir Bretar hjartanlega ósammála. Ef breskur almenningur átti erfitt með að samsvara sig bandarískum gildum á valdatíð George W. Bush er nokkuð ljóst að það gengur enn verr í dag.Almenningur óttast TrumpKannanir hafa sýnt að Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki aðeins óvinsæll í Bretlandi (og um allan heim) heldur vekur hann beinlínis hræðslu margra og óhug. Þá hefur honum ítrekað lent saman við þarlenda ráðamenn þrátt fyrir að Theresa May forsætisráðherra hafi verið fyrsti þjóðarleiðtoginn til að koma í opinbera heimsókn eftir að Trump tók við embætti. Í fyrra sendi Trump frá sér skilaboð á Twitter með myndböndum þar sem rakinn var hræðsluáróður gegn múslimum og innflytjendum í Evrópu almennt. Theresa May, og meira að segja Boris Johnson utanríkisráðherra og góðvinur Trumps, fordæmdu myndböndin. Sagði Johnson að slíkur hatursáróður væri ekki liðinn í Bretlandi. Í kjölfarið hraunaði forsetinn yfir May á Twitter og sagði henni að beina athygli sinni að vandamálum heimafyrir. Þótti það strax merki um að sérstakt samband þjóðanna stæði ekki á eins styrkum stoðum og áður. Nýafstaðinni heimsókn Trumps til Bretlands var síðan lýst sem lestarslysi. Fyrst stóð til að hann kæmi til Lundúna í febrúar á þessu ári til að vera viðstaddur opnun nýja bandaríska sendiráðsins þar. Aðgerðasinnar í Bretlandi náðu að safna tæplega tveimur milljónum undirskrifta fólks sem krafðist þess að Trump yrði bannað að koma til landsins.Trump í stólnum.Daily Mirror/ TwitterÍ kjölfarið hætti hann við heimsóknina með stuttum fyrirvara og fordæmdi byggingu sendiráðsins sem hann átti að opna. Sagði Trump nýja bygginguna of dýra og því myndi hann ekki mæta. Fjölmiðlar voru þó flestir á því að raunverulega ástæðan væri að honum hugnuðust ekki fyrirhuguð mótmæli gegn komu hans til Bretlands. Þegar forsetinn lét loks sjá sig í Bretlandi í júlí stóð heldur ekki á mótmælunum hvert sem hann fór. Blöðrur, sem sýndu Trump sem grátandi smábarn í bleyju, fengu að fljúga um alla borg í Lundúnum. Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, gaf sérstakt leyfi fyrir blöðrunum en hann hefur átt í miklu orðaskaki við Trump í gegnum fjölmiðla. Khan, sem er múslimi, fordæmdi meðal annars harðlega hugmyndir forsetans um að setja takmarkanir á komu múslima til Bandaríkjanna. Trump þótti sýna Elísabetu Bretadrottningu óvirðingu með atferli sínu á meðan á heimsókninni stóð, hann gagnrýndi forsætisráðherrann harðlega í blaðaviðtali og beit svo höfuðið af skömminni með því að hlamma sér í hægindastól sem var í eigu Winstons Churchills. Breska dagblaðið The Mirror hóf reiðilestur sinn yfir Bandaríkjaforseta á forsíðunni með þessum orðum: „Þú móðgaðir þjóðina, réðst á heilbrigðiskerfið okkar, lést drottninguna fara hjá sér, grófst undan sérstaka milliríkjasambandinu og svo sest þú yfirlætisfullur í hægindastól Churchills og lætur taka mynd af þér!“Hvert skal stefna?Vísir/GettyFramkoma Trumps á fundi með leiðtogum NATO ríkjanna skömmu fyrir heimsóknina til Bretlands vakti einnig furður og reiði. Þar skammaði hann viðstadda fyrir að verja ekki nægu fé til hernaðarmála en lauk fundinum með yfirlýsingu um að hinir NATO leiðtogarnir hefðu lofað bót og betrun með því að skuldbinda sig til aukinna útgjalda. Enginn annar á fundinum kannast við neitt slíkt samkomulag og margir eru hreinlega farnir að óttast um framtíð NATO samstarfsins. Þær breytingar sem Trump virðist staðráðinn í að gera á skipan alþjóðasamfélagsins geta leitt í ýmsar áttir. Hingað til hefur hann þó óneitanlega laskað áratugalangt sérstakt milliríkjasamband Bretlands og Bandaríkjanna. Af þeim ástæðum sem greint er frá hér að ofan hefur samband þessara tveggja þjóða verið hornsteinn og byrjunarreitur vestrænnar samvinnu í lengri tíma. Nú þegar Bretar eru að fjarlægjast Evrópu með úrsögn úr Evrópusambandinu verður áhugavert að sjá hvernig hið sérstaka samband við Bandaríkin þróast. Oft var þörf en nú er nauðsyn fyrir Breta að leita eftir samstarfi út fyrir álfuna. Hvort þeim hugnast að líta vestur um haf á meðan Trump er í Hvíta húsinu er síðan önnur spurning.
Sturtuferðir Churchills og náið samband Breta og Bandaríkjamanna Milliríkjasamband Bretlands og Bandaríkjanna hefur að mörgu leyti verið hornsteinn vestræns samstarfs í meira en heila öld. Þetta er fyrri hluti fréttaskýringar um þetta sérstaka og nána samstarf þjóðanna. 13. júlí 2018 13:30
Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03
Trump viðraði „of brútal“ hugmyndir á fundinum með May Donald Trump Bandaríkjaforseti skipti heldur betur um gír á blaðamannafundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í dag. Þar virtist hann bakka með harða gagnrýni sína á May. 13. júlí 2018 14:59