Trump vekur reiði Breta með því að hlamma sér í stól Churchills Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 15. júlí 2018 09:15 Þessi mynd hefur vakið mikla reiði í Bretlandi Hvíta húsið „Þú móðgaðir þjóðina, réðst á heilbrigðiskerfið okkar, lést drottninguna fara hjá sér, grófst undan sérstaka milliríkjasambandinu, niðurlægðir forsætisráðherrann okkar... og svo sest þú yfirlætisfullur og lætur taka mynd af þér í hægindastól Winstons Churchill!“ – svona hefst grein breska dagblaðsins The Mirror sem er einn reiðilestur yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta. Íhaldssamir Bretar supu margir hveljur þegar þeir sáu myndbandsupptöku af Donald Trump ganga í veg fyrir drottninguna. Það er með öllu bannað að ganga framar en drottningin samkvæmt aldalöngum hefðum, hvað þá að ganga í veg fyrir hana. Ekki bætti úr skák að drottningin virtist sjálf vera að reyna að útskýra málið fyrir Trump sem tók illa leiðbeiningum.i know comments on trump's intelligence often veer into hyperbole but today the queen of england literally had to instruct trump on how to walk properlypic.twitter.com/ECRGmXQoQG— jordan (@JordanUhl) July 13, 2018 Þá var hann seinn til fundar við drottninguna og lét hana bíða eftir sér í vandræðalegri þögn fyrir framan fjölmiðla. Elísabet er 92 ára gömul og þurfti að standa í meira en tíu mínútur í sumarhitanum.This is an image of Queen Elizabeth checking her watch as Trump made her wait.In the sun.At 92 years old.He's her guest on her home soil!MAGA? Not even close! pic.twitter.com/87WteE96vI— Regi Brittain (@RegiBrittain) July 13, 2018 Þegar forsetanum var síðan sýndur hægindastóll sem Winston Churchill notaði á stríðsárunum var hann fljótur að koma sér vel fyrir og láta taka mynd sem Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi ríkisstjórnarinnar, setti beint á netið..@POTUS sits in Winston Churchill's chair as a guest of Prime Minister May at Chequers. pic.twitter.com/Wv2nrLMnQP— Sarah Sanders (@PressSec) July 13, 2018 Trump virðist hafa tekist að sameina hluta bresku pressunnar gegn sér með því að hlamma sér í stólinn. Eru margir á því að hann hafi sýnt gríðarlega óvirðingu með uppátækinu, sérstaklega í ljósi þess hvernig hann talaði um land og þjóð á meðan á opinberri heimsókn hans til Bretlands stóð. Breskir stjórnmálamenn hafa einnig blandað sér í umræðuna. Stephen Doughty, þingmaður Verkamannaflokksins, segir að mörgum Bretum hljóti að vera hverft við að sjá myndina af Trump í sæti Churchills. Hann sé ekki aðeins versti Bandaríkjaforseti sögunnar heldur maður sem eigi ekki á nokkurn hátt skilið að vera nefndur í sömu andrá og hinn dáði Churchill. Samflokkskona hans á breska þinginu, Ruth Smeed, tekur í sama streng. Segir hún að Churchill hafi barist gegn rasisma og fasisma og í ljósi bæði orða og gjörða Trumps eigi hann ekki einu sinni skilið að horfa á styttu á Churchill, hvað þá að tylla sér í sæti hans. Stj.mál Tengdar fréttir Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. 14. júlí 2018 17:41 Lögregla leitar mótmælandans á svifvængnum Mótmælandi á svifvæng komst í gær framhjá lokunum lögreglu og sveif yfir Trump Turnberry hótelið í Skotlandi í gær. Þar hafði verið sett upp bannsvæði vegna heimsóknar Donald Trump, Bandaríkjaforseta og eiganda hótelsins. 14. júlí 2018 12:19 Tugir þúsunda mótmæltu heimsókn Trump Donald Trump er staddur á Bretlandseyjum í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem forseti Bandaríkjanna. 13. júlí 2018 22:36 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
„Þú móðgaðir þjóðina, réðst á heilbrigðiskerfið okkar, lést drottninguna fara hjá sér, grófst undan sérstaka milliríkjasambandinu, niðurlægðir forsætisráðherrann okkar... og svo sest þú yfirlætisfullur og lætur taka mynd af þér í hægindastól Winstons Churchill!“ – svona hefst grein breska dagblaðsins The Mirror sem er einn reiðilestur yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta. Íhaldssamir Bretar supu margir hveljur þegar þeir sáu myndbandsupptöku af Donald Trump ganga í veg fyrir drottninguna. Það er með öllu bannað að ganga framar en drottningin samkvæmt aldalöngum hefðum, hvað þá að ganga í veg fyrir hana. Ekki bætti úr skák að drottningin virtist sjálf vera að reyna að útskýra málið fyrir Trump sem tók illa leiðbeiningum.i know comments on trump's intelligence often veer into hyperbole but today the queen of england literally had to instruct trump on how to walk properlypic.twitter.com/ECRGmXQoQG— jordan (@JordanUhl) July 13, 2018 Þá var hann seinn til fundar við drottninguna og lét hana bíða eftir sér í vandræðalegri þögn fyrir framan fjölmiðla. Elísabet er 92 ára gömul og þurfti að standa í meira en tíu mínútur í sumarhitanum.This is an image of Queen Elizabeth checking her watch as Trump made her wait.In the sun.At 92 years old.He's her guest on her home soil!MAGA? Not even close! pic.twitter.com/87WteE96vI— Regi Brittain (@RegiBrittain) July 13, 2018 Þegar forsetanum var síðan sýndur hægindastóll sem Winston Churchill notaði á stríðsárunum var hann fljótur að koma sér vel fyrir og láta taka mynd sem Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi ríkisstjórnarinnar, setti beint á netið..@POTUS sits in Winston Churchill's chair as a guest of Prime Minister May at Chequers. pic.twitter.com/Wv2nrLMnQP— Sarah Sanders (@PressSec) July 13, 2018 Trump virðist hafa tekist að sameina hluta bresku pressunnar gegn sér með því að hlamma sér í stólinn. Eru margir á því að hann hafi sýnt gríðarlega óvirðingu með uppátækinu, sérstaklega í ljósi þess hvernig hann talaði um land og þjóð á meðan á opinberri heimsókn hans til Bretlands stóð. Breskir stjórnmálamenn hafa einnig blandað sér í umræðuna. Stephen Doughty, þingmaður Verkamannaflokksins, segir að mörgum Bretum hljóti að vera hverft við að sjá myndina af Trump í sæti Churchills. Hann sé ekki aðeins versti Bandaríkjaforseti sögunnar heldur maður sem eigi ekki á nokkurn hátt skilið að vera nefndur í sömu andrá og hinn dáði Churchill. Samflokkskona hans á breska þinginu, Ruth Smeed, tekur í sama streng. Segir hún að Churchill hafi barist gegn rasisma og fasisma og í ljósi bæði orða og gjörða Trumps eigi hann ekki einu sinni skilið að horfa á styttu á Churchill, hvað þá að tylla sér í sæti hans.
Stj.mál Tengdar fréttir Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. 14. júlí 2018 17:41 Lögregla leitar mótmælandans á svifvængnum Mótmælandi á svifvæng komst í gær framhjá lokunum lögreglu og sveif yfir Trump Turnberry hótelið í Skotlandi í gær. Þar hafði verið sett upp bannsvæði vegna heimsóknar Donald Trump, Bandaríkjaforseta og eiganda hótelsins. 14. júlí 2018 12:19 Tugir þúsunda mótmæltu heimsókn Trump Donald Trump er staddur á Bretlandseyjum í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem forseti Bandaríkjanna. 13. júlí 2018 22:36 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. 14. júlí 2018 17:41
Lögregla leitar mótmælandans á svifvængnum Mótmælandi á svifvæng komst í gær framhjá lokunum lögreglu og sveif yfir Trump Turnberry hótelið í Skotlandi í gær. Þar hafði verið sett upp bannsvæði vegna heimsóknar Donald Trump, Bandaríkjaforseta og eiganda hótelsins. 14. júlí 2018 12:19
Tugir þúsunda mótmæltu heimsókn Trump Donald Trump er staddur á Bretlandseyjum í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem forseti Bandaríkjanna. 13. júlí 2018 22:36