Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 1-0 | Breiðablik endurheimti toppsætið Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 10. júlí 2018 22:30 Breiðablik vann 1-0 sigur á Val í níundu umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Með sigrinum heldur Breiðablik sér í toppsæti deildarinnar með 24 stig á meðan Valur situr ennþá í þriðja sæti með 19 stig. Valskonur byrjuðu leikinn af krafti og fengu tvær hornspyrnur á fyrstu tíu mínútum leiksins. Guðrún Karítas Sigurðardóttir komst í hörkufæri bæði á 13. , 15. og 17. mínútu en nær ekki nýta þessi færi, Valur þó í miklu meiri sókn tuttugu mínúturnar. Blikar komust betur inn í leikinn eftir þessar tuttugu mínútur og ná sínu fyrsta almennilega skoti á 23. mínútu þegar Alexandra Jóhannsdóttir á gott skot sem fer rétt framhjá marki Vals. Leikurinn var mikið fram og tilbaka næstu mínútur og voru bæði lið að skapa sér fín færi. Á 38. mínútu nær Berglind Björg Þorvaldsdóttir að koma sér 1vs1 á móti Söndru markmanni Vals en Sandra varði vel og boltinn fór út í horn. Seinasta korterið í fyrri hálfleik var Agla María Albertsdóttir með áætlunarferðir upp vinstri vænginn og nær hún að búa til mikla hættu fyrir sig sjálfa og liðsfélaga sína. Seinni hálfleikur byrjaði mjög jafn og strax á fyrsta korterinu fengu bæði lið mjög fín færi. Ennþá eru það Agla María og Berglind Björg sem voru að skapa mest fyrir Breiðablik á meðan Hlín og Elín Metta voru duglegar að sækja á markið hinu megin. Næsta korter var mikið af því sama en Berglind Björg nær ekki að klára geggjað færi á 70. mínútu og Valur nær ekki að nýta þau mörgu föstu leikatriði sem þær fá. Á 75. mínútu gerðist hinsvegar mikilvægasta atvik leiksins þegar Agla María reynir fyrirgjöf frá vinstri kantinum inn á Alexöndru Jóhannsdóttur, þegar boltinn var á leiðinni til Alexöndru dró Thelma Björk hana niður inni í teig Vals og Arnar Þór dómari bendir á punktinn. Andrea Rán kláraði vítið af miklu öryggi og kom Blikum 1-0 yfir. Seinasta korterið voru Valur mikið að sækja og þær náðu einu frábæru færi á 85. mínútu þegar Hlín Eiríksdóttir rænir boltanum í teig blika og gefur fínustu sendingu yfir á Crystal Thomas en Sonný Lára varði frábærlega eins og hún gerði í allt kvöld. Eftir það voru einu skot Vals örvæntingafull skot utan af velli sem áttu lítin séns á að komast framhjá Sonný Láru sem átti frábæran leik í marki Blika.Hverjar stóðu upp úr? Báðir markmenn áttu frábæran leik, önnur þurfti að reyna að verja víti og fékk því á sig mark en annars báðar mjög öruggar. Agla María Albertsdóttir var frábær á vinstri kantinum hjá Breiðablik og náði mjög oft að skapa miklu hættu. Stefanía Ragnarsdóttir gerði kannski ekki mikið til að láta taka eftir sér en var dugleg í að stoppa sóknir Blika og lét boltann ganga vel. Miðverðir Breiðabliks fá hrós fyrir að hleypa Völsurum aldrei í almennilega í færi þrátt fyrir margar tilraunir.Hvað gekk illa? Hjá Breiðablik voru það miklir erfiðleikar við það að klára dauðafæri á meðan Valur átti erfiðara með að skapa sín dauðafæri. Annars spiluðu bæði lið fínan leik.Hvað gerist næst? Breiðablik eru í frábærri stöðu á toppi deildarinnar með 1 stig niður í Þór/Ka og 5 stig niður í Val. Næsti leikur Breiðabliks er gegn Stjörnunni heima á meðan Valskonur fara á Jáverksvöllinn á Selfossi í næstu umferð. Þorsteinn Halldórsson þjálfar BreiðablikÞorsteinn Halldórsson: Sanngjarn sigur fannst mér „Mér fannst þetta bara vera skemmtilegur leikur að mörgu leyti, spiluðum alveg fínan fótbolta, bæði lið vildu sækja og vildu vera með boltann en við sköpuðum okkur betri færi. Heilt yfir fannst mér við vera sterkari og var þetta sanngjarn sigur fannst mér,” sagði Þorsteinn Halldórsson þjálfari Breiðabliks um leikinn á Kópavogsvelli hér í kvöld. „Við erum bara mjög sátt eins og staðan er í dag og þetta heldur bara áfram. Við ætlum bara að fagna í dag og svo heldur þetta áfram,” sagði Þorsteinn um að vera í efsta sæti deildarinnar „Sonný Lára var góð greip vel inní og var bara örugg í öllum sínum aðgerðum, það voru fleiri leikmenn sem voru frábærir. Mér fannst Berglind til dæmis frábær í þessum leik þó hún hafi verið að klúðra einhverjum færum þá kom hún sér í þessi færi og spilaði bara sinn besta leik í sumar,” sagði Þorsteinn þegar hann var spurður hvernig Sonný Lára leikinn en hún var maður leiksins hjá Vísi. „Þetta eru allt erfiðir leikir og maður verður nálgast þá af þeirri virðingu að maður verður að hafa fyrir þessu og Stjörnuliðið er bara virkilega flott, hafa verið að skora mikið af mörkum og fá mikið af mörkum á sig, þannig að leikirnir hafa verið fjörugir hjá þeim, þannig að við undirbúum okkur bara undir alvöru hörku leik,” sagði Þorsteinn þegar hann var spurður um næsta leik Breiðabliks sem þar sem Blikar taka á móti Stjörnunni. „Ég vonast til að hún verði klár í næsta leik en ég veit það ekki alveg, maður veit það kannski betur um helgina,” sagði Þorsteinn um ástandið á Samöntu Jane Lofton sem var meidd í kvöld og tók ekki þátt í leiknum.Pétur tók við Val í haust.vísir/ernirPétur Pétursson: Blikarnir einfaldlega betri „Er ég ánægður með það? Heldur þú að ég sé ánægður með það, nei,” sagði Pétur þegar hann var spurður hvort hann væri ánægður með tapið á Kópavogsvelli hér í kvöld. „Ekkert áhyggjumerki, Blikarnir voru bara einfaldlega betri en við í dag og áttu sigurinn skilið, það er bara það sem mér finnst,” sagði Pétur þegar hann var spurður hvort 1 stig í seinustu tvem leikjum væri áhyggjumerki. „Það kemur bara í ljós, ég veit það ekki,” sagði Pétur um það hvort Fanndís Friðriksdóttir yrði í byrjunarliði Vals í næsta leik, en Fanndís gekk í raðir Vals frá Marseille í frönsku úrvalsdeildinni í seinasta mánuði. „Við þurfum að svara þessu sem við gerðum í dag illa, við þurfum að gera það betur á móti Selfossi,” sagði Pétur um leikinn gegn Selfossi í næstu umferð.Sonný Lára Þráinsdóttir er markvörður Breiðabliks og hefur verið viðriðin landsliðið síðustu árVísir/TomSonný Lára: Skorðum eitt og þær ekkert „Ég er mjög ánægð, við spiluðum góðan leik og fengum fullt af færum, skoruðum eitt og þær ekkert og við fáum þrjú stig,” sagði Sonný um leikinn hér í kvöld. „Okkur líður vel þar, við höldum bara áfram, einn leik í einu og sjáum hvar þetta endar,” sagði Sonný um hvernig henni líður í toppsæti deildarinnar. „Það verður hörkuleikur, það eru alltaf hörkuleikir þegar Breiðablik og Stjarnan mætast þannig að ég hlakka bara til,” sagði Sonný næsta leik Blika sem er gegn Stjörnunni. „Þetta var bara flottur leikur hjá mér og liðinu bara og við erum bara sáttar með sigur í dag,” sagði Sonný um hvernig hún hafi spilað í dag. Pepsi Max-deild kvenna
Breiðablik vann 1-0 sigur á Val í níundu umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Með sigrinum heldur Breiðablik sér í toppsæti deildarinnar með 24 stig á meðan Valur situr ennþá í þriðja sæti með 19 stig. Valskonur byrjuðu leikinn af krafti og fengu tvær hornspyrnur á fyrstu tíu mínútum leiksins. Guðrún Karítas Sigurðardóttir komst í hörkufæri bæði á 13. , 15. og 17. mínútu en nær ekki nýta þessi færi, Valur þó í miklu meiri sókn tuttugu mínúturnar. Blikar komust betur inn í leikinn eftir þessar tuttugu mínútur og ná sínu fyrsta almennilega skoti á 23. mínútu þegar Alexandra Jóhannsdóttir á gott skot sem fer rétt framhjá marki Vals. Leikurinn var mikið fram og tilbaka næstu mínútur og voru bæði lið að skapa sér fín færi. Á 38. mínútu nær Berglind Björg Þorvaldsdóttir að koma sér 1vs1 á móti Söndru markmanni Vals en Sandra varði vel og boltinn fór út í horn. Seinasta korterið í fyrri hálfleik var Agla María Albertsdóttir með áætlunarferðir upp vinstri vænginn og nær hún að búa til mikla hættu fyrir sig sjálfa og liðsfélaga sína. Seinni hálfleikur byrjaði mjög jafn og strax á fyrsta korterinu fengu bæði lið mjög fín færi. Ennþá eru það Agla María og Berglind Björg sem voru að skapa mest fyrir Breiðablik á meðan Hlín og Elín Metta voru duglegar að sækja á markið hinu megin. Næsta korter var mikið af því sama en Berglind Björg nær ekki að klára geggjað færi á 70. mínútu og Valur nær ekki að nýta þau mörgu föstu leikatriði sem þær fá. Á 75. mínútu gerðist hinsvegar mikilvægasta atvik leiksins þegar Agla María reynir fyrirgjöf frá vinstri kantinum inn á Alexöndru Jóhannsdóttur, þegar boltinn var á leiðinni til Alexöndru dró Thelma Björk hana niður inni í teig Vals og Arnar Þór dómari bendir á punktinn. Andrea Rán kláraði vítið af miklu öryggi og kom Blikum 1-0 yfir. Seinasta korterið voru Valur mikið að sækja og þær náðu einu frábæru færi á 85. mínútu þegar Hlín Eiríksdóttir rænir boltanum í teig blika og gefur fínustu sendingu yfir á Crystal Thomas en Sonný Lára varði frábærlega eins og hún gerði í allt kvöld. Eftir það voru einu skot Vals örvæntingafull skot utan af velli sem áttu lítin séns á að komast framhjá Sonný Láru sem átti frábæran leik í marki Blika.Hverjar stóðu upp úr? Báðir markmenn áttu frábæran leik, önnur þurfti að reyna að verja víti og fékk því á sig mark en annars báðar mjög öruggar. Agla María Albertsdóttir var frábær á vinstri kantinum hjá Breiðablik og náði mjög oft að skapa miklu hættu. Stefanía Ragnarsdóttir gerði kannski ekki mikið til að láta taka eftir sér en var dugleg í að stoppa sóknir Blika og lét boltann ganga vel. Miðverðir Breiðabliks fá hrós fyrir að hleypa Völsurum aldrei í almennilega í færi þrátt fyrir margar tilraunir.Hvað gekk illa? Hjá Breiðablik voru það miklir erfiðleikar við það að klára dauðafæri á meðan Valur átti erfiðara með að skapa sín dauðafæri. Annars spiluðu bæði lið fínan leik.Hvað gerist næst? Breiðablik eru í frábærri stöðu á toppi deildarinnar með 1 stig niður í Þór/Ka og 5 stig niður í Val. Næsti leikur Breiðabliks er gegn Stjörnunni heima á meðan Valskonur fara á Jáverksvöllinn á Selfossi í næstu umferð. Þorsteinn Halldórsson þjálfar BreiðablikÞorsteinn Halldórsson: Sanngjarn sigur fannst mér „Mér fannst þetta bara vera skemmtilegur leikur að mörgu leyti, spiluðum alveg fínan fótbolta, bæði lið vildu sækja og vildu vera með boltann en við sköpuðum okkur betri færi. Heilt yfir fannst mér við vera sterkari og var þetta sanngjarn sigur fannst mér,” sagði Þorsteinn Halldórsson þjálfari Breiðabliks um leikinn á Kópavogsvelli hér í kvöld. „Við erum bara mjög sátt eins og staðan er í dag og þetta heldur bara áfram. Við ætlum bara að fagna í dag og svo heldur þetta áfram,” sagði Þorsteinn um að vera í efsta sæti deildarinnar „Sonný Lára var góð greip vel inní og var bara örugg í öllum sínum aðgerðum, það voru fleiri leikmenn sem voru frábærir. Mér fannst Berglind til dæmis frábær í þessum leik þó hún hafi verið að klúðra einhverjum færum þá kom hún sér í þessi færi og spilaði bara sinn besta leik í sumar,” sagði Þorsteinn þegar hann var spurður hvernig Sonný Lára leikinn en hún var maður leiksins hjá Vísi. „Þetta eru allt erfiðir leikir og maður verður nálgast þá af þeirri virðingu að maður verður að hafa fyrir þessu og Stjörnuliðið er bara virkilega flott, hafa verið að skora mikið af mörkum og fá mikið af mörkum á sig, þannig að leikirnir hafa verið fjörugir hjá þeim, þannig að við undirbúum okkur bara undir alvöru hörku leik,” sagði Þorsteinn þegar hann var spurður um næsta leik Breiðabliks sem þar sem Blikar taka á móti Stjörnunni. „Ég vonast til að hún verði klár í næsta leik en ég veit það ekki alveg, maður veit það kannski betur um helgina,” sagði Þorsteinn um ástandið á Samöntu Jane Lofton sem var meidd í kvöld og tók ekki þátt í leiknum.Pétur tók við Val í haust.vísir/ernirPétur Pétursson: Blikarnir einfaldlega betri „Er ég ánægður með það? Heldur þú að ég sé ánægður með það, nei,” sagði Pétur þegar hann var spurður hvort hann væri ánægður með tapið á Kópavogsvelli hér í kvöld. „Ekkert áhyggjumerki, Blikarnir voru bara einfaldlega betri en við í dag og áttu sigurinn skilið, það er bara það sem mér finnst,” sagði Pétur þegar hann var spurður hvort 1 stig í seinustu tvem leikjum væri áhyggjumerki. „Það kemur bara í ljós, ég veit það ekki,” sagði Pétur um það hvort Fanndís Friðriksdóttir yrði í byrjunarliði Vals í næsta leik, en Fanndís gekk í raðir Vals frá Marseille í frönsku úrvalsdeildinni í seinasta mánuði. „Við þurfum að svara þessu sem við gerðum í dag illa, við þurfum að gera það betur á móti Selfossi,” sagði Pétur um leikinn gegn Selfossi í næstu umferð.Sonný Lára Þráinsdóttir er markvörður Breiðabliks og hefur verið viðriðin landsliðið síðustu árVísir/TomSonný Lára: Skorðum eitt og þær ekkert „Ég er mjög ánægð, við spiluðum góðan leik og fengum fullt af færum, skoruðum eitt og þær ekkert og við fáum þrjú stig,” sagði Sonný um leikinn hér í kvöld. „Okkur líður vel þar, við höldum bara áfram, einn leik í einu og sjáum hvar þetta endar,” sagði Sonný um hvernig henni líður í toppsæti deildarinnar. „Það verður hörkuleikur, það eru alltaf hörkuleikir þegar Breiðablik og Stjarnan mætast þannig að ég hlakka bara til,” sagði Sonný næsta leik Blika sem er gegn Stjörnunni. „Þetta var bara flottur leikur hjá mér og liðinu bara og við erum bara sáttar með sigur í dag,” sagði Sonný um hvernig hún hafi spilað í dag.